Evrópa unga fólksins er fyrir þig! Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 8. ágúst 2012 06:00 Evrópa unga fólksins eða EUF er styrkjaáætlun sem ætluð er ungu fólki á aldrinum 13-30 ára og þeim sem starfa með ungu fólki. EUF býður upp á sjö tegundir styrkja sem allir eiga það sameiginlegt að snúa að ungu fólki. Þessir sjö flokkar eru: ungmennaskipti, frumkvæði ungs fólks, lýðræðisverkefni, sjálfboðaliðastarf, þjálfun og samstarf, fundir ungs fólks og námskeið í Evrópu. Ég hef tekið þátt í þremur námskeiðum sem ætluð voru fólki sem vinnur með ungu fólki og tekið þátt í tveimur ungmennaskiptum. Fyrsta námskeiðið sem ég fór á hét ATOQ og var haldið í Frakklandi. Námskeiðið var fyrir starfsfólk sem hafði haldið utan um ungmennaskipti og var kafað á dýptina um það hvernig hægt er að auka gæði ungmennaskipta. Á þessu námskeiði voru þjálfarar héðan og þaðan úr Evrópu og var námskeiðið frábær blanda af skemmtilegum æfingum, leikjum og fræðslu. Næsta námskeið sem ég sótti hét How to Get in the Game og var það haldið í Berlín. Á þessu námskeiði voru saman komnir starfsmenn í æskulýðsgeiranum, ungir frumkvöðlar og ungir listamenn. Markmiðið með námskeiðinu var að leiða saman þessa þrjá ólíku hópa og finna út hvernig þeir gætu unnið saman. Hvað æskulýðsstarfsmaðurinn gat gert fyrir ungt skapandi fólk og öfugt. Þar lærði ég fjölbreyttar aðferðir um hvernig hægt er að beita frumkvöðla- og nýsköpunarstarfi í starfi með ungu fólki. En eins og áður kom fram styður EUF frumkvæðisverkefni ungs fólks og því góður vettvangur til að beita frumkvöðlastarfi í tómstundastarfi. Þriðja námskeiðið sem ég fór á hét Eye Opener og fór það fram í Portúgal. Námskeiðið var hugsað fyrir starfsfólk í æskulýðsgeiranum og átti að bjóða með sér einu eða tveimur ungmennum. Þetta námskeið sneri að því hvernig maður á að skipuleggja ungmennaskipti og á sama tíma hámarka þátttöku ungmenna í verkefninu svo þau komi að öllum þáttum skipulagsins. Þetta námskeið var alveg frábært því þarna fékk unga fólkið reynslu af alþjóðlegu samstarfi, myndaði tengslanet og er strax byrjað að skipuleggja tvö ungmennaskiptaverkefni með alþjóðlegum samstarfsaðilum. Þetta auðveldar mjög leiðarvísastarfið sem starfsmaður í félagsmiðstöð á að vinna. Eins og sjá má eru námskeiðin fjölbreytt og spennandi. Þess má einnig til gamans geta að það kostar 5.000 krónur að sækja námskeið á vegum EUF og innifalið í því er flug, lestarferðir, matur, gisting og námskeiðið sjálft. Slík kjör fyrirfinnast varla annars staðar. Ég veit að ég mun halda áfram að nýta mér þessa frábæru áætlun. Ég mun halda áfram að sækja mér alþjóðlega menntun á sviði æskulýðsmála og stækka alþjóðlega tengslanetið mitt. Ég mun einnig halda áfram að sækja um styrki til að halda ungmennaskipti og lýðræðisverkefni með Ungmennaráði Seltjarnarness. Við stefnum bæði á að fá erlend ungmennaráð til landsins á næsta ári sem og að halda út til Búdapest í ungmennaskipti. Ef þú hefur áhuga að nýta þér þetta frábæra tækifæri þá er hægt að nálgast allar upplýsingar um EUF á www.euf.is. EUF gefur einnig út fréttabréf sem inniheldur ávallt námskeið á vegum EUF sem hafa frátekin sæti fyrir Íslendinga. Einnig er hægt að finna erlenda samstarfsaðila og sjá yfirlit yfir öll þau verkefni og námskeið sem EUF býður upp á á síðunni http://www.salto-youth.net/. Ef fólk vill svo fá meiri upplýsingar er einfaldlega hægt á hringja niður á landsskrifstofu EUF en starfsfólkið þar eru allt að vilja gert til að aðstoða mann við allar tegundir verkefna. Ég hvet því alla til að nýta sér þetta frábæra tækifæri sem Evrópa unga fólksins er. Hvort sem það er til að bæta við alþjóðlegri vídd í æskulýðsstarfið sem það starfar við eða til að sækja sér menntun á erlendri grundu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Evrópa unga fólksins eða EUF er styrkjaáætlun sem ætluð er ungu fólki á aldrinum 13-30 ára og þeim sem starfa með ungu fólki. EUF býður upp á sjö tegundir styrkja sem allir eiga það sameiginlegt að snúa að ungu fólki. Þessir sjö flokkar eru: ungmennaskipti, frumkvæði ungs fólks, lýðræðisverkefni, sjálfboðaliðastarf, þjálfun og samstarf, fundir ungs fólks og námskeið í Evrópu. Ég hef tekið þátt í þremur námskeiðum sem ætluð voru fólki sem vinnur með ungu fólki og tekið þátt í tveimur ungmennaskiptum. Fyrsta námskeiðið sem ég fór á hét ATOQ og var haldið í Frakklandi. Námskeiðið var fyrir starfsfólk sem hafði haldið utan um ungmennaskipti og var kafað á dýptina um það hvernig hægt er að auka gæði ungmennaskipta. Á þessu námskeiði voru þjálfarar héðan og þaðan úr Evrópu og var námskeiðið frábær blanda af skemmtilegum æfingum, leikjum og fræðslu. Næsta námskeið sem ég sótti hét How to Get in the Game og var það haldið í Berlín. Á þessu námskeiði voru saman komnir starfsmenn í æskulýðsgeiranum, ungir frumkvöðlar og ungir listamenn. Markmiðið með námskeiðinu var að leiða saman þessa þrjá ólíku hópa og finna út hvernig þeir gætu unnið saman. Hvað æskulýðsstarfsmaðurinn gat gert fyrir ungt skapandi fólk og öfugt. Þar lærði ég fjölbreyttar aðferðir um hvernig hægt er að beita frumkvöðla- og nýsköpunarstarfi í starfi með ungu fólki. En eins og áður kom fram styður EUF frumkvæðisverkefni ungs fólks og því góður vettvangur til að beita frumkvöðlastarfi í tómstundastarfi. Þriðja námskeiðið sem ég fór á hét Eye Opener og fór það fram í Portúgal. Námskeiðið var hugsað fyrir starfsfólk í æskulýðsgeiranum og átti að bjóða með sér einu eða tveimur ungmennum. Þetta námskeið sneri að því hvernig maður á að skipuleggja ungmennaskipti og á sama tíma hámarka þátttöku ungmenna í verkefninu svo þau komi að öllum þáttum skipulagsins. Þetta námskeið var alveg frábært því þarna fékk unga fólkið reynslu af alþjóðlegu samstarfi, myndaði tengslanet og er strax byrjað að skipuleggja tvö ungmennaskiptaverkefni með alþjóðlegum samstarfsaðilum. Þetta auðveldar mjög leiðarvísastarfið sem starfsmaður í félagsmiðstöð á að vinna. Eins og sjá má eru námskeiðin fjölbreytt og spennandi. Þess má einnig til gamans geta að það kostar 5.000 krónur að sækja námskeið á vegum EUF og innifalið í því er flug, lestarferðir, matur, gisting og námskeiðið sjálft. Slík kjör fyrirfinnast varla annars staðar. Ég veit að ég mun halda áfram að nýta mér þessa frábæru áætlun. Ég mun halda áfram að sækja mér alþjóðlega menntun á sviði æskulýðsmála og stækka alþjóðlega tengslanetið mitt. Ég mun einnig halda áfram að sækja um styrki til að halda ungmennaskipti og lýðræðisverkefni með Ungmennaráði Seltjarnarness. Við stefnum bæði á að fá erlend ungmennaráð til landsins á næsta ári sem og að halda út til Búdapest í ungmennaskipti. Ef þú hefur áhuga að nýta þér þetta frábæra tækifæri þá er hægt að nálgast allar upplýsingar um EUF á www.euf.is. EUF gefur einnig út fréttabréf sem inniheldur ávallt námskeið á vegum EUF sem hafa frátekin sæti fyrir Íslendinga. Einnig er hægt að finna erlenda samstarfsaðila og sjá yfirlit yfir öll þau verkefni og námskeið sem EUF býður upp á á síðunni http://www.salto-youth.net/. Ef fólk vill svo fá meiri upplýsingar er einfaldlega hægt á hringja niður á landsskrifstofu EUF en starfsfólkið þar eru allt að vilja gert til að aðstoða mann við allar tegundir verkefna. Ég hvet því alla til að nýta sér þetta frábæra tækifæri sem Evrópa unga fólksins er. Hvort sem það er til að bæta við alþjóðlegri vídd í æskulýðsstarfið sem það starfar við eða til að sækja sér menntun á erlendri grundu.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun