Samfélagsábyrgð íslenskra fyrirtækja Hanna Valdís Þorsteinsdóttir og Ketill Berg Magnússon skrifar 21. nóvember 2014 06:00 Á Íslandi hafa fá fyrirtæki innleitt samfélagslega ábyrga starfshætti, þó svo vaxandi fjöldi fyrirtækja hafi að undanförnu tekið mikilvæg skref í þá átt. Þessi fyrirtæki reyna að minnka neikvæð áhrif sem starfsemi þeirra hefur á samfélagið og umhverfið og leggja af mörkum til að bæta samfélagið sem við búum í. En hvert er hlutverk yfirvalda þegar kemur að samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja á Íslandi? Almennt séð er hlutverk yfirvalda að skapa gott rekstrarumhverfi fyrir fyrirtæki og móta þær leikreglur sem í viðskiptum eiga að gilda. Það gera yfirvöld með lögum og reglum, en ekki síst með því að setja fram skýra framtíðarsýn um hvert þau telja að hlutverk fyrirtækja í samfélaginu eigi að vera og hvernig samskiptum fyrirtækja við samfélagið og náttúruna verði best háttað. Ríkið ætti að að láta verkin tala og vera fyrirmynd með rekstri ríkisstofnanna og í viðskiptum sínum við fyrirtæki og einstaklinga. Þegar kemur að samfélagsábyrgð fyrirtækja er mikilvægt að líta til sérstöðu íslensks umhverfis og efnahagslífs. Erlendis er almennt lögð áhersla á að fyrirtæki sporni gegn loftslagsbreytingum og virði mannréttindi. Mikilvægt er að íslensk fyrirtæki leggi áherslu á þessa þætti, en í ljósi þess að meirihluti íslenskrar orku kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum og að löggjöf á íslandi stendur vörð um grundvallarmannréttindi Íslendinga þá eru þetta ekki endilega þeir þættir sem fyrirtæki á Íslandi þurfa að leggja megináherslu á. Aðrir þættir eins og umhverfisvernd, ábyrgir stjórnarhættir, varnir gegn hagsmunaárekstrum, launajafnrétti kynjanna og heilindi og gagnsæi í viðskiptum eiga aftur á móti fullt erindi við flest íslensk fyrirtæki. Stefna og skilaboð stjórnvalda um samfélagsábyrgð skipta máli í þessu samhengi og vert að nefna að í nágrannalöndum okkar tíðkast að ríkisstjórnir móti heildarstefnu og framtíðarsýn um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Slíkar stefnur senda mikilvæg skilaboð til fyrirtækja og setja samfélagsábyrgð fyrirtækja í samhengi fyrir almenning. Evrópusambandið hefur gegnt mikilvægu hlutverki og hvatt meðlimaríki til að móta stefnu um samfélagsábygð fyrirtækja sem taka mið af sérkennum og helstu samfélagsáskorunum hvers ríkis fyrir sig. Norðulöndin hafa staðið mjög framarlega á þessu sviði sem og almennt varðandi samfélagsábyrgð fyrirtækja. Áherslur landanna eru mismunandi og taka mið af sérstöðu hvers lands fyrir sig, áherslum stjórnvalda, kröfum neytanda o.s.frv. Til dæmis var Svíþjóð fyrsta landið í heiminum til þess að lögskylda ríkisrekin fyrirtæki til að gefa út skýrslur um umhverfis- of samfélagsáhrif árið 2008. Noregur og Finnland hafa lagt mikla áherslu á að ríkisfyrirtæki sýni gott fordæmi þegar kemur að samfélagsábyrgð, t.d. með samfélagslega ábyrgum innkaupum. Noregur hefur einnig gegnt forystuhlutverki í samfélagslega ábyrgum fjárfestingum í gegnum olíusjóðinn, sem er brautryðjandi í slíkum fjárfestingum. Danmörk hefur staðið framarlega í að auka ábyrgð danskra fyrirtækja á vernd mannréttinda á erlendum mörkuðum og hefur verið öðrum löndum fordæmi á því sviði. Nýliðin efnahagskreppa varpaði ljósi á bresti í rekstri hjá sumum íslenskum fyrirtækjum. Í enduruppbyggingu efnahagslífsins er eðililegt að krafa sé gerð um að fyrirtæki leggi áherslu á ábyrga starfsemi. Smæð íslensks efnahags og skyldleiki íslendinga gerir fyrirtæki hér sérstaklega viðkvæm fyrir hagsmunaárekstrum og þurfa fyrirtæki að standa vörð gegn þeim. Einnig er ávinningur falinn í auknu gagnsæi og ábyrgum stjórnarháttum. Þrátt fyrir að enn ríki óvissa í íslensku efnahagslífi eru mörg fyrirtæki að rétta úr kútnum og nýta aukinn meðbyr. Þetta á við meðal annars í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og orkuiðnaði. Á sama tíma gera erlendir kaupendur sjávarafurða sífellt meiri kröfur um sjálfbærar veiðar, orkukaupendur sækjast eftir orku sem unnin er á ábyrgan hátt og ferðamenn vilja áfram geta notið óspilltrar íslenskrar náttúru á sanngjarnan máta. Krafan um aukna samfélagsábyrgð er sá veruleiki sem blasir við íslenskum fyrirtækjum. Það er því mikilvægt að yfirvöld séu með á nótunum og skapi hér rekstrarskilyrði sem hvetja til og styðja við ábyrga starfshætti. Mikilvægt skref voru tekin í þessa átt með áætlun um grænt hagkerfi á árunum 2011-2012 og óskandi er að núverandi stjórnvöld dragi ekki umhverfisvernd og samfélagsábyrgð í pólitíska dilka heldur sjái nauðsyn og tækifækin sem felast í skýrri framtíðarsýn og stefnu um samfélagsábyrgð fyrirtækja á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ketill Berg Magnússon Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi hafa fá fyrirtæki innleitt samfélagslega ábyrga starfshætti, þó svo vaxandi fjöldi fyrirtækja hafi að undanförnu tekið mikilvæg skref í þá átt. Þessi fyrirtæki reyna að minnka neikvæð áhrif sem starfsemi þeirra hefur á samfélagið og umhverfið og leggja af mörkum til að bæta samfélagið sem við búum í. En hvert er hlutverk yfirvalda þegar kemur að samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja á Íslandi? Almennt séð er hlutverk yfirvalda að skapa gott rekstrarumhverfi fyrir fyrirtæki og móta þær leikreglur sem í viðskiptum eiga að gilda. Það gera yfirvöld með lögum og reglum, en ekki síst með því að setja fram skýra framtíðarsýn um hvert þau telja að hlutverk fyrirtækja í samfélaginu eigi að vera og hvernig samskiptum fyrirtækja við samfélagið og náttúruna verði best háttað. Ríkið ætti að að láta verkin tala og vera fyrirmynd með rekstri ríkisstofnanna og í viðskiptum sínum við fyrirtæki og einstaklinga. Þegar kemur að samfélagsábyrgð fyrirtækja er mikilvægt að líta til sérstöðu íslensks umhverfis og efnahagslífs. Erlendis er almennt lögð áhersla á að fyrirtæki sporni gegn loftslagsbreytingum og virði mannréttindi. Mikilvægt er að íslensk fyrirtæki leggi áherslu á þessa þætti, en í ljósi þess að meirihluti íslenskrar orku kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum og að löggjöf á íslandi stendur vörð um grundvallarmannréttindi Íslendinga þá eru þetta ekki endilega þeir þættir sem fyrirtæki á Íslandi þurfa að leggja megináherslu á. Aðrir þættir eins og umhverfisvernd, ábyrgir stjórnarhættir, varnir gegn hagsmunaárekstrum, launajafnrétti kynjanna og heilindi og gagnsæi í viðskiptum eiga aftur á móti fullt erindi við flest íslensk fyrirtæki. Stefna og skilaboð stjórnvalda um samfélagsábyrgð skipta máli í þessu samhengi og vert að nefna að í nágrannalöndum okkar tíðkast að ríkisstjórnir móti heildarstefnu og framtíðarsýn um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Slíkar stefnur senda mikilvæg skilaboð til fyrirtækja og setja samfélagsábyrgð fyrirtækja í samhengi fyrir almenning. Evrópusambandið hefur gegnt mikilvægu hlutverki og hvatt meðlimaríki til að móta stefnu um samfélagsábygð fyrirtækja sem taka mið af sérkennum og helstu samfélagsáskorunum hvers ríkis fyrir sig. Norðulöndin hafa staðið mjög framarlega á þessu sviði sem og almennt varðandi samfélagsábyrgð fyrirtækja. Áherslur landanna eru mismunandi og taka mið af sérstöðu hvers lands fyrir sig, áherslum stjórnvalda, kröfum neytanda o.s.frv. Til dæmis var Svíþjóð fyrsta landið í heiminum til þess að lögskylda ríkisrekin fyrirtæki til að gefa út skýrslur um umhverfis- of samfélagsáhrif árið 2008. Noregur og Finnland hafa lagt mikla áherslu á að ríkisfyrirtæki sýni gott fordæmi þegar kemur að samfélagsábyrgð, t.d. með samfélagslega ábyrgum innkaupum. Noregur hefur einnig gegnt forystuhlutverki í samfélagslega ábyrgum fjárfestingum í gegnum olíusjóðinn, sem er brautryðjandi í slíkum fjárfestingum. Danmörk hefur staðið framarlega í að auka ábyrgð danskra fyrirtækja á vernd mannréttinda á erlendum mörkuðum og hefur verið öðrum löndum fordæmi á því sviði. Nýliðin efnahagskreppa varpaði ljósi á bresti í rekstri hjá sumum íslenskum fyrirtækjum. Í enduruppbyggingu efnahagslífsins er eðililegt að krafa sé gerð um að fyrirtæki leggi áherslu á ábyrga starfsemi. Smæð íslensks efnahags og skyldleiki íslendinga gerir fyrirtæki hér sérstaklega viðkvæm fyrir hagsmunaárekstrum og þurfa fyrirtæki að standa vörð gegn þeim. Einnig er ávinningur falinn í auknu gagnsæi og ábyrgum stjórnarháttum. Þrátt fyrir að enn ríki óvissa í íslensku efnahagslífi eru mörg fyrirtæki að rétta úr kútnum og nýta aukinn meðbyr. Þetta á við meðal annars í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og orkuiðnaði. Á sama tíma gera erlendir kaupendur sjávarafurða sífellt meiri kröfur um sjálfbærar veiðar, orkukaupendur sækjast eftir orku sem unnin er á ábyrgan hátt og ferðamenn vilja áfram geta notið óspilltrar íslenskrar náttúru á sanngjarnan máta. Krafan um aukna samfélagsábyrgð er sá veruleiki sem blasir við íslenskum fyrirtækjum. Það er því mikilvægt að yfirvöld séu með á nótunum og skapi hér rekstrarskilyrði sem hvetja til og styðja við ábyrga starfshætti. Mikilvægt skref voru tekin í þessa átt með áætlun um grænt hagkerfi á árunum 2011-2012 og óskandi er að núverandi stjórnvöld dragi ekki umhverfisvernd og samfélagsábyrgð í pólitíska dilka heldur sjái nauðsyn og tækifækin sem felast í skýrri framtíðarsýn og stefnu um samfélagsábyrgð fyrirtækja á Íslandi.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar