Sport

Sir Alex aðvarar Solskjær

Alex Ferguson hefur sagt norska framherjanum Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United að gera sér ekki of miklar vonir um að ná að spila leik með aðalliði félagsins á ný, en sá norski hefur sem kunnugt er ekki spilað leik með United í 15 mánuði. Solskjær er orðinn 32 ára gamall og þó fréttir berist af því að hann sé farinn að spila með varaliði United, er Ferguson ekki of bjartsýnn. "Ég er ekki viss um að hann spili fyrir aðalliðið aftur. Þegar maður er þetta gamall og er svona lengi frá, er útlitið ekki sérlega glæsilegt," sagði Ferguson. Solskjær hefur skorað 85 mörk fyrir liðið í 213 leikjum, en hann var keyptur til United frá Molde í Noregi fyrir litla eina og hálfa milljón punda á sínum tíma, sem verða að teljast ansi góð kaup



Fleiri fréttir

Sjá meira


×