Rannsóknar- og þróunarstarf lykill að stöðugum hagvexti Svana Helen Björnsdóttir skrifar 30. október 2012 08:00 Nýverið kom út könnun á vegum ESB á viðhorfum fyrirtækja í Evrópu til fjárfestinga í rannsóknum og þróun þar sem fram kemur að evrópsk fyrirtæki efla nú rannsóknar- og þróunarstarf sitt þrátt fyrir kreppu. Skv. könnuninni gera framsæknustu fyrirtæki í löndum ESB ráð fyrir að auka fjárfestingu í rannsóknum og þróun um 4% árlega árin 2012-2014. Fyrirtækin voru einkum stærri fyrirtæki á evrópskan mælikvarða. Þau fjárfesta árlega fyrir um 45 milljarða evra í rannsóknum og þróun. Talið er að þessi upphæð sé samtals um 40% af heildarútgjöldum til rannsókna og þróunar á svæðinu sem er umtalsverður hluti af fjárfestingum atvinnulífsins í heild. Almennt eru væntingar um fjárfestingar heldur lægri að meðaltali en fram kom í svipaðri könnun á síðasta ári (5%), sem endurspeglar versnandi efnahagsástand. En niðurstöðurnar gefa samt sem áður sterkt til kynna að fyrirtækin gera sér grein fyrir mikilvægi þess að tileinka sér öflugt rannsóknar- og þróunarstarf sem lykilhvata að vexti og velsæld til framtíðar. Þau fyrirtæki sem tóku þátt í könnuninni líta á innanhúss rannsóknar- og þróunarstarf sem megindrifkraft nýsköpunar, en næst á eftir koma markaðsrannsóknir og markaðssetning á nýjum vörum. Þegar spurt var um áhrif stefnu stjórnvalda og utanaðkomandi þátta á nýsköpunarstarf þeirra lögðu fyrirtækin mikla áherslu á jákvæð áhrif fjárhagslegra hvata (þ.m.t. skattalegra), innlendra styrkja, fjárhagslegs stuðnings ESB og samstarfs opinberra og einkaaðila, bæði innanlands og á vettvangi ESB. Sömu lögmál eiga við um íslensk fyrirtæki og atvinnulíf. Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2013 veldur því verulegum vonbrigðum. Skattahækkanir og niðurskurður til háskóla, sérstaklega til tæknimenntunar á háskólastigi, draga úr getu atvinnulífsins til að skapa hagvöxt og störf. Skortur á fjárfestingu og tæknimenntuðu starfsfólki leiðir til þess að íslensk fyrirtæki þurfa mörg hver að taka út vöxt sinn erlendis. Til að snúa þeirri þróun við þarf að vinna markvisst að því að efla tæknimenntun og styðja við nýsköpunarstarf fyrirtækja. Til að koma Íslandi út úr kreppunni þarf viðvarandi hagvöxt. Undirstaðan er fjölbreytt atvinnulíf sem byggir á þekkingu og hugviti sem skapa verðmæti til útflutnings. Nýsköpun, öflugt rannsóknar- og þróunarstarf og hæft starfsfólk er nauðsynleg forsenda þess að fyrirtæki vaxi og dafni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Sjá meira
Nýverið kom út könnun á vegum ESB á viðhorfum fyrirtækja í Evrópu til fjárfestinga í rannsóknum og þróun þar sem fram kemur að evrópsk fyrirtæki efla nú rannsóknar- og þróunarstarf sitt þrátt fyrir kreppu. Skv. könnuninni gera framsæknustu fyrirtæki í löndum ESB ráð fyrir að auka fjárfestingu í rannsóknum og þróun um 4% árlega árin 2012-2014. Fyrirtækin voru einkum stærri fyrirtæki á evrópskan mælikvarða. Þau fjárfesta árlega fyrir um 45 milljarða evra í rannsóknum og þróun. Talið er að þessi upphæð sé samtals um 40% af heildarútgjöldum til rannsókna og þróunar á svæðinu sem er umtalsverður hluti af fjárfestingum atvinnulífsins í heild. Almennt eru væntingar um fjárfestingar heldur lægri að meðaltali en fram kom í svipaðri könnun á síðasta ári (5%), sem endurspeglar versnandi efnahagsástand. En niðurstöðurnar gefa samt sem áður sterkt til kynna að fyrirtækin gera sér grein fyrir mikilvægi þess að tileinka sér öflugt rannsóknar- og þróunarstarf sem lykilhvata að vexti og velsæld til framtíðar. Þau fyrirtæki sem tóku þátt í könnuninni líta á innanhúss rannsóknar- og þróunarstarf sem megindrifkraft nýsköpunar, en næst á eftir koma markaðsrannsóknir og markaðssetning á nýjum vörum. Þegar spurt var um áhrif stefnu stjórnvalda og utanaðkomandi þátta á nýsköpunarstarf þeirra lögðu fyrirtækin mikla áherslu á jákvæð áhrif fjárhagslegra hvata (þ.m.t. skattalegra), innlendra styrkja, fjárhagslegs stuðnings ESB og samstarfs opinberra og einkaaðila, bæði innanlands og á vettvangi ESB. Sömu lögmál eiga við um íslensk fyrirtæki og atvinnulíf. Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2013 veldur því verulegum vonbrigðum. Skattahækkanir og niðurskurður til háskóla, sérstaklega til tæknimenntunar á háskólastigi, draga úr getu atvinnulífsins til að skapa hagvöxt og störf. Skortur á fjárfestingu og tæknimenntuðu starfsfólki leiðir til þess að íslensk fyrirtæki þurfa mörg hver að taka út vöxt sinn erlendis. Til að snúa þeirri þróun við þarf að vinna markvisst að því að efla tæknimenntun og styðja við nýsköpunarstarf fyrirtækja. Til að koma Íslandi út úr kreppunni þarf viðvarandi hagvöxt. Undirstaðan er fjölbreytt atvinnulíf sem byggir á þekkingu og hugviti sem skapa verðmæti til útflutnings. Nýsköpun, öflugt rannsóknar- og þróunarstarf og hæft starfsfólk er nauðsynleg forsenda þess að fyrirtæki vaxi og dafni.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar