Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2025 11:51 Frá mótmælum fyrir utan Sde Teiman fangabúðirnar fyrr á þessu ári. Getty/Mostafa Alkharouf Æðsti lögmaður ísraelska hersins sagði af sér í morgun vegna myndbands sem lekið var til fjölmiðla í fyrra. Það sýndi ísraelska hermenn umkringja palestínskan fanga og hafa hermennirnir verið sakaðir um að misþyrma honum kynferðislega en rannsókn á leka þessum var opnuð fyrr í vikunni. Herforinginn Yifat Tomer-Yerushalmi var æðsti lögmaður ísraelska hersins en hefur verið í leyfi frá því lögreglurannsóknin hófst í vikunni og er búist við því að hún verði yfirheyrð á næstu dögum, samkvæmt frétt Times of Israel. Hún sagði af sér á fundi með Eyal Zamir, formanni herforingjaráðs Ísraels, í morgun. Þar er hún sögð hafa tilkynnt Zamir að hún bæri ábyrgð á því að myndbandið hefði ratað í hendur fjölmiðlafólks. Umrætt myndband sýndi hermenn taka einn fanga í búðunum Sde Teiman til hliðar. Þeir umkringdu fangann með skjöldum, svo ekki sæist nákvæmlega hvað þeir gerðu en þeir hafa verið sakaðir um að brjóta á honum kynferðislega. Fanginn var svo fluttur á sjúkrahús með alvarlega áverka. Hann hlaut meðal annars brotin rifbein og rifinn endaþarm. Handtökur á hermönnum í kjölfar birtingar myndbandsins reiddu til mikillar reiði meðal íhaldsmanna í Ísrael, sem reyndu að brjóta sér leið inn á herstöð til að reyna að koma í veg fyrir handtökur. Fimm hermenn voru ákærðir vegna brotsins fyrr á þessu ári en ákærurnar eru sagðar byggja á umtalsverðum sönnunargögnum og upptökum úr öryggismyndavélum í fangabúðunum. Defense Minister Israel Katz announces that the IDF's top lawyer, Maj. Gen. Yifat Tomer-Yerushalmi will be dismissed over her alleged involvement in the leaking of a surveillance video from the Sde Teiman detention facility, which purported to show soldiers severely abusing a… pic.twitter.com/wxXHVhuQ98— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) October 31, 2025 Gagnrýnd harðlega af ráðherrum Fjölmiðlar í Ísrael segja að lögreglurannsókn á leka myndbandsins eigi sér uppruna í því að starfsmaður á skrifstofu Tomer-Yerushalmi hafi nýverið verið látinn gangast hefðbundið lygapróf og þá hafi hann verið spurður út í leka myndbandsins. Hann hafi sagt ósatt og það hafi leitt til rannsóknar og síðan afsagnar herforingjans. Israel Katz, mjög íhaldssamur varnarmálaráðherra Ísrael, lýsti því yfir í morgun, samkvæmt TOI, að Tomer-Yerushalmi hefði átt að segja af sér. Enginn sem dreifði gyðingahatri gegn ísraelskum hermönnum, eins og hún hefði gert, ætti rétt á því að klæðast einkennisbúningi ísraelska hersins. Þá hefur Al Jazeera eftir Gideon Saar, utanríkisráðherra Ísrael, að Tomer-Yerushalmi hafi valdið miklum skaða á orðstír ísraelska ríkisins og ísraelska hersins. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mannréttindi Erlend sakamál Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Herforinginn Yifat Tomer-Yerushalmi var æðsti lögmaður ísraelska hersins en hefur verið í leyfi frá því lögreglurannsóknin hófst í vikunni og er búist við því að hún verði yfirheyrð á næstu dögum, samkvæmt frétt Times of Israel. Hún sagði af sér á fundi með Eyal Zamir, formanni herforingjaráðs Ísraels, í morgun. Þar er hún sögð hafa tilkynnt Zamir að hún bæri ábyrgð á því að myndbandið hefði ratað í hendur fjölmiðlafólks. Umrætt myndband sýndi hermenn taka einn fanga í búðunum Sde Teiman til hliðar. Þeir umkringdu fangann með skjöldum, svo ekki sæist nákvæmlega hvað þeir gerðu en þeir hafa verið sakaðir um að brjóta á honum kynferðislega. Fanginn var svo fluttur á sjúkrahús með alvarlega áverka. Hann hlaut meðal annars brotin rifbein og rifinn endaþarm. Handtökur á hermönnum í kjölfar birtingar myndbandsins reiddu til mikillar reiði meðal íhaldsmanna í Ísrael, sem reyndu að brjóta sér leið inn á herstöð til að reyna að koma í veg fyrir handtökur. Fimm hermenn voru ákærðir vegna brotsins fyrr á þessu ári en ákærurnar eru sagðar byggja á umtalsverðum sönnunargögnum og upptökum úr öryggismyndavélum í fangabúðunum. Defense Minister Israel Katz announces that the IDF's top lawyer, Maj. Gen. Yifat Tomer-Yerushalmi will be dismissed over her alleged involvement in the leaking of a surveillance video from the Sde Teiman detention facility, which purported to show soldiers severely abusing a… pic.twitter.com/wxXHVhuQ98— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) October 31, 2025 Gagnrýnd harðlega af ráðherrum Fjölmiðlar í Ísrael segja að lögreglurannsókn á leka myndbandsins eigi sér uppruna í því að starfsmaður á skrifstofu Tomer-Yerushalmi hafi nýverið verið látinn gangast hefðbundið lygapróf og þá hafi hann verið spurður út í leka myndbandsins. Hann hafi sagt ósatt og það hafi leitt til rannsóknar og síðan afsagnar herforingjans. Israel Katz, mjög íhaldssamur varnarmálaráðherra Ísrael, lýsti því yfir í morgun, samkvæmt TOI, að Tomer-Yerushalmi hefði átt að segja af sér. Enginn sem dreifði gyðingahatri gegn ísraelskum hermönnum, eins og hún hefði gert, ætti rétt á því að klæðast einkennisbúningi ísraelska hersins. Þá hefur Al Jazeera eftir Gideon Saar, utanríkisráðherra Ísrael, að Tomer-Yerushalmi hafi valdið miklum skaða á orðstír ísraelska ríkisins og ísraelska hersins.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mannréttindi Erlend sakamál Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira