Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2025 07:32 Lionel Messi og Ángel Di María með heimsbikarinn sem Argentínumenn unnu fyrir þremur árum síðan. Getty/Gustavo Pagano Argentínska lögreglan gerði áhlaup á skrifstofur knattspyrnusambandsins og nokkurra argentínskra fótboltafélaga í gær. Aðgerðin var liður í yfirstandandi spillingarrannsókn. Fréttastofan AFP greinir frá lögregluáhlaupinu á þriðjudag. Argentínskir fjölmiðlar fjalla einnig um aðgerðina sem sögð er tengjast peningaþvættismáli. Að sögn argentínska dagblaðsins Olé mun alríkisdómarinn sem stýrir rannsókn málsins hafa fyrirskipað fjölda áhlaupa á ýmis knattspyrnufélög og sjálft knattspyrnusambandið. Banfield, San Lorenzo, Racing og Independiente eru sögð vera meðal þeirra félaga sem fengu rannsóknarlögreglumenn í heimsókn. „Hingað til hafa 25 til 30 áhlaup verið gerð hjá félögum og á einkaheimilum,“ segir heimildarmaður AFP. Viðkomandi staðfestir einnig aðgerðina gegn höfuðstöðvum sambandsins. Rannsakendur eru sagðir leita að bókhaldsupplýsingum sem tengjast fjármálafyrirtækinu Sur Finanzas, sem styrkir nokkur félög. Fyrirtækið er grunað um lögbrot. Í síðasta mánuði lögðu skattyfirvöld fram kvörtun á hendur fyrirtækinu og sökuðu það um að koma sér undan skatti af 550 milljónum dollara í argentínskum pesóum. Það jafngildir rúmlega sjötíu milljörðum íslenskra króna. Fyrirtækið hefur gert fjölda viðskiptasamninga innan argentínska knattspyrnuheimsins og framkvæmdastjórinn Ariel Vallejo er sagður í nánum tengslum við Claudio Tapia, forseta knattspyrnusambandsins. Á síðasta ári var Sur Finanzas opinber styrktaraðili argentínsku knattspyrnudeildarinnar og landsliðsins. Argentína Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Leeds - Arsenal | Snúinn leikur fyrir toppliðið Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Sjá meira
Fréttastofan AFP greinir frá lögregluáhlaupinu á þriðjudag. Argentínskir fjölmiðlar fjalla einnig um aðgerðina sem sögð er tengjast peningaþvættismáli. Að sögn argentínska dagblaðsins Olé mun alríkisdómarinn sem stýrir rannsókn málsins hafa fyrirskipað fjölda áhlaupa á ýmis knattspyrnufélög og sjálft knattspyrnusambandið. Banfield, San Lorenzo, Racing og Independiente eru sögð vera meðal þeirra félaga sem fengu rannsóknarlögreglumenn í heimsókn. „Hingað til hafa 25 til 30 áhlaup verið gerð hjá félögum og á einkaheimilum,“ segir heimildarmaður AFP. Viðkomandi staðfestir einnig aðgerðina gegn höfuðstöðvum sambandsins. Rannsakendur eru sagðir leita að bókhaldsupplýsingum sem tengjast fjármálafyrirtækinu Sur Finanzas, sem styrkir nokkur félög. Fyrirtækið er grunað um lögbrot. Í síðasta mánuði lögðu skattyfirvöld fram kvörtun á hendur fyrirtækinu og sökuðu það um að koma sér undan skatti af 550 milljónum dollara í argentínskum pesóum. Það jafngildir rúmlega sjötíu milljörðum íslenskra króna. Fyrirtækið hefur gert fjölda viðskiptasamninga innan argentínska knattspyrnuheimsins og framkvæmdastjórinn Ariel Vallejo er sagður í nánum tengslum við Claudio Tapia, forseta knattspyrnusambandsins. Á síðasta ári var Sur Finanzas opinber styrktaraðili argentínsku knattspyrnudeildarinnar og landsliðsins.
Argentína Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Leeds - Arsenal | Snúinn leikur fyrir toppliðið Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Sjá meira