Mínútumaðurinn 2. júní 2015 07:00 Þegar þingmenn vilja láta líta á sig sem víðsýna, umburðarlynda, rétt þenkjandi og jafnvel sjálfsgagnrýna, grípa þeir oft og tíðum til þess að ræða hofmannlega um virðingu Alþingis. Það þykir bera vott um allt ofangreint að viðra reglulega áhyggjur af því að nú þurfi þingmenn aðeins að líta í eigin barm og skoða hegðun sína og orð með það í huga að auka virðingu þingsins. Oftar en ekki er þetta sett fram undir þeim formerkjum að mælandi sé einnig að líta í eigin barm, en þegar grannt er skoðað á viðkomandi undantekningalítið við að aðrir þingmenn þurfi að skoða sín mál. Það er ekki skrýtið að þingmenn velti fyrir sér virðingarmálum; trauðla er gaman að starfa á vinnustað sem nýtur jafn lítils trausts og virðingar og Alþingi gerir. Það hlýtur að setjast á sálina á fólki. Það er hins vegar ágætt að hafa það í huga að orð skipta engu, nákvæmlega engu, í samhengi við gjörðir. Ef eitt er sagt og annað gert hljóma orðin í besta falli eins og vandræðalegt hjal. Allt logaði á Alþingi í gær. Tilefnið var afgreiðsla umhverfis- og samgöngunefndar á tillögu fimmtán af nítján þingmönnum Framsóknarflokksins þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli verði tekið af Reykjavíkurborg og fært ríkinu í hendur. Tillagan ein og sér hefur vakið hörð viðbrögð, enda ekki lítið mál að taka slíkt vald af einu sveitarfélagi. Afgreiðsla nefndarinnar bætti þó í þau viðbrögð, enda bætti meirihlutinn í og skellti tveimur flugvöllum í viðbót inn í frumvarpið; á Akureyri og Egilsstöðum. Hér er ekki um neitt smámál að ræða. Það er verið að ræða um það að ríkisvaldið taki landsvæði sem samkvæmt lögum heyrir undir annað stjórnsýslustig því óviðkomandi. Auðvelt er að færa fyrir því rök að málið snúist öðrum þræði um eignarrétt, því skipulagsvald á flugvöllum og svæðum í kringum hann hefur áhrif á það hvað sveitarfélög geta gert við það land sem þau eiga – óháð því hver á sjálfa flugbrautina. Og hafi þingmenn gert sér grein fyrir því hve málið er af stórum toga má undrast það að meirihluti þingnefndarinnar tók sér tíu mínútur í að afgreiða málið og skella hinum flugvöllunum með í púkkið. Höskuldur Þórhallsson, formaður nefndarinnar, hefur sagt það feikinægan tíma, löngu hafi átt að vera ljóst að tillagan mundi taka umræddum breytingum og því hafi þingmenn ekki þurft lengri tíma til að fjalla um hana. Litlu skiptir hvort einhver viti af því að kannski komi eitthvað fram, það er ekki hægt að fjalla um það fyrr en það er komið fram. Höskuldur er einn flutningsmanna umrædds frumvarps og stýrði, sem formaður, störfum nefndarinnar í umfjöllun um sína eigin tillögu á þennan hátt. Ef allir gætu unnið jafn hratt og Höskuldur og nefndameirihlutinn væri sennilega hægt að stytta starfstíma Alþingis allverulega og þinga örfáa mánuði á ári. Ef mönnum er alvara með tali um bætt vinnubrögð sem eiga að bæta virðingu þingsins, eru svona vinnubrögð hins vegar varla boðleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Þegar þingmenn vilja láta líta á sig sem víðsýna, umburðarlynda, rétt þenkjandi og jafnvel sjálfsgagnrýna, grípa þeir oft og tíðum til þess að ræða hofmannlega um virðingu Alþingis. Það þykir bera vott um allt ofangreint að viðra reglulega áhyggjur af því að nú þurfi þingmenn aðeins að líta í eigin barm og skoða hegðun sína og orð með það í huga að auka virðingu þingsins. Oftar en ekki er þetta sett fram undir þeim formerkjum að mælandi sé einnig að líta í eigin barm, en þegar grannt er skoðað á viðkomandi undantekningalítið við að aðrir þingmenn þurfi að skoða sín mál. Það er ekki skrýtið að þingmenn velti fyrir sér virðingarmálum; trauðla er gaman að starfa á vinnustað sem nýtur jafn lítils trausts og virðingar og Alþingi gerir. Það hlýtur að setjast á sálina á fólki. Það er hins vegar ágætt að hafa það í huga að orð skipta engu, nákvæmlega engu, í samhengi við gjörðir. Ef eitt er sagt og annað gert hljóma orðin í besta falli eins og vandræðalegt hjal. Allt logaði á Alþingi í gær. Tilefnið var afgreiðsla umhverfis- og samgöngunefndar á tillögu fimmtán af nítján þingmönnum Framsóknarflokksins þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli verði tekið af Reykjavíkurborg og fært ríkinu í hendur. Tillagan ein og sér hefur vakið hörð viðbrögð, enda ekki lítið mál að taka slíkt vald af einu sveitarfélagi. Afgreiðsla nefndarinnar bætti þó í þau viðbrögð, enda bætti meirihlutinn í og skellti tveimur flugvöllum í viðbót inn í frumvarpið; á Akureyri og Egilsstöðum. Hér er ekki um neitt smámál að ræða. Það er verið að ræða um það að ríkisvaldið taki landsvæði sem samkvæmt lögum heyrir undir annað stjórnsýslustig því óviðkomandi. Auðvelt er að færa fyrir því rök að málið snúist öðrum þræði um eignarrétt, því skipulagsvald á flugvöllum og svæðum í kringum hann hefur áhrif á það hvað sveitarfélög geta gert við það land sem þau eiga – óháð því hver á sjálfa flugbrautina. Og hafi þingmenn gert sér grein fyrir því hve málið er af stórum toga má undrast það að meirihluti þingnefndarinnar tók sér tíu mínútur í að afgreiða málið og skella hinum flugvöllunum með í púkkið. Höskuldur Þórhallsson, formaður nefndarinnar, hefur sagt það feikinægan tíma, löngu hafi átt að vera ljóst að tillagan mundi taka umræddum breytingum og því hafi þingmenn ekki þurft lengri tíma til að fjalla um hana. Litlu skiptir hvort einhver viti af því að kannski komi eitthvað fram, það er ekki hægt að fjalla um það fyrr en það er komið fram. Höskuldur er einn flutningsmanna umrædds frumvarps og stýrði, sem formaður, störfum nefndarinnar í umfjöllun um sína eigin tillögu á þennan hátt. Ef allir gætu unnið jafn hratt og Höskuldur og nefndameirihlutinn væri sennilega hægt að stytta starfstíma Alþingis allverulega og þinga örfáa mánuði á ári. Ef mönnum er alvara með tali um bætt vinnubrögð sem eiga að bæta virðingu þingsins, eru svona vinnubrögð hins vegar varla boðleg.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun