Fótbolti

Stefán Teitur spilaði í jafn­tefli gegn toppliðinu

Aron Guðmundsson skrifar
Stefán Teitur Þórðarson í leik með Preston
Stefán Teitur Þórðarson í leik með Preston PNEFC/Ian Robinson

Stefán Teitur Þórðarson spilaði rúman stundarfjórðung fyrir Preston North End þegar að liðið gerði jafntefli við topplið ensku B-deildarinnar. Coventry City.

Lið Coventry City hefur verið hreint út sagt frábært undir stjórn Frank Lampard á yfirstandandi tímabili en þeim tókst ekki að sækja sigur á heimavelli Preston í dag. Stefán Teitur byrjaði leikinn á bekknum en kom inn á þegar sjötíu og fimm mínútur höfðu liðið af leiknum. 

Preston varð fyrir áfalli í fyrri hálfleik er Liam Lindsay, leikmaður liðsins var rekinn af velli með rautt spjald og sjálfsmark frá Andrew Hughes á 70.mínútu var heldur ekki að hjálpa liðinu. Daniel Jebbison tókst hins vegar að jafna leikinn og tryggja Preston gott stig á heimavelli. 

Lokatölur 1-1. Coventry sem fyrr á toppi B-deildarinnar með fimm stiga forskot á næsta lið. Preston er í 4.sæti með 32 stig, tólf stigum á eftir Coventry. 

Þá spilaði Andri Lucas Guðjohnsen allan leikinn í liði Blackburn Rovers sem gerði 1-1 jafntefli við Oxford City á heimavelli. Blackburn lenti undir í fyrri hálfleik en Todd Cantwell tryggði liðinu jafntefli með marki úr vítaspyrnu á 78. mínútu. Blackburn er í 20.sæti með þremur stigum meira en Oxford í 21. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×