Englandsdrottning í Hvíta húsinu Guðjón Helgason skrifar 8. maí 2007 13:00 Það voru prúðbúnir gestir sem settust til borðs þegar stórveisla var haldin í Hvíta húsinu í Washington í gær. Heiðursgesturinn var Elísabet Englandsdrottning. Slegist hafði verið um hvert sæti við veisluborðin enda vildu margir mætir Bandaríkjamenn blanda geði við drottninguna. Elísabet Englandsdrottning kom til Bandaríkjanna fyrir liðna helgi og heimsótti þá Jamestown í Virginíuríki. Þar tók hún þátt í hátíðarhöldum vegna þess að fjórar aldir eru liðnar frá varanlegu landnámi Breta þar. Jamestown er sagður fyrsti varanlegi bústaður Breta í Bandaríkjunum þó aðrir fræðimenn vilji meina að það hafi verið Plymouth í Massachusets þrettán árum síðar. Frá Jamestown hélt drottning til Louisville í Kentucky þar sem hún fylgdist með árlegum veðreiðum sem eru vel þekktar. Mun hún lengi hafa stefnt að því að fylgjast með þeim enda áhugamanneskja um hestaíþróttir. Það var svo í gær sem drottning kom til Washington og var vel fagnað á lóðinni fyrir utan Hvíta húsið þar sem hún og Bush Bandaríkjaforseti ræddu við blaðamenn. Það var svo í gærkvöldi sem blásið var til veislu í Hvíta húsinu. Þá var í fyrsta sinn í valda tíð Bush forseta gerð krafa um kjól og hvítt á slíkri samkomu. Hundrað þrjátíu og fjórir settust til borðs í veislunni og meðal gesta voru bandarískir ráðamenn, sendiherrar og viðskiptajöfrar. Stórstjörnur voru ekki margar en meðal gesta voru þó fiðlusnillingurinn Itzhak Perlman, golfkappinn Arnold Palmer og knapinn Calvin Borel sem sigraði í Kentucky veðreiðunum nokkrum dögum áður og var drottningin ólm að heilsa honum. Þetta er fimmta heimsókn Elísabetar drottningar til Bandaríkjanna síðan hún tók við völdum fyrir rúmri hálfri öld. Síðast kom hún í opinbera heimsókn árið 1991 og þá tók George Bush eldri, þáverandi forseti, á móti henni. Í ræðu sinni við kvöldverðarborðið í gær gerði hún ástandið í Írak og Afganistan að umtalsefni og einnig loftslagsmál. Hún sagði mörg ljón í veginum að friðvænlegri heimi og mikilvægt að ríkin tvö, Bretland og Bandaríkin, tryggðu áfram gott samstarf sín í milli. Erlent Fréttir Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Fleiri fréttir Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Sjá meira
Það voru prúðbúnir gestir sem settust til borðs þegar stórveisla var haldin í Hvíta húsinu í Washington í gær. Heiðursgesturinn var Elísabet Englandsdrottning. Slegist hafði verið um hvert sæti við veisluborðin enda vildu margir mætir Bandaríkjamenn blanda geði við drottninguna. Elísabet Englandsdrottning kom til Bandaríkjanna fyrir liðna helgi og heimsótti þá Jamestown í Virginíuríki. Þar tók hún þátt í hátíðarhöldum vegna þess að fjórar aldir eru liðnar frá varanlegu landnámi Breta þar. Jamestown er sagður fyrsti varanlegi bústaður Breta í Bandaríkjunum þó aðrir fræðimenn vilji meina að það hafi verið Plymouth í Massachusets þrettán árum síðar. Frá Jamestown hélt drottning til Louisville í Kentucky þar sem hún fylgdist með árlegum veðreiðum sem eru vel þekktar. Mun hún lengi hafa stefnt að því að fylgjast með þeim enda áhugamanneskja um hestaíþróttir. Það var svo í gær sem drottning kom til Washington og var vel fagnað á lóðinni fyrir utan Hvíta húsið þar sem hún og Bush Bandaríkjaforseti ræddu við blaðamenn. Það var svo í gærkvöldi sem blásið var til veislu í Hvíta húsinu. Þá var í fyrsta sinn í valda tíð Bush forseta gerð krafa um kjól og hvítt á slíkri samkomu. Hundrað þrjátíu og fjórir settust til borðs í veislunni og meðal gesta voru bandarískir ráðamenn, sendiherrar og viðskiptajöfrar. Stórstjörnur voru ekki margar en meðal gesta voru þó fiðlusnillingurinn Itzhak Perlman, golfkappinn Arnold Palmer og knapinn Calvin Borel sem sigraði í Kentucky veðreiðunum nokkrum dögum áður og var drottningin ólm að heilsa honum. Þetta er fimmta heimsókn Elísabetar drottningar til Bandaríkjanna síðan hún tók við völdum fyrir rúmri hálfri öld. Síðast kom hún í opinbera heimsókn árið 1991 og þá tók George Bush eldri, þáverandi forseti, á móti henni. Í ræðu sinni við kvöldverðarborðið í gær gerði hún ástandið í Írak og Afganistan að umtalsefni og einnig loftslagsmál. Hún sagði mörg ljón í veginum að friðvænlegri heimi og mikilvægt að ríkin tvö, Bretland og Bandaríkin, tryggðu áfram gott samstarf sín í milli.
Erlent Fréttir Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Fleiri fréttir Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Sjá meira