Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2025 10:31 Townsend með syni sínum Adyn Aubrey sem kom í heiminn í mars 2021. @tay_taytownsend Bandarísku tenniskonunni Taylor Townsend tókst að skrifa nýjan kafla í tennissöguna í þessari viku eftir að í ljós kom að hún er númer eitt á heimslistanum meðal þeirra í heiminum sem keppa í tvíliðaleik kvenna Townsend og tvíliðaleiksfélagi hennar Shuai Zhang tryggðu sér efsta sætið á heimslistanum með því að komast í úrslitaleikinn á WTA 500 Mubadala Citi mótinu sem fór fram í Washington DC í Bandaríkjunum. Með því varð það staðfest að Townsend er fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum á styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins, WTA. View this post on Instagram A post shared by The GIST USA (@thegistusa) „Þetta er ánægjulegasta ferðalagið sem ég gat farið í,“ sagði Taylor Townsend eftir leikinn. „Að hafa náð efsta sætinu á heimslistanum eftir að hafa eignast son minn. Ég hef þurft að komast í gegnum svo mörg próf og svo mikið mótlæti en tókst samt að afreka hluti sem ég hafði aldrei áður afrekað,“ sagði Townsend. „Ég er búin að vinna tvö risamót og vinna Masters 1000 mótið. Að verða sú besta í heimi er það stórkostlegasta við þetta allt saman,“ sagði Townsend. Townsend er aðeins þrettánda bandaríska tenniskonan sem kemst í efsta sæti heimslistanum í tvíliðaleik. Hinar eru Martina Navratilova, Pam Shriver, Gigi Fernandez, Lindsay Davenport, Corina Morariu, Lisa Raymond, Liezel Huber, Venus Williams, Serena Williams, Bethanie Mattek-Sands, Coco Gauff og Jessica Pegula. Townsend er 29 ára gömul en sonur hennar, Adyn Aubrey, kom í heiminn í mars 2021. Hann er því orðinn fjögurra ára gamall og upplifir nú að eiga mömmu sem er best í heimi. View this post on Instagram A post shared by Taylor Townsend (@tay_taytownsend) Tennis Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sjá meira
Townsend og tvíliðaleiksfélagi hennar Shuai Zhang tryggðu sér efsta sætið á heimslistanum með því að komast í úrslitaleikinn á WTA 500 Mubadala Citi mótinu sem fór fram í Washington DC í Bandaríkjunum. Með því varð það staðfest að Townsend er fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum á styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins, WTA. View this post on Instagram A post shared by The GIST USA (@thegistusa) „Þetta er ánægjulegasta ferðalagið sem ég gat farið í,“ sagði Taylor Townsend eftir leikinn. „Að hafa náð efsta sætinu á heimslistanum eftir að hafa eignast son minn. Ég hef þurft að komast í gegnum svo mörg próf og svo mikið mótlæti en tókst samt að afreka hluti sem ég hafði aldrei áður afrekað,“ sagði Townsend. „Ég er búin að vinna tvö risamót og vinna Masters 1000 mótið. Að verða sú besta í heimi er það stórkostlegasta við þetta allt saman,“ sagði Townsend. Townsend er aðeins þrettánda bandaríska tenniskonan sem kemst í efsta sæti heimslistanum í tvíliðaleik. Hinar eru Martina Navratilova, Pam Shriver, Gigi Fernandez, Lindsay Davenport, Corina Morariu, Lisa Raymond, Liezel Huber, Venus Williams, Serena Williams, Bethanie Mattek-Sands, Coco Gauff og Jessica Pegula. Townsend er 29 ára gömul en sonur hennar, Adyn Aubrey, kom í heiminn í mars 2021. Hann er því orðinn fjögurra ára gamall og upplifir nú að eiga mömmu sem er best í heimi. View this post on Instagram A post shared by Taylor Townsend (@tay_taytownsend)
Tennis Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sjá meira