Körfubolti

San Antonio spáð sigri á næsta ári

Tim Duncan hefur verið lykilmaður í öllum þremur meistaratitlum San Antonio í sögu félagsins frá árinu 1999 og framkvæmdastjórar í deildinni hallast að því að liðið fagni sigri næsta sumar
Tim Duncan hefur verið lykilmaður í öllum þremur meistaratitlum San Antonio í sögu félagsins frá árinu 1999 og framkvæmdastjórar í deildinni hallast að því að liðið fagni sigri næsta sumar NordicPhotos/GettyImages

Það er hefði í NBA deildinni fyrir upphaf deildarkeppninnar að framkvæmdastjórar félaganna geri spá fyrir komandi leiktíð líkt og gerist hér á Íslandi. Meirihluti þessara manna spáir því að lið San Antonio muni standa uppi sem sigurvegari næsta sumar og hallast þeir að því að LeBron James verði kjörinn verðmætasti leikmaðurinn á tímabilinu.

Allir framkvæmdastjórar í deildinni utan tveir tóku þátt í könnuninni í ár og hluti hennar hefur þegar verið birtur. Í könnuninni kemur fram að meirihluti manna telur að Brandon Roy hjá Portland Trailblazers verði kjörinn nýliði ársins, að Pat Riley hjá Miami sé besti þjálfarinn og þá sagði þorri þeirra að ef þeir ættu að velja einn leikmann til að taka síðasta skotið í leik myndu þeir velja Kobe Bryant hjá LA Lakers.

43% aðspurðra spáðu því að San Antonio myndi hampa titilinn í júní á næsta ári, 29% þeirra giskuðu á Dallas Mavericks og aðeins 14% þeirra tippuðu á meistara Miami Heat.

39% framkvæmdastjóra töldu víst að LeBron James yrði valinn verðmætasti leikmaður deildarkeppninnar og 29% völdu Dwyane Wade, en athygli vakti að 71% þeirra nefndu LeBron James til sögunnar ef þeir ættu að velja sér einn mann til að byggja upp lið í kring um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×