Hart deilt um þjóðarmorð Guðsteinn Bjarnason skrifar 25. apríl 2015 07:00 Fjöldi fólks lagði leið sína að Tsitsernakaberd-minnismerkinu í Jerevan, höfuðborg Armeníu, í gær þar sem efnt var til minningarathafnar. fréttablaðið/EPA Þýska þingið samþykkti í gær ályktun þar sem fjöldamorð á Armenum í Tyrklandi á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar eru sögð hafa verið þjóðarmorð. Hugtakið þjóðarmorð hefur, þegar rætt er um þessa atburði, staðið bæði í tyrkneskum stjórnvöldum og leiðtogum fjölmargra annarra ríkja, sem ekki hafa viljað styggja Tyrki. Armenar segja að um ein og hálf milljón Armena hafi verið myrt eða hrakin frá Tyrklandi. Tyrknesk stjórnvöld hafa hins vegar ekki viljað fallast á að þessir atburðir hafi verið þjóðarmorð og segja átökin milli Tyrkja og Armena hafa kostað mörg mannslíf úr röðum beggja. Töluvert munar þó um rödd Þjóðverja í þessu samhengi, þar sem Þýskaland er helsta viðskiptaland Tyrklands. Ekki er þó einhugur á meðal þýskra ráðamanna um þetta, því Frank Walter Steinmeir utanríkisráðherra segir ekki rétt að tala um þjóðarmorð: „Flóknar minningar er sjaldan hægt að setja undir eitt hugtak,“ sagði hann í tímaritinu Der Spiegel í gær. Forsetar Frakklands og Rússlands, þeir Francois Hollande og Vladimir Pútín, eru á meðal þeirra sem hafa hiklaust talað um þjóðarmorð á Armenum. Og báðir heimsóttu þeir minnismerki um þjóðarmorðið í Armeníu í gær. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur hins vegar viljað hlífa Tyrkjum við að tala um þjóðarmorð.Á fimmtudaginn flutti Joachim Gauck Þýskalandsforseti ræðu þar sem hann minntist fjöldamorðanna, sem hófust 24. apríl árið 1915 og stóðu yfir í nokkur ár. „Með því að minnast erum við ekki að setja neinn sem nú er á lífi á sakamannabekk,“ sagði Gauck. „En það sem afkomendur fórnarlambanna eiga rétt á að vonast til er viðurkenning á sögulegum staðreyndum og þar með einnig sögulegri sekt.“ Gauck minnti á að Adolf Hitler hefði í ágúst 1939, þegar hann gaf fyrirskipanir um að „senda án miskunnar pólskumælandi karla, konur og börn af pólsku ætterni í dauðann“, vísað máli sínu til stuðnings í atburðina í Tyrklandi tuttugu árum áður: „Hver talar enn í dag um útrýminguna á Armenum?“ Ræða hans var harðlega gagnrýnd í tyrkneskum fjölmiðlum í gær. Armenía Tyrkland Þýskaland Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Þýska þingið samþykkti í gær ályktun þar sem fjöldamorð á Armenum í Tyrklandi á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar eru sögð hafa verið þjóðarmorð. Hugtakið þjóðarmorð hefur, þegar rætt er um þessa atburði, staðið bæði í tyrkneskum stjórnvöldum og leiðtogum fjölmargra annarra ríkja, sem ekki hafa viljað styggja Tyrki. Armenar segja að um ein og hálf milljón Armena hafi verið myrt eða hrakin frá Tyrklandi. Tyrknesk stjórnvöld hafa hins vegar ekki viljað fallast á að þessir atburðir hafi verið þjóðarmorð og segja átökin milli Tyrkja og Armena hafa kostað mörg mannslíf úr röðum beggja. Töluvert munar þó um rödd Þjóðverja í þessu samhengi, þar sem Þýskaland er helsta viðskiptaland Tyrklands. Ekki er þó einhugur á meðal þýskra ráðamanna um þetta, því Frank Walter Steinmeir utanríkisráðherra segir ekki rétt að tala um þjóðarmorð: „Flóknar minningar er sjaldan hægt að setja undir eitt hugtak,“ sagði hann í tímaritinu Der Spiegel í gær. Forsetar Frakklands og Rússlands, þeir Francois Hollande og Vladimir Pútín, eru á meðal þeirra sem hafa hiklaust talað um þjóðarmorð á Armenum. Og báðir heimsóttu þeir minnismerki um þjóðarmorðið í Armeníu í gær. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur hins vegar viljað hlífa Tyrkjum við að tala um þjóðarmorð.Á fimmtudaginn flutti Joachim Gauck Þýskalandsforseti ræðu þar sem hann minntist fjöldamorðanna, sem hófust 24. apríl árið 1915 og stóðu yfir í nokkur ár. „Með því að minnast erum við ekki að setja neinn sem nú er á lífi á sakamannabekk,“ sagði Gauck. „En það sem afkomendur fórnarlambanna eiga rétt á að vonast til er viðurkenning á sögulegum staðreyndum og þar með einnig sögulegri sekt.“ Gauck minnti á að Adolf Hitler hefði í ágúst 1939, þegar hann gaf fyrirskipanir um að „senda án miskunnar pólskumælandi karla, konur og börn af pólsku ætterni í dauðann“, vísað máli sínu til stuðnings í atburðina í Tyrklandi tuttugu árum áður: „Hver talar enn í dag um útrýminguna á Armenum?“ Ræða hans var harðlega gagnrýnd í tyrkneskum fjölmiðlum í gær.
Armenía Tyrkland Þýskaland Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira