Raunvextir í fjötrum Már Wolfgang Mixa skrifar 22. mars 2011 06:00 Stýrivextir hafa lækkað ört síðustu mánuði og eru þeir nú í sögulegu lágmarki. Þessar fréttir skipta þó meginhluta þjóðarinnar litlu máli, sem skuldar aðallega verðtryggð húsnæðislán. Fastir raunvextir slíkra lána hafa staðið í stað og breytilegir vextir hafa ekki fylgt vaxtaþróun íbúðabréfa undanfarna mánuði. Til dæmis hefur almennt vaxtaálag breytilegra lífeyrissjóðalána LSR verið í kringum 0,5% hærra en meðalávöxtunarkrafa íbúðabréfa. Í dag er sú krafa um 3% og því ættu breytilegir raunvextir LSR að vera í kringum 3,5%. Þeir eru hins vegar 4% í dag og samkvæmt heimasíðu sjóðsins fara þeir ekki neðar. Fyrir fjölskyldu sem skuldar 20 milljónir munar þetta um 100 þúsund krónur í árlegan vaxtakostnað. Hví lækka raunvextir húsnæðislána ekki í takti við markaðsaðstæður? Samkvæmt lögum um ávöxtun lífeyrissjóða skal árleg raunávöxtun þeirra ekki vera minni en 3,5%. Þetta var e.t.v. raunhæft sjónarmið á sínum tíma þegar íslensk skuldabréf báru miklu hærri ávöxtunarkröfu. Í dag eru þessi lög hins vegar úr takti við raunveruleikann, bæði nú og til lengri tíma. Þar sem lífeyrissjóðir eru skyldugir til að ávaxta fjármuni sína samkvæmt þessum lögum þá er ekki hægt að ætlast til þess af þeim að þeir láni sjóðsfélögum sínum í takti við markaðsaðstæður. Þess í stað neyðast þeir til að halda raunvaxtastigi uppi. Lækkun raunvaxta er því í fjötrum lagaákvæða. Því hlýtur það að vera hlutverk löggjafans að breyta þessum lögum hið fyrsta svo að þau séu í takti við aðstæður, t.d. að samræma þau við ávöxtunarkröfur sem ríkja á hverjum tíma, og losi lækkun raunvaxta úr fjötrum. Líklegt er að ávöxtunarkrafa íbúðabréfa lækki enn frekar með auknum sveigjanleika í lögum varðandi ávöxtun lífeyrissjóða. Það myndi draga úr vaxtakostnaði íslenskra heimila sem og fyrirtækja og gera mörg fjárfestingartækifæri að raunhæfari kostum. Afnám hafta á lækkun raunvaxta væri því eins og vítamínsprauta í uppbyggingu íslensks samfélags og atvinnulífs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Már Wolfgang Mixa Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Stýrivextir hafa lækkað ört síðustu mánuði og eru þeir nú í sögulegu lágmarki. Þessar fréttir skipta þó meginhluta þjóðarinnar litlu máli, sem skuldar aðallega verðtryggð húsnæðislán. Fastir raunvextir slíkra lána hafa staðið í stað og breytilegir vextir hafa ekki fylgt vaxtaþróun íbúðabréfa undanfarna mánuði. Til dæmis hefur almennt vaxtaálag breytilegra lífeyrissjóðalána LSR verið í kringum 0,5% hærra en meðalávöxtunarkrafa íbúðabréfa. Í dag er sú krafa um 3% og því ættu breytilegir raunvextir LSR að vera í kringum 3,5%. Þeir eru hins vegar 4% í dag og samkvæmt heimasíðu sjóðsins fara þeir ekki neðar. Fyrir fjölskyldu sem skuldar 20 milljónir munar þetta um 100 þúsund krónur í árlegan vaxtakostnað. Hví lækka raunvextir húsnæðislána ekki í takti við markaðsaðstæður? Samkvæmt lögum um ávöxtun lífeyrissjóða skal árleg raunávöxtun þeirra ekki vera minni en 3,5%. Þetta var e.t.v. raunhæft sjónarmið á sínum tíma þegar íslensk skuldabréf báru miklu hærri ávöxtunarkröfu. Í dag eru þessi lög hins vegar úr takti við raunveruleikann, bæði nú og til lengri tíma. Þar sem lífeyrissjóðir eru skyldugir til að ávaxta fjármuni sína samkvæmt þessum lögum þá er ekki hægt að ætlast til þess af þeim að þeir láni sjóðsfélögum sínum í takti við markaðsaðstæður. Þess í stað neyðast þeir til að halda raunvaxtastigi uppi. Lækkun raunvaxta er því í fjötrum lagaákvæða. Því hlýtur það að vera hlutverk löggjafans að breyta þessum lögum hið fyrsta svo að þau séu í takti við aðstæður, t.d. að samræma þau við ávöxtunarkröfur sem ríkja á hverjum tíma, og losi lækkun raunvaxta úr fjötrum. Líklegt er að ávöxtunarkrafa íbúðabréfa lækki enn frekar með auknum sveigjanleika í lögum varðandi ávöxtun lífeyrissjóða. Það myndi draga úr vaxtakostnaði íslenskra heimila sem og fyrirtækja og gera mörg fjárfestingartækifæri að raunhæfari kostum. Afnám hafta á lækkun raunvaxta væri því eins og vítamínsprauta í uppbyggingu íslensks samfélags og atvinnulífs.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar