Handbolti

Norska lands­liðið flaug á­fram í undan­úr­slit

Aron Guðmundsson skrifar
Henny Ella Reistad fór mikinn í markaskorun í kvöld.
Henny Ella Reistad fór mikinn í markaskorun í kvöld. Vísir/Getty

Norska kvennalandsliðið í handbolta tryggði sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsins með öruggum sigri á Svartfjallalandi í kvöld. Lokatölur 32-23 sigur Noregs. 

Norska landsliðið hefur ekki þurft að hafa mikið fyrir sigrum sínum á mótinu til þessa. Liðið hefur unnið alla sína leiki og verður að teljast ansi líklegt til þess að sækja gullið aftur í ár. 

Sigur liðsins í dag var aldrei í hættu. Henny Ella Reistad var í banastuði og endaði sem markahæsti leikmaður vallarins með níu mörk. 

Sæti í undanúrslitum tryggt hjá Noregi í enn eitt skiptið. Liðið mætir þar sigurvegaranum úr leik Hollands og Ungverjalands, þau lið mætast í átta liða úrslitum á morgun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×