NATO tekur við her-stjórn í Afganistan 6. október 2006 05:00 Nato tekur við Breski herforinginn David Richards, lengst til hægri, tekur í höndina á Hamid Karzai, forseta Afganistans. Vinstra megin situr bandaríski herforinginn Karl Eikenberry. MYND/AP Atlandshafsbandalagið tók í gær við yfirstjórn erlenda herliðsins í austurhluta Afganistans og er þar með komið með alla yfirstjórn heraflans í landinu á sínar herðar. Breski herforinginn Richard Davis, sem er yfirmaður NATO-sveitanna í Afganistan, flutti stutta ræðu í gær í tilefni af þessu og sagði umskiptin söguleg. Bandaríkin hafa þar með afsalað sér yfirstjórn hernaðarins í Afganistan. Þrátt fyrir að hörð átök hafi geisað í suðurhluta landsins undanfarið fullyrti Davis að NATO myndi ná góðum tökum á öryggismálunum og sagði í gríni að hann myndi mæta fyrir aftökusveit ef öryggisástandið í landinu yrði ekki orðið betra í febrúar á næsta ári. Meira en þrjú þúsund manns hafa týnt lífinu í átökum í Afganistan á þessu ári, flestir þeirra herskáir talibanar en einnig töluvert af erlendum og afgönskum hermönnum. Uppreisn talibana náði hámarki í sumar og hafa átökin í landinu ekki verið harðari frá því að talibanastjórnin féll fyrir fimm árum. Að NATO skuli hafa tekið við stjórn alls heraflans í Afganistan er greinilegt merki um breyttar áherslur bandalagsins, sem sér ekki lengur ástæðu til þess að takmarka aðgerðir sínar við Norður-Atlantshafssvæðið. „NATO hefur aldrei gengist undir slíka raun, sem þessa,“ segir Seth Jones, bandarískur sérfræðingur í málefnum Afganistans. „Bandalagið á gífurlega erfitt verkefni fyrir höndum.“ Heraflinn, sem nú er allur kominn undir yfirstjórn NATO, er skipaður 31 þúsund hermönnum. Flestir þeirra eru bandarískir, eða 12 þúsund, en rúmlega fimm þúsund eru frá Bretlandi, tæplega þrjú þúsund frá Þýskalandi og svo eru Holland, Kanada, Ítalía og Frakkland einnig með þúsund hermenn eða fleiri, hvert land. Inni í þessum tölum um fjölda hermanna eru fimmtán íslenskir friðargæsluliðar, sem flestir starfa á flugvellinum í Kabúl við fjölbreytileg störf. Meðal annars starfa þar íslenskir slökkviliðsmenn, flugumsjónarmenn og vélamenn, en Tyrkir tóku við stjórn flugvallarins af Íslendingum snemma á síðasta ári. Erlent Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Atlandshafsbandalagið tók í gær við yfirstjórn erlenda herliðsins í austurhluta Afganistans og er þar með komið með alla yfirstjórn heraflans í landinu á sínar herðar. Breski herforinginn Richard Davis, sem er yfirmaður NATO-sveitanna í Afganistan, flutti stutta ræðu í gær í tilefni af þessu og sagði umskiptin söguleg. Bandaríkin hafa þar með afsalað sér yfirstjórn hernaðarins í Afganistan. Þrátt fyrir að hörð átök hafi geisað í suðurhluta landsins undanfarið fullyrti Davis að NATO myndi ná góðum tökum á öryggismálunum og sagði í gríni að hann myndi mæta fyrir aftökusveit ef öryggisástandið í landinu yrði ekki orðið betra í febrúar á næsta ári. Meira en þrjú þúsund manns hafa týnt lífinu í átökum í Afganistan á þessu ári, flestir þeirra herskáir talibanar en einnig töluvert af erlendum og afgönskum hermönnum. Uppreisn talibana náði hámarki í sumar og hafa átökin í landinu ekki verið harðari frá því að talibanastjórnin féll fyrir fimm árum. Að NATO skuli hafa tekið við stjórn alls heraflans í Afganistan er greinilegt merki um breyttar áherslur bandalagsins, sem sér ekki lengur ástæðu til þess að takmarka aðgerðir sínar við Norður-Atlantshafssvæðið. „NATO hefur aldrei gengist undir slíka raun, sem þessa,“ segir Seth Jones, bandarískur sérfræðingur í málefnum Afganistans. „Bandalagið á gífurlega erfitt verkefni fyrir höndum.“ Heraflinn, sem nú er allur kominn undir yfirstjórn NATO, er skipaður 31 þúsund hermönnum. Flestir þeirra eru bandarískir, eða 12 þúsund, en rúmlega fimm þúsund eru frá Bretlandi, tæplega þrjú þúsund frá Þýskalandi og svo eru Holland, Kanada, Ítalía og Frakkland einnig með þúsund hermenn eða fleiri, hvert land. Inni í þessum tölum um fjölda hermanna eru fimmtán íslenskir friðargæsluliðar, sem flestir starfa á flugvellinum í Kabúl við fjölbreytileg störf. Meðal annars starfa þar íslenskir slökkviliðsmenn, flugumsjónarmenn og vélamenn, en Tyrkir tóku við stjórn flugvallarins af Íslendingum snemma á síðasta ári.
Erlent Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira