Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar 1. nóvember 2025 07:00 Í dag hófst sala á nýjustu bók Arnaldar Indriðasonar í bókaverslunum landsins, líkt og fyrsta nóvember á hverju ári í tæpa þrjá áratugi. Fastur liður á íslenska bókaárinu. Þetta árið kostar bókin, titluð Tál, fullu verði 8.699 kr. í verslunum Pennans Eymundsson. Bókin hans í fyrra, Ferðalok, kostaði 8.499 kr. Fyrir okkur sem pælum mikið í því hvað bækur kosta er ágætt að hafa þennan fasta árlega viðmiðunarpunkt. Vísitala bókaverðs, reiknuð árlega. Arnaldarvísitalan. Fólki er einmitt tíðrætt við mig um verð á bókum, og hváir gjarnan yfir því hvað bækur séu orðnar dýrar. Ég skil vel að að það sé upplifun fólks þegar það horfir á verðmiðann, enda er Arnaldarvísitalan núna að hækka um 200 kr. milli ára og ekki verður það skárra ef við horfum lengra aftur í tímann. Árið 2005, fyrir 20 árum, sendi Arnaldur frá sér bókina Vetrarborgin, en leiðbeinandi verðið sem var gefið upp í Bókatíðindum það ár var 4.690 kr. fyrir þann titil. Þar er því um rúma 4.000 króna hækkun að ræða, upp í verð dagsins í dag. Mér finnst samt erfitt að taka undir þessar áhyggjur fólks yfir því að bækur séu orðnar dýrari, því þó talan á verðmiðanum hafi hækkað þá er ekki þar með sagt að hluturinn sé dýrari að raunvirði. Sérstaklega ekki í óðaverðbólgu örhagkerfis íslensku krónunnar. Ef maður slær til dæmis verðið á Ferðalokum, bók Arnaldar frá því í fyrra, inn í verðlagsreiknivél Hagstofunnar fær maður það út að samkvæmt almennri verðlagsþróun ætti Tál, bókin hans í ár, að kosta rúmlega 8.800 kr. Ef við miðum svo við verðið á Vetrarborginni fyrir 20 árum ætti bók ársins í ár að kosta 12.400 kr. Það er því morgunljóst að bækur hafa, miðað við flest annað sem fólk kaupir, lækkað umtalsvert að raunvirði á síðustu tveim áratugum. Fólk á því ekki að láta verðmiðann hræða sig núna í aðdraganda jóla. Það skiptir máli fyrir framtíð íslenskrar tungu að fólk kaupi bækur, gefi bækur og lesi bækur, hefur trúlega aldrei verið mikilvægara. Það hefur líka aldrei verið ódýrara, að minnsta kosti að raunvirði. Höfundur starfar sem bóksali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Bókaútgáfa Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Í dag hófst sala á nýjustu bók Arnaldar Indriðasonar í bókaverslunum landsins, líkt og fyrsta nóvember á hverju ári í tæpa þrjá áratugi. Fastur liður á íslenska bókaárinu. Þetta árið kostar bókin, titluð Tál, fullu verði 8.699 kr. í verslunum Pennans Eymundsson. Bókin hans í fyrra, Ferðalok, kostaði 8.499 kr. Fyrir okkur sem pælum mikið í því hvað bækur kosta er ágætt að hafa þennan fasta árlega viðmiðunarpunkt. Vísitala bókaverðs, reiknuð árlega. Arnaldarvísitalan. Fólki er einmitt tíðrætt við mig um verð á bókum, og hváir gjarnan yfir því hvað bækur séu orðnar dýrar. Ég skil vel að að það sé upplifun fólks þegar það horfir á verðmiðann, enda er Arnaldarvísitalan núna að hækka um 200 kr. milli ára og ekki verður það skárra ef við horfum lengra aftur í tímann. Árið 2005, fyrir 20 árum, sendi Arnaldur frá sér bókina Vetrarborgin, en leiðbeinandi verðið sem var gefið upp í Bókatíðindum það ár var 4.690 kr. fyrir þann titil. Þar er því um rúma 4.000 króna hækkun að ræða, upp í verð dagsins í dag. Mér finnst samt erfitt að taka undir þessar áhyggjur fólks yfir því að bækur séu orðnar dýrari, því þó talan á verðmiðanum hafi hækkað þá er ekki þar með sagt að hluturinn sé dýrari að raunvirði. Sérstaklega ekki í óðaverðbólgu örhagkerfis íslensku krónunnar. Ef maður slær til dæmis verðið á Ferðalokum, bók Arnaldar frá því í fyrra, inn í verðlagsreiknivél Hagstofunnar fær maður það út að samkvæmt almennri verðlagsþróun ætti Tál, bókin hans í ár, að kosta rúmlega 8.800 kr. Ef við miðum svo við verðið á Vetrarborginni fyrir 20 árum ætti bók ársins í ár að kosta 12.400 kr. Það er því morgunljóst að bækur hafa, miðað við flest annað sem fólk kaupir, lækkað umtalsvert að raunvirði á síðustu tveim áratugum. Fólk á því ekki að láta verðmiðann hræða sig núna í aðdraganda jóla. Það skiptir máli fyrir framtíð íslenskrar tungu að fólk kaupi bækur, gefi bækur og lesi bækur, hefur trúlega aldrei verið mikilvægara. Það hefur líka aldrei verið ódýrara, að minnsta kosti að raunvirði. Höfundur starfar sem bóksali.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun