Miami 2 - Detroit 2 1. júní 2005 00:01 Meistarar Detroit Pistons létu ekki fjölmiðlafárið í kring um yfirvofandi brotthvarf þjálfara síns á sig fá í gær og jöfnuðu metin í einvíginu við Miami Heat með 106-96 sigri í nótt. Richard Hamilton fór mikinn á báðum endum vallarins og heimamenn nýttu sér villuvandræði Shaquille O´Neal. Rétt eins og í síðustu umferð, náðu Pistons að jafna metin eftir að hafa lent undir 2-1 og halda nú niður til Flórída í þriðja leikinn, sem sýndur verður beint á Sýn á fimmtudagskvöldið. "Við höfum bara áhyggjur af Miami Heat núna og okkur er alveg sama hvað þjálfari okkar er að gera. Við erum að reyna að verja titilinn og höfum engann tíma til að velta okkur upp úr því hvað þjálfarinn er að gera, það er seinni tíma vandamál," sagði Chauncey Billups. Detroit missti boltann ekki einu sinni í fyrri hálfleiknum í gær og léku sinn besta leik í seríunni. Richard Hamilton spilaði góða vörn á Dwayne Wade og hélt honum í "aðeins" 28 stigum. "Það var allt annað að sjá til strákanna í leiknum í gær og nú þurfum við að finna leið til að vinna á útivelli til að snúa einvíginu okkur í hag," sagði Larry Brown, þjálfari Indiana. Það er jafnan til marks um að Detroit sé að leika vel þegar Darko Milicic fær að koma inná og hann fékk að spila heilar 93 sekúndur í leiknum í gær, sínar fyrstu í seríunni. "Stóru mennirnir þeirra léku vel í kvöld og við áttum ekkert svar við þeim. Þetta var frábær leikur af þeirra hálfu," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Miami. Dwayne Wade vildi ekki gera mikið úr varnarleiknum sem Richard Hamilton spilaði á hann og sagðist eiga sökina sjálfur. "Ég fékk öll þau skot sem ég vildi í leiknum, en náði bara ekki að nýta þau," sagði hin unga stjarna eftir leikinn. Þetta var fyrsta tap Miami á útivelli í úrslitakeppninni, en aðeins liði Los Angeles Lakers um aldarmótin tókst að fara í gegn um úrslitakeppnina ósigrað á útivellil þegar þeir urðu meistarar og unnu alla átta útileiki sína. Shaquille O´Neal, sem var burðarásinn í því liði, neitaði að tala við blaðamenn eftir leikinn í gær og bíður því eflaust með næsta gullkorn þangað til Miami vinnur aftur. Atkvæðamestir hjá Detroit:Rip Hamilton 28 stig (8 stoðs), Rasheed Wallace 20 stig, Chauncey Billups 17 stig (7 stoðs), Tayshaun Prince 15 stig (9 frák), Antonio McDyess 6 stig, Lindsey Hunter 6 stig, Carlos Arroyo 5 stig, Elden Campell 5 stig, Ben Wallace 4 stig (15 frák).Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 28 stig (6 stoðs), Udonis Haslem 14 stig (9 frák), Shaquille O´Neal 12 stig, Eddie Jones 11 stig (10 frák), Keyon Dooling 11 stig, Damon Jones 6 stig, Alonzo Mourning 4 stig (4 frák, 4 varin). NBA Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Gæti mætt mömmu sinni á EM Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Mikið áfall fyrir Eyjakonur Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjá meira
Meistarar Detroit Pistons létu ekki fjölmiðlafárið í kring um yfirvofandi brotthvarf þjálfara síns á sig fá í gær og jöfnuðu metin í einvíginu við Miami Heat með 106-96 sigri í nótt. Richard Hamilton fór mikinn á báðum endum vallarins og heimamenn nýttu sér villuvandræði Shaquille O´Neal. Rétt eins og í síðustu umferð, náðu Pistons að jafna metin eftir að hafa lent undir 2-1 og halda nú niður til Flórída í þriðja leikinn, sem sýndur verður beint á Sýn á fimmtudagskvöldið. "Við höfum bara áhyggjur af Miami Heat núna og okkur er alveg sama hvað þjálfari okkar er að gera. Við erum að reyna að verja titilinn og höfum engann tíma til að velta okkur upp úr því hvað þjálfarinn er að gera, það er seinni tíma vandamál," sagði Chauncey Billups. Detroit missti boltann ekki einu sinni í fyrri hálfleiknum í gær og léku sinn besta leik í seríunni. Richard Hamilton spilaði góða vörn á Dwayne Wade og hélt honum í "aðeins" 28 stigum. "Það var allt annað að sjá til strákanna í leiknum í gær og nú þurfum við að finna leið til að vinna á útivelli til að snúa einvíginu okkur í hag," sagði Larry Brown, þjálfari Indiana. Það er jafnan til marks um að Detroit sé að leika vel þegar Darko Milicic fær að koma inná og hann fékk að spila heilar 93 sekúndur í leiknum í gær, sínar fyrstu í seríunni. "Stóru mennirnir þeirra léku vel í kvöld og við áttum ekkert svar við þeim. Þetta var frábær leikur af þeirra hálfu," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Miami. Dwayne Wade vildi ekki gera mikið úr varnarleiknum sem Richard Hamilton spilaði á hann og sagðist eiga sökina sjálfur. "Ég fékk öll þau skot sem ég vildi í leiknum, en náði bara ekki að nýta þau," sagði hin unga stjarna eftir leikinn. Þetta var fyrsta tap Miami á útivelli í úrslitakeppninni, en aðeins liði Los Angeles Lakers um aldarmótin tókst að fara í gegn um úrslitakeppnina ósigrað á útivellil þegar þeir urðu meistarar og unnu alla átta útileiki sína. Shaquille O´Neal, sem var burðarásinn í því liði, neitaði að tala við blaðamenn eftir leikinn í gær og bíður því eflaust með næsta gullkorn þangað til Miami vinnur aftur. Atkvæðamestir hjá Detroit:Rip Hamilton 28 stig (8 stoðs), Rasheed Wallace 20 stig, Chauncey Billups 17 stig (7 stoðs), Tayshaun Prince 15 stig (9 frák), Antonio McDyess 6 stig, Lindsey Hunter 6 stig, Carlos Arroyo 5 stig, Elden Campell 5 stig, Ben Wallace 4 stig (15 frák).Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 28 stig (6 stoðs), Udonis Haslem 14 stig (9 frák), Shaquille O´Neal 12 stig, Eddie Jones 11 stig (10 frák), Keyon Dooling 11 stig, Damon Jones 6 stig, Alonzo Mourning 4 stig (4 frák, 4 varin).
NBA Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Gæti mætt mömmu sinni á EM Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Mikið áfall fyrir Eyjakonur Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjá meira