Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2025 11:51 Frá mótmælum fyrir utan Sde Teiman fangabúðirnar fyrr á þessu ári. Getty/Mostafa Alkharouf Æðsti lögmaður ísraelska hersins sagði af sér í morgun vegna myndbands sem lekið var til fjölmiðla í fyrra. Það sýndi ísraelska hermenn umkringja palestínskan fanga og hafa hermennirnir verið sakaðir um að misþyrma honum kynferðislega en rannsókn á leka þessum var opnuð fyrr í vikunni. Herforinginn Yifat Tomer-Yerushalmi var æðsti lögmaður ísraelska hersins en hefur verið í leyfi frá því lögreglurannsóknin hófst í vikunni og er búist við því að hún verði yfirheyrð á næstu dögum, samkvæmt frétt Times of Israel. Hún sagði af sér á fundi með Eyal Zamir, formanni herforingjaráðs Ísraels, í morgun. Þar er hún sögð hafa tilkynnt Zamir að hún bæri ábyrgð á því að myndbandið hefði ratað í hendur fjölmiðlafólks. Umrætt myndband sýndi hermenn taka einn fanga í búðunum Sde Teiman til hliðar. Þeir umkringdu fangann með skjöldum, svo ekki sæist nákvæmlega hvað þeir gerðu en þeir hafa verið sakaðir um að brjóta á honum kynferðislega. Fanginn var svo fluttur á sjúkrahús með alvarlega áverka. Hann hlaut meðal annars brotin rifbein og rifinn endaþarm. Handtökur á hermönnum í kjölfar birtingar myndbandsins reiddu til mikillar reiði meðal íhaldsmanna í Ísrael, sem reyndu að brjóta sér leið inn á herstöð til að reyna að koma í veg fyrir handtökur. Fimm hermenn voru ákærðir vegna brotsins fyrr á þessu ári en ákærurnar eru sagðar byggja á umtalsverðum sönnunargögnum og upptökum úr öryggismyndavélum í fangabúðunum. Defense Minister Israel Katz announces that the IDF's top lawyer, Maj. Gen. Yifat Tomer-Yerushalmi will be dismissed over her alleged involvement in the leaking of a surveillance video from the Sde Teiman detention facility, which purported to show soldiers severely abusing a… pic.twitter.com/wxXHVhuQ98— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) October 31, 2025 Gagnrýnd harðlega af ráðherrum Fjölmiðlar í Ísrael segja að lögreglurannsókn á leka myndbandsins eigi sér uppruna í því að starfsmaður á skrifstofu Tomer-Yerushalmi hafi nýverið verið látinn gangast hefðbundið lygapróf og þá hafi hann verið spurður út í leka myndbandsins. Hann hafi sagt ósatt og það hafi leitt til rannsóknar og síðan afsagnar herforingjans. Israel Katz, mjög íhaldssamur varnarmálaráðherra Ísrael, lýsti því yfir í morgun, samkvæmt TOI, að Tomer-Yerushalmi hefði átt að segja af sér. Enginn sem dreifði gyðingahatri gegn ísraelskum hermönnum, eins og hún hefði gert, ætti rétt á því að klæðast einkennisbúningi ísraelska hersins. Þá hefur Al Jazeera eftir Gideon Saar, utanríkisráðherra Ísrael, að Tomer-Yerushalmi hafi valdið miklum skaða á orðstír ísraelska ríkisins og ísraelska hersins. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mannréttindi Erlend sakamál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Herforinginn Yifat Tomer-Yerushalmi var æðsti lögmaður ísraelska hersins en hefur verið í leyfi frá því lögreglurannsóknin hófst í vikunni og er búist við því að hún verði yfirheyrð á næstu dögum, samkvæmt frétt Times of Israel. Hún sagði af sér á fundi með Eyal Zamir, formanni herforingjaráðs Ísraels, í morgun. Þar er hún sögð hafa tilkynnt Zamir að hún bæri ábyrgð á því að myndbandið hefði ratað í hendur fjölmiðlafólks. Umrætt myndband sýndi hermenn taka einn fanga í búðunum Sde Teiman til hliðar. Þeir umkringdu fangann með skjöldum, svo ekki sæist nákvæmlega hvað þeir gerðu en þeir hafa verið sakaðir um að brjóta á honum kynferðislega. Fanginn var svo fluttur á sjúkrahús með alvarlega áverka. Hann hlaut meðal annars brotin rifbein og rifinn endaþarm. Handtökur á hermönnum í kjölfar birtingar myndbandsins reiddu til mikillar reiði meðal íhaldsmanna í Ísrael, sem reyndu að brjóta sér leið inn á herstöð til að reyna að koma í veg fyrir handtökur. Fimm hermenn voru ákærðir vegna brotsins fyrr á þessu ári en ákærurnar eru sagðar byggja á umtalsverðum sönnunargögnum og upptökum úr öryggismyndavélum í fangabúðunum. Defense Minister Israel Katz announces that the IDF's top lawyer, Maj. Gen. Yifat Tomer-Yerushalmi will be dismissed over her alleged involvement in the leaking of a surveillance video from the Sde Teiman detention facility, which purported to show soldiers severely abusing a… pic.twitter.com/wxXHVhuQ98— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) October 31, 2025 Gagnrýnd harðlega af ráðherrum Fjölmiðlar í Ísrael segja að lögreglurannsókn á leka myndbandsins eigi sér uppruna í því að starfsmaður á skrifstofu Tomer-Yerushalmi hafi nýverið verið látinn gangast hefðbundið lygapróf og þá hafi hann verið spurður út í leka myndbandsins. Hann hafi sagt ósatt og það hafi leitt til rannsóknar og síðan afsagnar herforingjans. Israel Katz, mjög íhaldssamur varnarmálaráðherra Ísrael, lýsti því yfir í morgun, samkvæmt TOI, að Tomer-Yerushalmi hefði átt að segja af sér. Enginn sem dreifði gyðingahatri gegn ísraelskum hermönnum, eins og hún hefði gert, ætti rétt á því að klæðast einkennisbúningi ísraelska hersins. Þá hefur Al Jazeera eftir Gideon Saar, utanríkisráðherra Ísrael, að Tomer-Yerushalmi hafi valdið miklum skaða á orðstír ísraelska ríkisins og ísraelska hersins.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mannréttindi Erlend sakamál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira