Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2025 16:05 Mohammed Hamdan Dagalo, stjórnar Rapid support Forces eða RSF. Sveitirnar voru stofnaðar árið 2013 og tóku þátt í bardögum gegn uppreisnarmönnum í Darfur. Meðlimir þeirra hafa lengi verið sakðir um ýmis ódæði. AP/Mahmoud Hjaj Leyniþjónustur Bandaríkjanna og embættismenn í Evrópu, Líbíu og Egyptalandi segja að ráðamenn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafi aukið hergagnasendingar til vígamanna Rapid support forces (RSF) í Súdan á þessu ári. Kínverskir drónar hafa verið sendir til vígamannanna, auk stórskotaliðsvopna, farartækja, vélbyssa og skotfæra, svo eitthvað sé nefnt. Furstadæmin hafa um nokkurt skeið staðið við bak RSF síðan átökin milli hópsins og stjórnarhersins hófust árið 2023. Þegar stjórnarher Súdan óx ásmegin gegn RSF og stjórnarherinn frelsaði Khartoum, höfuðborg landsins, úr höndum vígamanna í mars, voru hergagnasendingarnar auknar til muna. Þar að auki hafa furstadæmin ráðið málaliða til að aðstoða RSF gegn stjórnarhernum. Sjá einnig: Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Með þessari aðstoð tókst stjórnendum RSF að snúa vörn í sókn og hefja eitt skæðasta tímabil átakanna mannskæðu. Vígamenn hafa gert umfangsmiklar árásir gegn stjórnarhernum í norðanverðu Darfur-héraði og brutu þeir varnir stjórnarhersins í El Fasher á bak aftur um helgina, eftir um átján mánaða umsátur. Síðan þá hafa borist fregnir af grimmilegum ódæðum gegn óbreyttum borgurum sem mannréttindasamtök hafa líkt við þjóðarmorðin í Rúanda á árum áður. 460 myrtir á sjúkrahúsi Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, segir að 460 sjúklingar og tengt fólk hafi verið myrt á fæðingarspítala í borginni, eftir að hún féll í hendur RSF-liða. Það fylgi á hæla árása gegn heilbrigðisstarfsfólki, sem hafi einnig ítrekað verið rænt. Ghebreyesus segir að fyrir þessa viku hafi WHO staðfest 185 árásir á heilbrigðisstofnanir í Súdan. Í þeim hafi 1.204 heilbrigðisstarfsmenn og sjúklingar dáið og 416 hafi særst. Hann kallar eftir vopnahléi. .@WHO is appalled and deeply shocked by reports of the tragic killing of more than 460 patients and companions at Saudi Maternity Hospital in El Fasher, #Sudan, following recent attacks and the abduction of health workers. Prior to this latest attack, WHO has verified 185… pic.twitter.com/CbAjtqYUAh— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) October 29, 2025 Abdel Fattah Al Burhan, leiðtogi hers Súdan, og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. RSF var lengi með yfirhöndina í átökunum en stjórnarherinn sótti svo verulega á í fyrra og í upphafi þessa árs. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Milljónir hafa lengi staðið frammi fyrir hungursneyð vegna átakanna. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Að minnsta kosti fjórtán milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna og hafa að minnsta kosti 150 þúsund fallið vegna þeirra. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að tugir milljóna þurfi aðstoð. Flytja hergögn gegnum Tjad Fregnir af stuðningi furstadæmanna við RSF eru ekki nýjar af nálinni. New York Times sagði frá því í fyrra að ríkið hefði stutt vígamennina á laun um langt skeið. Þá voru furstadæmin sögð nota hjálparstarf Rauða hálfmánans til að smygla peningum, vopnum og drónum til RSF í Súdan og oft í gegnum Tjad. Árið 2023 sögðu yfirvöld furstadæmanna frá því að til stæði að reisa sjúkrahús í Tjad, nærri landamærum Súdan, og þar ætti að hlúa að flóttafólki frá Súdan. Ráðamenn í Bandaríkjunum komust þó fljótt að því að RSF-liðar voru fluttir að sjúkrahúsinu og flugvélar sem áttu að flytja lyf og aðrar nauðsynjar fluttu þess í stað vopn sem smyglað var til Súdan. Í yfirlýsingu til WSJ segir utanríkisráðuneyti Sameinuðu arabísku furstadæmanna að fregnir af hergagnasendingum ríkisins til Súdan séu rangar. Talsmaður RSF sagði þetta lygar sem stjórnarherinn hefði dreift. Stuðningurinn „það eina“ sem haldið hefur RSF í átökunum Í frétt Wall Street Journal segir að vopnasendingar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reitt bandaríska embættismenn til reiði. Bandaríkjamenn hafa reynt að miðla milli fylkinga í Súdan en síðasta tilraun fór í súginn á föstudaginn. Bandaríkjamenn hafa aldrei gagnrýnt furstadæmin opinberlega vegna stuðningsins við RSF en hafa þess í stað gagnrýnt alla utanaðkomandi aðila fyrir að senda vopn til Súdan. Furstadæmin hafa um árabil verið mikilvægt bandalagsríki Bandaríkjanna. Ráðamenn þar voru fyrstir til að opna á opinber samskipti við Ísrael, að beiðni Bandaríkjamanna og á grunni Abraham-sáttmálans. Þeir hafa einnig komið að friðaráætlun Trumps á Gasaströndinni og hýsa bandaríska flugmenn í stórri herstöð nærri Dubaí. Meðal vopna RSF sem stjórnerherinn hefur lagt hald á.AP Cameron Hudson, sem hefur starfað í nokkrum ríkisstjórnum Bandaríkjanna sem sérstakur erindreki gagnvart Súdan, segir furstadæmin bera mikla ábyrgð á átökunum. „Það eina sem heldur þeim [RSF] áfram í stríðinu er þessi umfangsmikla hernaðaraðstoð sem þeir fá frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum,“ sagði Hudson. Flutningur vopna til Súdan er bannaður, samkvæmt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Furstadæmin hafa mikilla hagsmuna að gæta í Súdan. Abdel Fattah Al Burhan og ríkisstjórn hans hafnaði í fyrra umfangsmiklum samningi við furstadæmin um að byggja höfn við Rauðahafið í framtíðinni. Þá má finna mikið magn af gulli í jörðu í Súdan og það hefur um árabil að miklu leyti verið flutt til Dubaí. Furstadæmin hafa átt í mjög umfangsmiklum fjárfestingum í Súdan í gegnum árin. Súdan Sameinuðu arabísku furstadæmin Hernaður Bandaríkin Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Furstadæmin hafa um nokkurt skeið staðið við bak RSF síðan átökin milli hópsins og stjórnarhersins hófust árið 2023. Þegar stjórnarher Súdan óx ásmegin gegn RSF og stjórnarherinn frelsaði Khartoum, höfuðborg landsins, úr höndum vígamanna í mars, voru hergagnasendingarnar auknar til muna. Þar að auki hafa furstadæmin ráðið málaliða til að aðstoða RSF gegn stjórnarhernum. Sjá einnig: Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Með þessari aðstoð tókst stjórnendum RSF að snúa vörn í sókn og hefja eitt skæðasta tímabil átakanna mannskæðu. Vígamenn hafa gert umfangsmiklar árásir gegn stjórnarhernum í norðanverðu Darfur-héraði og brutu þeir varnir stjórnarhersins í El Fasher á bak aftur um helgina, eftir um átján mánaða umsátur. Síðan þá hafa borist fregnir af grimmilegum ódæðum gegn óbreyttum borgurum sem mannréttindasamtök hafa líkt við þjóðarmorðin í Rúanda á árum áður. 460 myrtir á sjúkrahúsi Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, segir að 460 sjúklingar og tengt fólk hafi verið myrt á fæðingarspítala í borginni, eftir að hún féll í hendur RSF-liða. Það fylgi á hæla árása gegn heilbrigðisstarfsfólki, sem hafi einnig ítrekað verið rænt. Ghebreyesus segir að fyrir þessa viku hafi WHO staðfest 185 árásir á heilbrigðisstofnanir í Súdan. Í þeim hafi 1.204 heilbrigðisstarfsmenn og sjúklingar dáið og 416 hafi særst. Hann kallar eftir vopnahléi. .@WHO is appalled and deeply shocked by reports of the tragic killing of more than 460 patients and companions at Saudi Maternity Hospital in El Fasher, #Sudan, following recent attacks and the abduction of health workers. Prior to this latest attack, WHO has verified 185… pic.twitter.com/CbAjtqYUAh— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) October 29, 2025 Abdel Fattah Al Burhan, leiðtogi hers Súdan, og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. RSF var lengi með yfirhöndina í átökunum en stjórnarherinn sótti svo verulega á í fyrra og í upphafi þessa árs. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Milljónir hafa lengi staðið frammi fyrir hungursneyð vegna átakanna. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Að minnsta kosti fjórtán milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna og hafa að minnsta kosti 150 þúsund fallið vegna þeirra. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að tugir milljóna þurfi aðstoð. Flytja hergögn gegnum Tjad Fregnir af stuðningi furstadæmanna við RSF eru ekki nýjar af nálinni. New York Times sagði frá því í fyrra að ríkið hefði stutt vígamennina á laun um langt skeið. Þá voru furstadæmin sögð nota hjálparstarf Rauða hálfmánans til að smygla peningum, vopnum og drónum til RSF í Súdan og oft í gegnum Tjad. Árið 2023 sögðu yfirvöld furstadæmanna frá því að til stæði að reisa sjúkrahús í Tjad, nærri landamærum Súdan, og þar ætti að hlúa að flóttafólki frá Súdan. Ráðamenn í Bandaríkjunum komust þó fljótt að því að RSF-liðar voru fluttir að sjúkrahúsinu og flugvélar sem áttu að flytja lyf og aðrar nauðsynjar fluttu þess í stað vopn sem smyglað var til Súdan. Í yfirlýsingu til WSJ segir utanríkisráðuneyti Sameinuðu arabísku furstadæmanna að fregnir af hergagnasendingum ríkisins til Súdan séu rangar. Talsmaður RSF sagði þetta lygar sem stjórnarherinn hefði dreift. Stuðningurinn „það eina“ sem haldið hefur RSF í átökunum Í frétt Wall Street Journal segir að vopnasendingar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reitt bandaríska embættismenn til reiði. Bandaríkjamenn hafa reynt að miðla milli fylkinga í Súdan en síðasta tilraun fór í súginn á föstudaginn. Bandaríkjamenn hafa aldrei gagnrýnt furstadæmin opinberlega vegna stuðningsins við RSF en hafa þess í stað gagnrýnt alla utanaðkomandi aðila fyrir að senda vopn til Súdan. Furstadæmin hafa um árabil verið mikilvægt bandalagsríki Bandaríkjanna. Ráðamenn þar voru fyrstir til að opna á opinber samskipti við Ísrael, að beiðni Bandaríkjamanna og á grunni Abraham-sáttmálans. Þeir hafa einnig komið að friðaráætlun Trumps á Gasaströndinni og hýsa bandaríska flugmenn í stórri herstöð nærri Dubaí. Meðal vopna RSF sem stjórnerherinn hefur lagt hald á.AP Cameron Hudson, sem hefur starfað í nokkrum ríkisstjórnum Bandaríkjanna sem sérstakur erindreki gagnvart Súdan, segir furstadæmin bera mikla ábyrgð á átökunum. „Það eina sem heldur þeim [RSF] áfram í stríðinu er þessi umfangsmikla hernaðaraðstoð sem þeir fá frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum,“ sagði Hudson. Flutningur vopna til Súdan er bannaður, samkvæmt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Furstadæmin hafa mikilla hagsmuna að gæta í Súdan. Abdel Fattah Al Burhan og ríkisstjórn hans hafnaði í fyrra umfangsmiklum samningi við furstadæmin um að byggja höfn við Rauðahafið í framtíðinni. Þá má finna mikið magn af gulli í jörðu í Súdan og það hefur um árabil að miklu leyti verið flutt til Dubaí. Furstadæmin hafa átt í mjög umfangsmiklum fjárfestingum í Súdan í gegnum árin.
Súdan Sameinuðu arabísku furstadæmin Hernaður Bandaríkin Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira