Uppteknastur allra ráðherra? Sigurjón M. Egilsson skrifar 13. janúar 2015 07:00 Mörgum þykir miður að forsætisráðherra Íslands hafi ekki verið í París á sunnudag. Ekki vegna þess að Frakkar eða annað fólk hafi saknað hans eða fundið fyrir fjarveru íslenska forsætisráðherrans. Alls ekki þess vegna. Flestum Íslendingum er brugðið vegna voðaverkanna og þess sem er lagt á franska þjóð. Af þeim sökum hefðu Íslendingar viljað að þeirra fulltrúi stæði með kollegum sínum. Til að sýna samhug, ekki til að sýna sig. „Vegna ýmissa samverkandi þátta, einkum skamms fyrirvara, ferðatíma og dagskrár ráðherra, var hvorki forsætis- né utanríkisráðherra fært að taka þátt í göngunni,“ segir í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París. Þetta er ekki nógu gott. Sé það svo að íslenski forsætisráðherrann sé sá uppteknasti í allri Evrópu, hefði verið hægt að senda annan – annan ráðherra. Þeir eru jú tíu. Utanríkisráðherrann er upptekinn. „Ég fékk boð um að vera þarna en því miður hittist það þannig á að ég er staddur í Bandaríkjunum í augnablikinu,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson. En sagði: „…mun fulltrúi okkar rita í minningarbók í utanríkisráðuneytinu í Frakklandi falleg orð frá íslensku þjóðinni. Í kjölfarið munu utanríkisráðherrar og líklega varnarmálaráðherrar ræða þetta saman á okkar vettvangi og allar líkur á því að þjóðarleiðtogar muni ræða þetta sín á milli“. Ekki er efni til að gera lítið úr staðgengli sendiherra Íslands í Frakklandi, en staðgengillinn var fulltrúi okkar við athöfnina. Hingað til hefur virst sem ráðafólk okkar hafi átt frekar létt með ferðalög og þau hefur á stundum vantað hér heima, jafnvel í áríðandi umræður, til að mynda á Alþingi. Það er ekki bara hér á landi sem deilt er á æðstu ráðendur vegna fjarvistar frá París. Í Bandaríkjunum eru forsetinn og utanríkisráðherrann líka gagnrýndir fyrir það sama. John Kerry hefur gert lítið úr gagnrýninni og bent á að hann fari í opinbera heimsókn til Frakklands nú á fimmtudag. Trúlegast er meira fyrir ferðum Baracks Obama haft en íslenska forsætisráðherrans. Reyndar eigum við ekkert að horfa til þess hvað þeir kjósa að gera eða ekki, ráðamennirnir í Washington. Það er ekki okkar mál. Ljóst má vera að margir Íslendingar eru vonsviknir vegna ákvörðunar forsætisráðherra. Hann verður að sættast sig við að vera gagnrýndur fyrir. Hverju og einu okkar er fullkomlega frjálst að hafa hvaða þá skoðun sem hverju og einu okkar býr í brjósti vegna þessa máls. Voðaverkin í París þurfa að færa okkur nær hvert öðru, efla samstöðuna meðal okkar, styrkja andstöðuna gegn glæpum eins og þeim sem voru framdir í Frakklandi í síðustu viku. Til þess að raðirnar verði hvað þéttastar skiptir máli að mynda órofa heild þar sem hvert og eitt hefur hlutverk. Bæði í hugsun og framgöngu. Það var þar sem vantaði forsætisráðherra Íslands. Ekki hans vegna. Nei, vegna þess hversu alvarlegt málið er og samstaðan skiptir miklu máli. Þegar svo er, má enginn sitja heima. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Mörgum þykir miður að forsætisráðherra Íslands hafi ekki verið í París á sunnudag. Ekki vegna þess að Frakkar eða annað fólk hafi saknað hans eða fundið fyrir fjarveru íslenska forsætisráðherrans. Alls ekki þess vegna. Flestum Íslendingum er brugðið vegna voðaverkanna og þess sem er lagt á franska þjóð. Af þeim sökum hefðu Íslendingar viljað að þeirra fulltrúi stæði með kollegum sínum. Til að sýna samhug, ekki til að sýna sig. „Vegna ýmissa samverkandi þátta, einkum skamms fyrirvara, ferðatíma og dagskrár ráðherra, var hvorki forsætis- né utanríkisráðherra fært að taka þátt í göngunni,“ segir í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París. Þetta er ekki nógu gott. Sé það svo að íslenski forsætisráðherrann sé sá uppteknasti í allri Evrópu, hefði verið hægt að senda annan – annan ráðherra. Þeir eru jú tíu. Utanríkisráðherrann er upptekinn. „Ég fékk boð um að vera þarna en því miður hittist það þannig á að ég er staddur í Bandaríkjunum í augnablikinu,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson. En sagði: „…mun fulltrúi okkar rita í minningarbók í utanríkisráðuneytinu í Frakklandi falleg orð frá íslensku þjóðinni. Í kjölfarið munu utanríkisráðherrar og líklega varnarmálaráðherrar ræða þetta saman á okkar vettvangi og allar líkur á því að þjóðarleiðtogar muni ræða þetta sín á milli“. Ekki er efni til að gera lítið úr staðgengli sendiherra Íslands í Frakklandi, en staðgengillinn var fulltrúi okkar við athöfnina. Hingað til hefur virst sem ráðafólk okkar hafi átt frekar létt með ferðalög og þau hefur á stundum vantað hér heima, jafnvel í áríðandi umræður, til að mynda á Alþingi. Það er ekki bara hér á landi sem deilt er á æðstu ráðendur vegna fjarvistar frá París. Í Bandaríkjunum eru forsetinn og utanríkisráðherrann líka gagnrýndir fyrir það sama. John Kerry hefur gert lítið úr gagnrýninni og bent á að hann fari í opinbera heimsókn til Frakklands nú á fimmtudag. Trúlegast er meira fyrir ferðum Baracks Obama haft en íslenska forsætisráðherrans. Reyndar eigum við ekkert að horfa til þess hvað þeir kjósa að gera eða ekki, ráðamennirnir í Washington. Það er ekki okkar mál. Ljóst má vera að margir Íslendingar eru vonsviknir vegna ákvörðunar forsætisráðherra. Hann verður að sættast sig við að vera gagnrýndur fyrir. Hverju og einu okkar er fullkomlega frjálst að hafa hvaða þá skoðun sem hverju og einu okkar býr í brjósti vegna þessa máls. Voðaverkin í París þurfa að færa okkur nær hvert öðru, efla samstöðuna meðal okkar, styrkja andstöðuna gegn glæpum eins og þeim sem voru framdir í Frakklandi í síðustu viku. Til þess að raðirnar verði hvað þéttastar skiptir máli að mynda órofa heild þar sem hvert og eitt hefur hlutverk. Bæði í hugsun og framgöngu. Það var þar sem vantaði forsætisráðherra Íslands. Ekki hans vegna. Nei, vegna þess hversu alvarlegt málið er og samstaðan skiptir miklu máli. Þegar svo er, má enginn sitja heima.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar