Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2024 14:45 Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon munu lýsa leik ÍR og Keflavíkur í kvöld með sínum einstaka hætti. Stöð 2 Sport Pavel Ermolinskij fékk Helga Má Magnússon með sér í að „gaza“ um leik ÍR og Keflavíkur sem er einnig Gaz-leikur kvöldsins á Stöð 2 BD. Upphitun þeirra má nú sjá á Vísi. Pavel og Helgi ræddu meðal annars brottrekstur Wendell Green í vikunni og áhrifin sem það hefði á leikinn. ÍR er í leit að sínum fyrsta sigri og Keflavík hefur valdið miklum vonbrigðum það sem af er leiktíð, í Bónus-deildinni í körfubolta. Upphitunina má sjá hér að neðan en bein útsending frá Gaz-leiknum, þar sem Pavel og Helgi lýsa leiknum með sínum einstaka hætti, hefst á Stöð 2 BD klukkan 19:10 í kvöld. „Maður sér alveg einhverja leið fyrir ÍR-inga til að loka þessum leik. Það þurfa ekkert einhverjir ótrúlegir hlutir að gerast,“ sagði Helgi og Pavel tók undir það: „Alls ekki. ÍR-ingar áttu flottan leik síðast á móti Álftnesingum. Voru nálægt sigri þar. Eru núna að fara að mæta þessu Keflavíkurliði og manni líður eins og að Keflavík gæti núna unnið besta liðið í deildinni, en líka tapað fyrir neðsta liðinu, sem er ÍR núna. Dagsformið skiptir Keflvíkinga rosalega miklu máli. Þeir treysta mjög mikið á það að eiga góða „skotdaga“. Góða sóknarleiki. Sem þeir hafa í raun og veru ekkert átt í vetur. Við teljum Keflvíkinga alveg sigurstranglegri í þessum leik, en við sjáum alveg leið fyrir ÍR-inga til að vinna.“ Eina spurningin hvort Keflavík muni hitta Keflavík vann KR í síðustu umferð, 94-88, og hefur þar með unnið tvo af fyrstu fimm leikjum sínum. „Keflvíkingar unnu loksins sigur í síðasta leik og mögulega hjálpar það eitthvað aðeins upp á sjálfstraustið. Að sama skapi hefðu ÍR-ingar lokað þessum leik gegn Álftanesi í síðustu umferð, ef þeir hefðu haft smá sjálfstraust. ÍR-ingar þurfa að byggja ofan á þennan síðasta leik, þar sem þeir voru flottir og við stjórnvölinn langan kafla leiksins,“ sagði Helgi. „Eina spurningin sem að situr eftir er hvort að Keflavík sé að fara að hitta eða ekki. Ef þeir gera það ekki þá er ekkert ólíklegt að ÍR sé að fara að vinna þennan leik,“ sagði Pavel. Brotthvarf Green gæti losað um aðra Þeir Helgi voru sammála um að brottrekstur Bandaríkjamannsins Wendell Green gæti haft alls konar áhrif á bæði lið, og til að mynda orðið blóð á tennurnar fyrir ÍR-inga sem gætu séð góða möguleika á sigri. Helgi segir þetta einnig geta orðið til þess að aðrir í Keflavíkurliðinu láti betur ljós sitt skína: „Wendell Green er frábær leikmaður en þetta small bara ekki allt saman. Núna er hann farinn og maður sér alveg leið til þess að þá losni um aðra leikmenn, eins og Hilmar og Sigga, og fleiri leikmenn. Að þeir fái einhverja ábyrgðartilfinningu. „Það er búið að láta leikmann fara. Við erum augljóslega ekki að standa okkur eins og við ætluðum okkur, og það er kannski á mér að stíga núna upp og sýna úr hverju við erum gerðir.““ Bónus-deild karla Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
Pavel og Helgi ræddu meðal annars brottrekstur Wendell Green í vikunni og áhrifin sem það hefði á leikinn. ÍR er í leit að sínum fyrsta sigri og Keflavík hefur valdið miklum vonbrigðum það sem af er leiktíð, í Bónus-deildinni í körfubolta. Upphitunina má sjá hér að neðan en bein útsending frá Gaz-leiknum, þar sem Pavel og Helgi lýsa leiknum með sínum einstaka hætti, hefst á Stöð 2 BD klukkan 19:10 í kvöld. „Maður sér alveg einhverja leið fyrir ÍR-inga til að loka þessum leik. Það þurfa ekkert einhverjir ótrúlegir hlutir að gerast,“ sagði Helgi og Pavel tók undir það: „Alls ekki. ÍR-ingar áttu flottan leik síðast á móti Álftnesingum. Voru nálægt sigri þar. Eru núna að fara að mæta þessu Keflavíkurliði og manni líður eins og að Keflavík gæti núna unnið besta liðið í deildinni, en líka tapað fyrir neðsta liðinu, sem er ÍR núna. Dagsformið skiptir Keflvíkinga rosalega miklu máli. Þeir treysta mjög mikið á það að eiga góða „skotdaga“. Góða sóknarleiki. Sem þeir hafa í raun og veru ekkert átt í vetur. Við teljum Keflvíkinga alveg sigurstranglegri í þessum leik, en við sjáum alveg leið fyrir ÍR-inga til að vinna.“ Eina spurningin hvort Keflavík muni hitta Keflavík vann KR í síðustu umferð, 94-88, og hefur þar með unnið tvo af fyrstu fimm leikjum sínum. „Keflvíkingar unnu loksins sigur í síðasta leik og mögulega hjálpar það eitthvað aðeins upp á sjálfstraustið. Að sama skapi hefðu ÍR-ingar lokað þessum leik gegn Álftanesi í síðustu umferð, ef þeir hefðu haft smá sjálfstraust. ÍR-ingar þurfa að byggja ofan á þennan síðasta leik, þar sem þeir voru flottir og við stjórnvölinn langan kafla leiksins,“ sagði Helgi. „Eina spurningin sem að situr eftir er hvort að Keflavík sé að fara að hitta eða ekki. Ef þeir gera það ekki þá er ekkert ólíklegt að ÍR sé að fara að vinna þennan leik,“ sagði Pavel. Brotthvarf Green gæti losað um aðra Þeir Helgi voru sammála um að brottrekstur Bandaríkjamannsins Wendell Green gæti haft alls konar áhrif á bæði lið, og til að mynda orðið blóð á tennurnar fyrir ÍR-inga sem gætu séð góða möguleika á sigri. Helgi segir þetta einnig geta orðið til þess að aðrir í Keflavíkurliðinu láti betur ljós sitt skína: „Wendell Green er frábær leikmaður en þetta small bara ekki allt saman. Núna er hann farinn og maður sér alveg leið til þess að þá losni um aðra leikmenn, eins og Hilmar og Sigga, og fleiri leikmenn. Að þeir fái einhverja ábyrgðartilfinningu. „Það er búið að láta leikmann fara. Við erum augljóslega ekki að standa okkur eins og við ætluðum okkur, og það er kannski á mér að stíga núna upp og sýna úr hverju við erum gerðir.““
Bónus-deild karla Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira