Átökum að linna í Beirút 24. október 2012 00:00 Gráir fyrir járnum Stjórnarherinn hefur verið áberandi á götum Beirút síðustu daga.nordicphotos/AFP Ró færðist yfir Líbanon í gær eftir nokkurra daga átök stjórnarhersins við mótmælendur, sem saka stjórnina um þjónkun við stjórn Bashars al Assad í Sýrlandi. Átökin brutust út eftir að yfirmaður í leyniþjónustu Líbanons, Wissam al Hassan herforingi, var myrtur á föstudag. Hinn myrti hafði verið harður andstæðingur áhrifa Sýrlandsstjórnar í Líbanon. Grunur leikur á að Sýrlandsstjórn hafi staðið á bak við morðið. Lögreglan í Líbanon segir að ýtarleg rannsókn hafi verið gerð á morðinu, en fátt hefur komið út úr henni um sökudólgana. Hezbollah-samtökin, sem hafa notið stuðnings frá Sýrlandsstjórn, eru andvíg hugmyndum um að láta hlutlausa erlenda aðila rannsaka málið. Mikil spenna er áfram í Líbanon vegna átakanna í Sýrlandi, enda er Líbanon viðkvæmast allra nágrannaríkja Sýrlands fyrir því að átökin þar flæði út fyrir landamærin. Harðvítug borgarastyrjöld geisaði í Líbanon á árunum 1975 til 1990, þar sem kristnir íbúar börðust við múslíma, og súnní-múslímar börðust við sjía-múslíma. Sýrlendingar blönduðu sér fljótt inn í átökin og hertóku Líbanon árið 1976, en hernámi Sýrlands lauk ekki fyrr en 2005, eða fimmtán árum eftir að borgarastyrjöldinni lauk. Borgarastyrjöldin kostaði um 120 þúsund manns lífið og um milljón manns flúði land. Líbanon hefur að mestu staðið utan við uppreisnarbylgjuna í arabaríkjum undanfarin misseri, líklega vegna þess að stjórnin í Líbanon stendur það veikum fótum fyrir. Stjórnin lýsti auk þess yfir stuðningi við uppreisnarmenn í öðrum löndum, en staða hennar versnaði hins vegar mjög heima fyrir eftir að hún tók afstöðu gegn uppreisnarmönnum í Sýrlandi. Íran hefur lengi verið sterkasti bandamaður stjórnar Líbanons, en stuðningur Sýrlands hefur einnig verið mikilvægur, enda þarf að fara í gegnum Sýrland til að flytja vopn og annan búnað frá Íran til Líbanons. Átökin í Sýrlandi hafa nú kostað meira en 30 þúsund manns lífið. Þau hófust snemma á síðasta ári með friðsamlegum mótmælum gegn stjórn Bashars al Assad forseta. Stjórnin tók af hörku á mótmælunum og smám saman snerust þau upp í borgarastyrjöld, sem orðið hefur æ harðvítugri með hverjum mánuðinum sem líður. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Ró færðist yfir Líbanon í gær eftir nokkurra daga átök stjórnarhersins við mótmælendur, sem saka stjórnina um þjónkun við stjórn Bashars al Assad í Sýrlandi. Átökin brutust út eftir að yfirmaður í leyniþjónustu Líbanons, Wissam al Hassan herforingi, var myrtur á föstudag. Hinn myrti hafði verið harður andstæðingur áhrifa Sýrlandsstjórnar í Líbanon. Grunur leikur á að Sýrlandsstjórn hafi staðið á bak við morðið. Lögreglan í Líbanon segir að ýtarleg rannsókn hafi verið gerð á morðinu, en fátt hefur komið út úr henni um sökudólgana. Hezbollah-samtökin, sem hafa notið stuðnings frá Sýrlandsstjórn, eru andvíg hugmyndum um að láta hlutlausa erlenda aðila rannsaka málið. Mikil spenna er áfram í Líbanon vegna átakanna í Sýrlandi, enda er Líbanon viðkvæmast allra nágrannaríkja Sýrlands fyrir því að átökin þar flæði út fyrir landamærin. Harðvítug borgarastyrjöld geisaði í Líbanon á árunum 1975 til 1990, þar sem kristnir íbúar börðust við múslíma, og súnní-múslímar börðust við sjía-múslíma. Sýrlendingar blönduðu sér fljótt inn í átökin og hertóku Líbanon árið 1976, en hernámi Sýrlands lauk ekki fyrr en 2005, eða fimmtán árum eftir að borgarastyrjöldinni lauk. Borgarastyrjöldin kostaði um 120 þúsund manns lífið og um milljón manns flúði land. Líbanon hefur að mestu staðið utan við uppreisnarbylgjuna í arabaríkjum undanfarin misseri, líklega vegna þess að stjórnin í Líbanon stendur það veikum fótum fyrir. Stjórnin lýsti auk þess yfir stuðningi við uppreisnarmenn í öðrum löndum, en staða hennar versnaði hins vegar mjög heima fyrir eftir að hún tók afstöðu gegn uppreisnarmönnum í Sýrlandi. Íran hefur lengi verið sterkasti bandamaður stjórnar Líbanons, en stuðningur Sýrlands hefur einnig verið mikilvægur, enda þarf að fara í gegnum Sýrland til að flytja vopn og annan búnað frá Íran til Líbanons. Átökin í Sýrlandi hafa nú kostað meira en 30 þúsund manns lífið. Þau hófust snemma á síðasta ári með friðsamlegum mótmælum gegn stjórn Bashars al Assad forseta. Stjórnin tók af hörku á mótmælunum og smám saman snerust þau upp í borgarastyrjöld, sem orðið hefur æ harðvítugri með hverjum mánuðinum sem líður. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira