Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. nóvember 2024 22:30 Pétur Ingvarsson er ekki að leita að sömu týpu af leikmanni og Remy Martin og Wendell Green eru. vísir Keflavík spilaði eingöngu á Schengen-samþykktum leikmönnum í sigri sínum gegn ÍR. 79-91 varð niðurstaðan í Skógarselinu. Þjálfarinn Pétur Ingvarsson var nokkuð sáttur eftir leik þrátt fyrir að hafa orðið aðeins hræddur undir lokin. Hann leitur nú að nýjum bandarískum leikmanni og vill finna einhvern fjölhæfari en Remy Martin og Wendell Green. „Þeir ná náttúrulega 18-0 kafla í lok þriðja og byrjun fjórða, þannig að maður var pínu hræddur en við náðum að klára þetta,“ sagði Pétur um leikinn og útskýrði svo betur hvað hefði skapað sigurinn. „Við hittum ansi vel í fyrstu þremur leikhlutunum og svo spiluðum við ágætis vörn í fjörutíu mínútur. Við vorum búnir að skora 80 eftir þriðja leikhluta, þeir skora 79 í heildina. Við gerðum heiðarlega tilraun til að hætta að spila í fjórða leikhluta því við héldum að það væri alveg nóg en það var meira eftir.“ Kanalaust Keflavíkurlið Hvers vegna var Wendell Green látinn fara? „Í fyrsta lagi þá er náttúrulega metnaðurinn í Keflavík, að gera vel og vinna titla. Við töldum hann kannski ekki passa inn í hópinn og það sem við erum að reyna að gera. Í öðru þá lenti hann í smá utan vallar vandræðum, þannig að við ákváðum bara að láta hann fara,“ sagði Pétur um brotthvarf hans. Keflavík er því að leita að nýjum Kana og gert er ráð fyrir því að hann verði fundinn á næstu dögum en Pétri þykir „mjög hæpið“ að nýr leikmaður verði á skýrslu í næsta leik gegn Haukum á fimmtudaginn. Eftir þann leik tekur við tæplega tveggja vikna landsleikjahlé, Keflavík tekur svo á móti Grindavík 29. nóvember. „Við erum að vona að hann verði tilbúinn í það. Ef, það er að segja, ef við finnum hann núna á næstu dögum.“ Hvernig leikmanni ertu að leita að í staðinn? „Ég er aðallega að leita að góðum körfuboltamanni. Við vorum kannski að leita að Remy Martin með þessu, en ég hugsa að við förum meira í fjölhæfari leikmann. Einhvern sem getur leyst margar stöður fyrir okkur bæði sóknarlega og varnarlega, ekki veitir af. Það er planið,“ sagði Pétur að lokum. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
„Þeir ná náttúrulega 18-0 kafla í lok þriðja og byrjun fjórða, þannig að maður var pínu hræddur en við náðum að klára þetta,“ sagði Pétur um leikinn og útskýrði svo betur hvað hefði skapað sigurinn. „Við hittum ansi vel í fyrstu þremur leikhlutunum og svo spiluðum við ágætis vörn í fjörutíu mínútur. Við vorum búnir að skora 80 eftir þriðja leikhluta, þeir skora 79 í heildina. Við gerðum heiðarlega tilraun til að hætta að spila í fjórða leikhluta því við héldum að það væri alveg nóg en það var meira eftir.“ Kanalaust Keflavíkurlið Hvers vegna var Wendell Green látinn fara? „Í fyrsta lagi þá er náttúrulega metnaðurinn í Keflavík, að gera vel og vinna titla. Við töldum hann kannski ekki passa inn í hópinn og það sem við erum að reyna að gera. Í öðru þá lenti hann í smá utan vallar vandræðum, þannig að við ákváðum bara að láta hann fara,“ sagði Pétur um brotthvarf hans. Keflavík er því að leita að nýjum Kana og gert er ráð fyrir því að hann verði fundinn á næstu dögum en Pétri þykir „mjög hæpið“ að nýr leikmaður verði á skýrslu í næsta leik gegn Haukum á fimmtudaginn. Eftir þann leik tekur við tæplega tveggja vikna landsleikjahlé, Keflavík tekur svo á móti Grindavík 29. nóvember. „Við erum að vona að hann verði tilbúinn í það. Ef, það er að segja, ef við finnum hann núna á næstu dögum.“ Hvernig leikmanni ertu að leita að í staðinn? „Ég er aðallega að leita að góðum körfuboltamanni. Við vorum kannski að leita að Remy Martin með þessu, en ég hugsa að við förum meira í fjölhæfari leikmann. Einhvern sem getur leyst margar stöður fyrir okkur bæði sóknarlega og varnarlega, ekki veitir af. Það er planið,“ sagði Pétur að lokum.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum