Uppskipting fyrirtækja Andrés Magnússon og Orri Hauksson skrifar 28. apríl 2011 06:30 Sú breyting á samkeppnislögum sem Alþingi samþykkti á dögunum felur í sér gífurlega breytingu á núgildandi lagaumhverfi. Með umræddri breytingu er Samkeppniseftirlitinu veitt heimild til þess að grípa inn í starfsemi fyrirtækja án þess fyrir liggi með skýrum hætti að um brot á samkeppnislögum hafi verið að ræða. Samkeppniseftirlitið mun því geta skipt upp fyrirtækjum eða fyrirskipað „breytingar á atferli og skipulagi" þeirra eins og það er kallað. Heimild þessi er bæði matskennd og óskýr og því órafjarri þeim skýrleika sem gera verður til löggjafar samkeppnismála. Fá ef nokkur dæmi eru til um sambærilegt framsal valds af hálfu löggjafans. Fremstu fræðimenn okkar á sviði samkeppnisréttar bentu á með sterkum rökum að hið nýja lagaákvæði samrýmist ekki ákvæði stjórnarskrár Íslands um vernd eignarréttar. Þeir bentu einnig á að Samkeppniseftirlitið hefur nú þegar víðtækar heimildir til aðgerða og auknar heimildir væru því óþarfar. Svo virðist sem Alþingi hafi virt skoðanir þeirra að vettugi. Sama á við um sjónarmið fjölmargra annarra s.s. hagsmunasamtaka atvinnulífsins. Erfitt er að una við það að lagaákvæði sem vega að stjórnarskrárbundnum réttindum séu lögfest án skýringa hvernig löggjafinn telji umrætt ákvæði samrýmast stjórnarskránni. Slík vinnubrögð löggjafans eru vart til þess fallin að auka tiltrú og traust meðal hins almenna borgara. Að búa við sæmilegt réttaröryggi er grundvallarkrafa sem almenningur gerir til Alþingis. Sú heimild til uppskiptingar fyrirtækja sem nú hefur verið lögfest er bæði opin og matskennd. Þar sem slík heimild er til staðar án þess að um skýrt brot á samkeppnislögum hafi verið að ræða, verður útilokað fyrir stjórnendur fyrirtækja að gera sér grein fyrir hvort samkeppnisyfirvöld séu líkleg til að grípa inn í rekstur þeirra. Réttaröryggi þeirra sem standa fyrir atvinnurekstri er þannig stórlega skert með lögunum. Atvinnulífið og samtök þess gera ekki aðrar kröfur en að samkeppnislöggjöf sé skýr og fyrirsjáanleg rétt eins og gerðar eru kröfur til fyrirtækja um skýra og gegnsæja starfshætti, greinargóða upplýsingaöflun og gott samstarf við samkeppnisyfirvöld. Óskýr lagaákvæði um mögulega uppskiptingu fyrirtækja kunna ennfremur að leiða til þess að stjórnun og rekstur fyrirtækja verði óskilvirkari. Síðast en ekki síst eykst tortryggni milli fyrirtækja og samkeppnisyfirvalda sem er afar óheppilegt miðað við atburði síðustu missera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Sú breyting á samkeppnislögum sem Alþingi samþykkti á dögunum felur í sér gífurlega breytingu á núgildandi lagaumhverfi. Með umræddri breytingu er Samkeppniseftirlitinu veitt heimild til þess að grípa inn í starfsemi fyrirtækja án þess fyrir liggi með skýrum hætti að um brot á samkeppnislögum hafi verið að ræða. Samkeppniseftirlitið mun því geta skipt upp fyrirtækjum eða fyrirskipað „breytingar á atferli og skipulagi" þeirra eins og það er kallað. Heimild þessi er bæði matskennd og óskýr og því órafjarri þeim skýrleika sem gera verður til löggjafar samkeppnismála. Fá ef nokkur dæmi eru til um sambærilegt framsal valds af hálfu löggjafans. Fremstu fræðimenn okkar á sviði samkeppnisréttar bentu á með sterkum rökum að hið nýja lagaákvæði samrýmist ekki ákvæði stjórnarskrár Íslands um vernd eignarréttar. Þeir bentu einnig á að Samkeppniseftirlitið hefur nú þegar víðtækar heimildir til aðgerða og auknar heimildir væru því óþarfar. Svo virðist sem Alþingi hafi virt skoðanir þeirra að vettugi. Sama á við um sjónarmið fjölmargra annarra s.s. hagsmunasamtaka atvinnulífsins. Erfitt er að una við það að lagaákvæði sem vega að stjórnarskrárbundnum réttindum séu lögfest án skýringa hvernig löggjafinn telji umrætt ákvæði samrýmast stjórnarskránni. Slík vinnubrögð löggjafans eru vart til þess fallin að auka tiltrú og traust meðal hins almenna borgara. Að búa við sæmilegt réttaröryggi er grundvallarkrafa sem almenningur gerir til Alþingis. Sú heimild til uppskiptingar fyrirtækja sem nú hefur verið lögfest er bæði opin og matskennd. Þar sem slík heimild er til staðar án þess að um skýrt brot á samkeppnislögum hafi verið að ræða, verður útilokað fyrir stjórnendur fyrirtækja að gera sér grein fyrir hvort samkeppnisyfirvöld séu líkleg til að grípa inn í rekstur þeirra. Réttaröryggi þeirra sem standa fyrir atvinnurekstri er þannig stórlega skert með lögunum. Atvinnulífið og samtök þess gera ekki aðrar kröfur en að samkeppnislöggjöf sé skýr og fyrirsjáanleg rétt eins og gerðar eru kröfur til fyrirtækja um skýra og gegnsæja starfshætti, greinargóða upplýsingaöflun og gott samstarf við samkeppnisyfirvöld. Óskýr lagaákvæði um mögulega uppskiptingu fyrirtækja kunna ennfremur að leiða til þess að stjórnun og rekstur fyrirtækja verði óskilvirkari. Síðast en ekki síst eykst tortryggni milli fyrirtækja og samkeppnisyfirvalda sem er afar óheppilegt miðað við atburði síðustu missera.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar