Væntur lífeyrir og lánakjör 19. desember 2011 08:00 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingkona skrifar grein í Fréttablaðinu þar sem hún spyr hversu raunsætt það sé að byggja lífeyriskerfi á ávöxtun upp á 3,5%, sem er viðmið lágmarks árlegrar raunávöxtunar lífeyrissjóða. Þetta viðmið var hugsanlega ekki fráleitt þegar lögin voru sett árið 1997 því að árlegur hagvöxtur hafði þá að meðaltali aukist síðustu 30 ár (1966 til 1995) um 3,5% og raunar 4% síðustu 50 ár. Hagvöxtur hefur hins vegar ekki verið nálægt þessum forsendum lengi. Þetta meðaltal síðustu þrjá áratugi hefur verið um 2,5% og miðað við nýjustu tölur Hagstofunnar er það meðaltal stöðugt að lækka. Þessi þróun endurspeglast að stórum hluta í ávöxtunarkröfum ríkisskuldabréfa. Þegar lögin voru samþykkt 1997 var ávöxtunarkrafa verðtryggðra húsbréfa (sem nú eru íbúðabréf) í kringum 5-6% en hafði verið töluvert hærri árin áður. Meðalvextir íbúðabréfa eru í dag samkvæmt Lánamálum ríkisins aðeins um 2,5%. Svipuð þróun hefur átt sér stað á verðtryggðum ríkisskuldabréfum í Bandaríkjunum, þar sem ávöxtunarkrafan hefur síðustu ár farið úr 4% niður í jafnvel neikvæða raunávöxtun samhliða minni hagvexti. Möguleikar íslenskra lífeyrissjóða til að ná umræddri ávöxtun eru því takmarkaðir. Hér skipta meðaltalstölur ávöxtunar litlu máli – það sem mestu máli skiptir er vænt ávöxtun í upphafi fjárfestingar. Þetta viðmið heldur líka vöxtum húsnæðislána óeðlilega háum. Lækkun stýrivaxta hefur hingað til vart haft áhrif á raunvexti húsnæðislána í landinu. Þar sem lífeyrissjóðum er lögum samkvæmt skylt að ávaxta sitt fé með 3,5% ávöxtunarviðmiði hafa þeir ekki rými til að aðlaga kjör lána til sjóðsfélaga sinna í takti við ávöxtunarkröfu íbúðabréfa, sem hefur sögulega borið í kringum 0,5% álag. Ef slík lán væru í takti við lækkun ávöxtunarkröfu íbúðabréfa væru raunvextir húsnæðislána um 1% lægri. Afnám slíks vaxtagólfs myndi því lækka árlega vaxtabyrði fjölskyldu með 30 milljóna króna húsnæðislán um 300.000 krónur, skattfrjálst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Már Wolfgang Mixa Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingkona skrifar grein í Fréttablaðinu þar sem hún spyr hversu raunsætt það sé að byggja lífeyriskerfi á ávöxtun upp á 3,5%, sem er viðmið lágmarks árlegrar raunávöxtunar lífeyrissjóða. Þetta viðmið var hugsanlega ekki fráleitt þegar lögin voru sett árið 1997 því að árlegur hagvöxtur hafði þá að meðaltali aukist síðustu 30 ár (1966 til 1995) um 3,5% og raunar 4% síðustu 50 ár. Hagvöxtur hefur hins vegar ekki verið nálægt þessum forsendum lengi. Þetta meðaltal síðustu þrjá áratugi hefur verið um 2,5% og miðað við nýjustu tölur Hagstofunnar er það meðaltal stöðugt að lækka. Þessi þróun endurspeglast að stórum hluta í ávöxtunarkröfum ríkisskuldabréfa. Þegar lögin voru samþykkt 1997 var ávöxtunarkrafa verðtryggðra húsbréfa (sem nú eru íbúðabréf) í kringum 5-6% en hafði verið töluvert hærri árin áður. Meðalvextir íbúðabréfa eru í dag samkvæmt Lánamálum ríkisins aðeins um 2,5%. Svipuð þróun hefur átt sér stað á verðtryggðum ríkisskuldabréfum í Bandaríkjunum, þar sem ávöxtunarkrafan hefur síðustu ár farið úr 4% niður í jafnvel neikvæða raunávöxtun samhliða minni hagvexti. Möguleikar íslenskra lífeyrissjóða til að ná umræddri ávöxtun eru því takmarkaðir. Hér skipta meðaltalstölur ávöxtunar litlu máli – það sem mestu máli skiptir er vænt ávöxtun í upphafi fjárfestingar. Þetta viðmið heldur líka vöxtum húsnæðislána óeðlilega háum. Lækkun stýrivaxta hefur hingað til vart haft áhrif á raunvexti húsnæðislána í landinu. Þar sem lífeyrissjóðum er lögum samkvæmt skylt að ávaxta sitt fé með 3,5% ávöxtunarviðmiði hafa þeir ekki rými til að aðlaga kjör lána til sjóðsfélaga sinna í takti við ávöxtunarkröfu íbúðabréfa, sem hefur sögulega borið í kringum 0,5% álag. Ef slík lán væru í takti við lækkun ávöxtunarkröfu íbúðabréfa væru raunvextir húsnæðislána um 1% lægri. Afnám slíks vaxtagólfs myndi því lækka árlega vaxtabyrði fjölskyldu með 30 milljóna króna húsnæðislán um 300.000 krónur, skattfrjálst.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun