Körfubolti

Josh Howard framlengir við Dalls

Josh Howard er lykilmaður í liði Dallas, sem ætlar sér ekkert minna en meistaratitil í vetur
Josh Howard er lykilmaður í liði Dallas, sem ætlar sér ekkert minna en meistaratitil í vetur NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Josh Howard hefur undirritað nýjan fjögurra ára samning við Dallas Mavericks í NBA deildinni og er því samningsbundinn liðinu út keppnistímabilið 2010-11. Howard fær um 40 milljónir dollara fyrir nýja samninginn, sem tekur ekki gildi fyrrr en eftir tímabilið sem hefst um mánaðamótin.

Howard er nú á sínu fjórða ári í deildinni og fær aðeins 1,7 milljónir dollara í laun á þessu tímabili, en fær svo ríkulega launahækkun á næsta ári. Howard skoraði 15,6 stig og hirti 6,3 fráköst á sínu þriðja ári í deildinni á síðustu leiktíð og var lykilmaður liðsins sem náði alla leið í úrslitin áður en það tapaði fyrir Miami Heat. Howard er fjölhæfur leikmaður og eru miklar vonir bundnar við hann í framtíðinni hjá Dallas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×