Föðurlandsást og þjóðernisstefna 21. ágúst 2010 06:00 Það getur verið erfitt að vera þjóðernissinni í dag. Oft er sett samasemmerki á milli þjóðernisstefnu og fasisma. Þeir sem helst gagnrýna þjóðernissinna eru þeirrar skoðunar að best sé að þurrka út allt þjóðerni og eitt tungumál eigi að duga öllu mannkyni. Þetta eru ef til vill göfugar skoðanir að mati sumra en óásættanlegar fyrir aðra. Því miður hefur Þjóðernissósíalistaflokkur nasista í Þýskalandi (Nasistaflokkurinn) komið þessu óorði á þjóðernisstefnuna. En er það sanngjarnt? Nei, ekki að mínu mati. Þótt nasistarnir hafi skreytt sig með þessum nöfnum, þjóðerni og sósíalisma og stolið Þórshamrinum okkar og gert úr honum hakakrossinn, átti tilurð og stefna þessa flokks ekkert sameiginlegt með þeim hugtökum. Maður getur einnig spurt sig hvort Alþýðuflokkurinn gamli hafa átt nokkurn einkarétt á að nota nafn alþýðunnar á sínum stjórnmálaflokki. Alþýðan flykkti sér ekki um þann flokk. Sama má segja um Alþýðubandalagið og ekki voru allir sósíalistar og jafnaðarmenn einhuga um að styðja þessa flokka. Það er auðvitað rannsóknarefni fyrir stjórnmálafræðinga og þjóðfræðinga að svara því hvernig á því stendur að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið yfirburðaflokkur á Íslandi svona lengi. Jafnvel í dag þótt honum sé að mestu kennt um hrunið. Það út af fyrir sig þýðir ekki að hrunið sé honum einum um að kenna. Allir stjórnmálaflokkar á Íslandi eiga sinn þátt í því, einnig þeir sem nú hafa skipt um nafn. En það er ekki á dagskrá í þessari grein. Tilurð þessarar greinar er áróður andstæðinga þjóðernisstefnu sem veður uppi í vaxandi mæli í fjölmiðlum í dag. Það er eins og fjölmiðlunum finnist þetta vera í lagi og það eigi rétt á sér og taki þannig undir áróður þessara hópa gegn þjóðernisstefnu sem einhvers konar öfgastefnu. Við þjóðernissinnar erum oft kallaðir fasistar og kynþáttahatarar þótt ekkert sé að finna í okkar hugsjónum sem bendir til þess enda er það eingöngu ást á landi okkar og þjóð sem að baki stendur. Þegar ég var í barnaskóla á Grímstaðaholtinu í byrjun stríðs, þá hófst skólinn á því að allir nemendurnir stóðu upp og sungu ættjarðarlag. Íslenski fáninn var alltaf hafður uppi í þessum skóla. Þetta þætti víst vera hallærislegt í dag en það lýsir einnig því hvernig hugarfarið hefur breyst og hve skólarnir leggja litla áherslu á þjóðernið og menningu þjóðarinnar. Það er jafnvel talað um það að íslenskukennslu sé ábótavant, jafnvel í háskólum landsins. Eftir því sem ég hef komist að í samtölum við skólabörn og ungmenni þá fer ekki mikið fyrir kennslu í sögu og menningu þjóðarinnar í skólum í dag. Er þetta í lagi? Ég bara spyr. Ef við viljum halda áfram að vera sérstök þjóð með eigið tungumál og menningu, þá þarf að verða breyting hér á. Menntamálayfirvöld verða að taka til hendinni. Ég tala nú ekki um það ef við verðum svo ógæfusöm að gerast aðilar að Evrópusambandinu. Þá mun bæði þjóðerni og tunga hverfa á einni öld, er ég hræddur um. Íslendingar! Hugsið! Hvað viljið þið? Takið afstöðu! Látið í ykkur heyra! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það getur verið erfitt að vera þjóðernissinni í dag. Oft er sett samasemmerki á milli þjóðernisstefnu og fasisma. Þeir sem helst gagnrýna þjóðernissinna eru þeirrar skoðunar að best sé að þurrka út allt þjóðerni og eitt tungumál eigi að duga öllu mannkyni. Þetta eru ef til vill göfugar skoðanir að mati sumra en óásættanlegar fyrir aðra. Því miður hefur Þjóðernissósíalistaflokkur nasista í Þýskalandi (Nasistaflokkurinn) komið þessu óorði á þjóðernisstefnuna. En er það sanngjarnt? Nei, ekki að mínu mati. Þótt nasistarnir hafi skreytt sig með þessum nöfnum, þjóðerni og sósíalisma og stolið Þórshamrinum okkar og gert úr honum hakakrossinn, átti tilurð og stefna þessa flokks ekkert sameiginlegt með þeim hugtökum. Maður getur einnig spurt sig hvort Alþýðuflokkurinn gamli hafa átt nokkurn einkarétt á að nota nafn alþýðunnar á sínum stjórnmálaflokki. Alþýðan flykkti sér ekki um þann flokk. Sama má segja um Alþýðubandalagið og ekki voru allir sósíalistar og jafnaðarmenn einhuga um að styðja þessa flokka. Það er auðvitað rannsóknarefni fyrir stjórnmálafræðinga og þjóðfræðinga að svara því hvernig á því stendur að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið yfirburðaflokkur á Íslandi svona lengi. Jafnvel í dag þótt honum sé að mestu kennt um hrunið. Það út af fyrir sig þýðir ekki að hrunið sé honum einum um að kenna. Allir stjórnmálaflokkar á Íslandi eiga sinn þátt í því, einnig þeir sem nú hafa skipt um nafn. En það er ekki á dagskrá í þessari grein. Tilurð þessarar greinar er áróður andstæðinga þjóðernisstefnu sem veður uppi í vaxandi mæli í fjölmiðlum í dag. Það er eins og fjölmiðlunum finnist þetta vera í lagi og það eigi rétt á sér og taki þannig undir áróður þessara hópa gegn þjóðernisstefnu sem einhvers konar öfgastefnu. Við þjóðernissinnar erum oft kallaðir fasistar og kynþáttahatarar þótt ekkert sé að finna í okkar hugsjónum sem bendir til þess enda er það eingöngu ást á landi okkar og þjóð sem að baki stendur. Þegar ég var í barnaskóla á Grímstaðaholtinu í byrjun stríðs, þá hófst skólinn á því að allir nemendurnir stóðu upp og sungu ættjarðarlag. Íslenski fáninn var alltaf hafður uppi í þessum skóla. Þetta þætti víst vera hallærislegt í dag en það lýsir einnig því hvernig hugarfarið hefur breyst og hve skólarnir leggja litla áherslu á þjóðernið og menningu þjóðarinnar. Það er jafnvel talað um það að íslenskukennslu sé ábótavant, jafnvel í háskólum landsins. Eftir því sem ég hef komist að í samtölum við skólabörn og ungmenni þá fer ekki mikið fyrir kennslu í sögu og menningu þjóðarinnar í skólum í dag. Er þetta í lagi? Ég bara spyr. Ef við viljum halda áfram að vera sérstök þjóð með eigið tungumál og menningu, þá þarf að verða breyting hér á. Menntamálayfirvöld verða að taka til hendinni. Ég tala nú ekki um það ef við verðum svo ógæfusöm að gerast aðilar að Evrópusambandinu. Þá mun bæði þjóðerni og tunga hverfa á einni öld, er ég hræddur um. Íslendingar! Hugsið! Hvað viljið þið? Takið afstöðu! Látið í ykkur heyra!
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun