Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2025 16:32 Donald Trump þegar hann kynnti áætlanir sínar um umfangsmikið eldflaugavarnarkerfi í Bandaríkjunum. Getty/Chip Somodevilla Fyrirtækið SpaceX, sem er í eigu Elons Musk, auðugasta manns heims, er líklegt til að hljóta tveggja milljarða dala samning frá yfirvöldum í Bandaríkjunum. Fyrirtækið mun því koma að því að þróa og framleiða gervihnattaþyrpingu sem myndi greina og fylgja eldflaugum og flugvélum en þyrpingin yrði liður í nýju eldflaugavarnakerfi sem kennt er við Donald Trump, forseta, og ber nafnið „gullhvelfingin“. Þetta er samkvæmt heimildum Wall Street Journal sem segir fregnirnar til marks um aukin áhrif SpaceX á sviði þjóðaröryggis í Bandaríkjunum. Í heildina gætu allt að sex hundruð gervihnettir myndað þessa þyrpingu en SpaceX er þar að auki að vinna að tveimur öðrum gervihnattaþyrpingum fyrir herafla Bandaríkjanna. Önnur þyrpingin kallast Milnet og gengur út á að flytja skilaboð, upplýsingar og gögn, og hin snýst um að koma hundruð smárra njósnagervihnatta, sem eiga meðal annars að geta myndað yfirborð jarðarinnar í góðum gæðum, á braut um jörðu fyrir herinn og leyniþjónustur Bandaríkjanna. Sjá einnig: SpaceX vinnur að þyrpingu njósnagervihnatta Gullhvelfingunni hefur verið lýst sem samblöndu gervihnatta og annarra kerfa sem eiga að finna eldflaugar sem skotið er að Bandaríkjunum og granda þeim. Enn sem komið er hefur varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna ekki gefið upp ítarlegar upplýsingar um hvernig kerfið á að virka. Þá hefur ráðuneytið ekki gert mjög stóra samninga vegna kerfisins en heimildarmenn WSJ segja von á frekari upplýsingum á næstu vikum. Trump hefur áður sagt að Gullhvelfingin muni kosta um 175 milljarða dala og vill hann að kerfið verði komið í notkun áður en kjörtímabili hans lýkur í upphafi árs 2029. Sérfræðingar segja líklegt að verðmiðinn verði á endanum mun stærri. Kostnaðurinn gæti farið í mörg hundruð milljarða. Umsvif SpaceX í geimnum hafa aukist til muna á undanförnum árum en forsvarsmenn fyrirtækisins sögðu um miðjan október að búið væri að koma rúmlega tíu þúsund Starlink-gervihnöttum á braut um jörðu. Það er gervihnattaþyrping sem hægt er að nota til að komast á netið nánast hvar sem er í heiminum. SpaceX hefur sett fjölmarga gervihnetti á vegum yfirvalda í Bandaríkjunum á braut um jörðu og hefur flutt geimfara og birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. SpaceX Bandaríkin Donald Trump Geimurinn Hernaður Tengdar fréttir Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í nótt umfangsmikið frumvarp sem felur í sér um 4,5 billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála. Milljónir manna eru taldar missa aðgang að heilbrigðisþjónustu og mataraðstoð verði frumvarpið að lögum. 22. maí 2025 12:22 Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Valdimír Pútín, forseti Rússlands, skoraði í morgun Vesturlönd á hólm í Úkraínu. Pútín sagði að Vesturlönd ættu að koma öllum sínum bestu loftvarnarkerfum fyrir í Kænugarði og reyna að stöðva eldflaugaárás Rússa á borgina. Hann sagði vestræn loftvarnarkerfi ekki eiga séns á að stöðva nýlega eldflaug Rússa. 19. desember 2024 13:39 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Þetta er samkvæmt heimildum Wall Street Journal sem segir fregnirnar til marks um aukin áhrif SpaceX á sviði þjóðaröryggis í Bandaríkjunum. Í heildina gætu allt að sex hundruð gervihnettir myndað þessa þyrpingu en SpaceX er þar að auki að vinna að tveimur öðrum gervihnattaþyrpingum fyrir herafla Bandaríkjanna. Önnur þyrpingin kallast Milnet og gengur út á að flytja skilaboð, upplýsingar og gögn, og hin snýst um að koma hundruð smárra njósnagervihnatta, sem eiga meðal annars að geta myndað yfirborð jarðarinnar í góðum gæðum, á braut um jörðu fyrir herinn og leyniþjónustur Bandaríkjanna. Sjá einnig: SpaceX vinnur að þyrpingu njósnagervihnatta Gullhvelfingunni hefur verið lýst sem samblöndu gervihnatta og annarra kerfa sem eiga að finna eldflaugar sem skotið er að Bandaríkjunum og granda þeim. Enn sem komið er hefur varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna ekki gefið upp ítarlegar upplýsingar um hvernig kerfið á að virka. Þá hefur ráðuneytið ekki gert mjög stóra samninga vegna kerfisins en heimildarmenn WSJ segja von á frekari upplýsingum á næstu vikum. Trump hefur áður sagt að Gullhvelfingin muni kosta um 175 milljarða dala og vill hann að kerfið verði komið í notkun áður en kjörtímabili hans lýkur í upphafi árs 2029. Sérfræðingar segja líklegt að verðmiðinn verði á endanum mun stærri. Kostnaðurinn gæti farið í mörg hundruð milljarða. Umsvif SpaceX í geimnum hafa aukist til muna á undanförnum árum en forsvarsmenn fyrirtækisins sögðu um miðjan október að búið væri að koma rúmlega tíu þúsund Starlink-gervihnöttum á braut um jörðu. Það er gervihnattaþyrping sem hægt er að nota til að komast á netið nánast hvar sem er í heiminum. SpaceX hefur sett fjölmarga gervihnetti á vegum yfirvalda í Bandaríkjunum á braut um jörðu og hefur flutt geimfara og birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar.
SpaceX Bandaríkin Donald Trump Geimurinn Hernaður Tengdar fréttir Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í nótt umfangsmikið frumvarp sem felur í sér um 4,5 billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála. Milljónir manna eru taldar missa aðgang að heilbrigðisþjónustu og mataraðstoð verði frumvarpið að lögum. 22. maí 2025 12:22 Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Valdimír Pútín, forseti Rússlands, skoraði í morgun Vesturlönd á hólm í Úkraínu. Pútín sagði að Vesturlönd ættu að koma öllum sínum bestu loftvarnarkerfum fyrir í Kænugarði og reyna að stöðva eldflaugaárás Rússa á borgina. Hann sagði vestræn loftvarnarkerfi ekki eiga séns á að stöðva nýlega eldflaug Rússa. 19. desember 2024 13:39 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í nótt umfangsmikið frumvarp sem felur í sér um 4,5 billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála. Milljónir manna eru taldar missa aðgang að heilbrigðisþjónustu og mataraðstoð verði frumvarpið að lögum. 22. maí 2025 12:22
Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Valdimír Pútín, forseti Rússlands, skoraði í morgun Vesturlönd á hólm í Úkraínu. Pútín sagði að Vesturlönd ættu að koma öllum sínum bestu loftvarnarkerfum fyrir í Kænugarði og reyna að stöðva eldflaugaárás Rússa á borgina. Hann sagði vestræn loftvarnarkerfi ekki eiga séns á að stöðva nýlega eldflaug Rússa. 19. desember 2024 13:39