Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2025 13:29 Tæknimenn dönsku lögreglunnar á vettvangi sprenginga við ísraelska sendiráðið í Hellerup í október árið 2024. Vísir/EPA Tveir ungir sænskir ríkisborgarar sem eru taldir hafa kastað handsprengjum að ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn í fyrra voru ákærðir fyrir hryðjuverk og tilraun til hryðjuverka. Málið er það fyrsta sinnar tegundar í Danmörku sem varðar hryðjuverk sem var fullframið. Handsprengjurnar sprungu við íbúðarhús nærri sendiráði Ísraels í Hellerup, úthverfi Kaupmannahafnar aðfararnótt 2. október í fyrra. Engan sakaði en þær ollu skemmdum á nærliggjandi byggingum. Mennirnir sem eru ákærðir eru átján og tuttugu ára gamlir, að því er segir í frétt danska ríkisútvarpsins. Þeir eru sagði hafa flutt fimm handsprengjur með sér í grennd sendiráðsins. Fyrir þeim hafi vakað að kasta þeim í sendiráðið og að það teljist hryðjuverk, að sögn Lise-Lotte Nilas, saksóknara í Kaupmannahöfn. Þeir eru taldir hafa lagt á ráðin um verknaðinn í sameiningu og í samráði við einn eða fleiri óþekkta vitorðsmenn. Daginn fyrir sprengingarnar var byssuskotum hleypt af við ísraelska sendiráðið í Stokkhólmi. Síðar í sama mánuði var skotum enn hleypt af við hergagnaverksmiðju dótturfélags ísraelsks fyrirtækis í Gautaborg. Um þetta leyti var ár liðið frá því að hernaður Ísraelshers á Gasaströndinni hófst. Réttarhöld eiga að hefjast í næsta mánuði Til viðbótar við hryðjuverk og tilraun til þeirra eru tvímenningarnir ákærðir fyrir að stefna lífi öryggisvarða við sendiráðið í hættu og tilraun til manndráps. Sakborningarnir voru handteknir nokkrum klukkustundum eftir sprengingarnar á aðallestarstöðinni í Kaupmannahöfn við mikinn lögregluviðbúnað. Málið gegn Svíunum tveimur verður tekið fyrir í Kaupmannahöfn í næsta mánuði. Saksóknarar krefjast þess að þeir verði dæmdir til fangelsisvistar og að þeim verði vísað úr landi og bannað að koma til Danmerkur varanlega. Danmörk Svíþjóð Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Sjá meira
Handsprengjurnar sprungu við íbúðarhús nærri sendiráði Ísraels í Hellerup, úthverfi Kaupmannahafnar aðfararnótt 2. október í fyrra. Engan sakaði en þær ollu skemmdum á nærliggjandi byggingum. Mennirnir sem eru ákærðir eru átján og tuttugu ára gamlir, að því er segir í frétt danska ríkisútvarpsins. Þeir eru sagði hafa flutt fimm handsprengjur með sér í grennd sendiráðsins. Fyrir þeim hafi vakað að kasta þeim í sendiráðið og að það teljist hryðjuverk, að sögn Lise-Lotte Nilas, saksóknara í Kaupmannahöfn. Þeir eru taldir hafa lagt á ráðin um verknaðinn í sameiningu og í samráði við einn eða fleiri óþekkta vitorðsmenn. Daginn fyrir sprengingarnar var byssuskotum hleypt af við ísraelska sendiráðið í Stokkhólmi. Síðar í sama mánuði var skotum enn hleypt af við hergagnaverksmiðju dótturfélags ísraelsks fyrirtækis í Gautaborg. Um þetta leyti var ár liðið frá því að hernaður Ísraelshers á Gasaströndinni hófst. Réttarhöld eiga að hefjast í næsta mánuði Til viðbótar við hryðjuverk og tilraun til þeirra eru tvímenningarnir ákærðir fyrir að stefna lífi öryggisvarða við sendiráðið í hættu og tilraun til manndráps. Sakborningarnir voru handteknir nokkrum klukkustundum eftir sprengingarnar á aðallestarstöðinni í Kaupmannahöfn við mikinn lögregluviðbúnað. Málið gegn Svíunum tveimur verður tekið fyrir í Kaupmannahöfn í næsta mánuði. Saksóknarar krefjast þess að þeir verði dæmdir til fangelsisvistar og að þeim verði vísað úr landi og bannað að koma til Danmerkur varanlega.
Danmörk Svíþjóð Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Sjá meira