Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2025 12:45 Ágúst Elí Björgvinsson fagnar sigri með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu 2022. Getty/Nikola Krstic Íslenski handboltamarkvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson sinnir nú sérstöku útkalli hjá besta handboltaliði Danmerkur. Aalborg Håndbold hefur unnið danska meistaratitilinn undanfarin tvö ár og alls fimm sinnum frá árinu 2019. Danska goðsögnin Niklas Landin stendur í marki liðsins en þurfti að fara í aðgerð vegna meiðsla á hné. Landin verður vegna þessa frá í sex til átta vikur eins og kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Ágúst Elí leysir af Landin á þessum tíma en Álaborgarmenn fá hann á láni frá Ribe-Esbjerg. Í tilkynningunni segist Landin vera pirraður yfir þessu en hann þurfti að láta laga hjá sér liðþófann. „Ég trúi því og er ánægður með að ég verð ekki lengi frá. Ég vonast til að geta komist aftur inn á völlinn sem fyrst,“ sagði Niklas Landin í tilkynningu Álaborgarliðsins. Ágúst er þrítugur og þekkir vel dönsku deildina. Hann hefur spilað þar síðan 2020, fyrst með KIF Kolding og svo með Ribe-Esbjerg frá 2022. Hann fór fyrst út í atvinnumennsku árið 2018 eftir að hafa spilað áður með FH. Ágúst hefur síðan verið í kringum íslenska A-landsliðið síðan hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir átta árum síðan. Hann hefur spilað 53 A-landsleiki. Það er samt stórt skarð að fylla að leysa af markvörð eins og hinn frábæra Landin. Hinn 36 ára gamli Niklas Landin er einn besti markvörður allra tíma. Hann vann á sínum tíma sex gullverðlaun með danska landsliðinu á stórmótum þar af þrjá heimsmeistaratitla. Hann varð þrisvar þýskur meistari með Kel og hefur orðið þrisvar danskur meistari. Vis dette opslag på Instagram Et opslag delt af Aalborg Håndbold (@aalborghaandbold) Danski handboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
Aalborg Håndbold hefur unnið danska meistaratitilinn undanfarin tvö ár og alls fimm sinnum frá árinu 2019. Danska goðsögnin Niklas Landin stendur í marki liðsins en þurfti að fara í aðgerð vegna meiðsla á hné. Landin verður vegna þessa frá í sex til átta vikur eins og kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Ágúst Elí leysir af Landin á þessum tíma en Álaborgarmenn fá hann á láni frá Ribe-Esbjerg. Í tilkynningunni segist Landin vera pirraður yfir þessu en hann þurfti að láta laga hjá sér liðþófann. „Ég trúi því og er ánægður með að ég verð ekki lengi frá. Ég vonast til að geta komist aftur inn á völlinn sem fyrst,“ sagði Niklas Landin í tilkynningu Álaborgarliðsins. Ágúst er þrítugur og þekkir vel dönsku deildina. Hann hefur spilað þar síðan 2020, fyrst með KIF Kolding og svo með Ribe-Esbjerg frá 2022. Hann fór fyrst út í atvinnumennsku árið 2018 eftir að hafa spilað áður með FH. Ágúst hefur síðan verið í kringum íslenska A-landsliðið síðan hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir átta árum síðan. Hann hefur spilað 53 A-landsleiki. Það er samt stórt skarð að fylla að leysa af markvörð eins og hinn frábæra Landin. Hinn 36 ára gamli Niklas Landin er einn besti markvörður allra tíma. Hann vann á sínum tíma sex gullverðlaun með danska landsliðinu á stórmótum þar af þrjá heimsmeistaratitla. Hann varð þrisvar þýskur meistari með Kel og hefur orðið þrisvar danskur meistari. Vis dette opslag på Instagram Et opslag delt af Aalborg Håndbold (@aalborghaandbold)
Danski handboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira