Ráðningar stjórnmálamanna 6. maí 2005 00:01 Ráðning Guðjóns Guðmundssonar, fyrrum þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem framkvæmdastjóra dvalarheimilisins Höfða á Akranesi vekur upp minningar um ýmsar ráðningar stjórnmálamanna í gegnum tíðina sem taldar hafa verið til marks um samtryggingu íslenskra stjórnmálamanna, bitlingakerfi sem tryggir þeim þægilega vinnu þegar þeir hafa fallið af þingi eða fengið sig sadda á stjórnmálavafstrinu. Reyndar er rétt að taka fram áður en lengra er haldið að Guðjón þvertekur fyrir að hafa haft samráð við stjórn dvalarheimilsins eða bæjarstjórnarminnihluta Sjálfstæðisflokksins á Akranesi þegar hann lagði fram umsókn sína. Þetta segir hann í Fréttablaðinu í dag og segist hafa tekið ákvörðun um að sækja um þar sem hann uppfyllti hæfiskröfur. Margar umdeildar ráðningar Af nógu er að taka þegar litið er til ráðninga sem hafa valdið deilum. Þannig var umdeilt þegar Davíð Oddsson skipaði Júlíus Hafstein, fyrrum samstarfsmann sinn í borgarstjórn, sem sendiherra og setti hann yfir skrifstofu ferðamála- og viðskiptaþjónustu sem Martin Eyjólfsson sendifulltrúi hafði veitt forstöðu við góðan orðstír. Þá þurfti ekki að leita langt aftur til annarra sendiherraskipana sem vöktu athygli. Ólafur Davíðsson, fyrrum ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, var gerður að sendiherra þegar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson skiptust á ráðuneytum og þá má ekki gleyma því að einn anginn af uppstokkun í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins eftir síðustu kosningar var að Tómas Ingi Olrich var gerður að sendiherra og tilkynnti formaður flokksins þá ákvörðun í sömu andránni og hann kynnti aðrar breytingar á ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn eru ekki þeir einu sem hafa verið ráðnir til starfa hjá hinu opinbera. Því fer fjarri. Þannig rifjast upp staða Ólafs Arnar Haraldssonar sem hætti á þingi í síðustu kosningum og rýmdi þar með fyrir Halldóri Ásgrímssyni þegar hann ákvað að fara í framboð í Reykjavík. Þá birtist þessi setning í grein Fréttablaðsins þar sem fjallað var um bitlinga til stjórnmálamanna. "Svipað er uppi á teningnum með Ólaf Örn Haraldsson og brotthvarf hans af þingi. Hann segist reyndar ekki fá neitt í staðinn en áhrifamenn í Framsóknarflokknum sem blaðamenn Fréttablaðsins hafa rætt við segja að verið sé að leita að hentugu starfi fyrir hann." Þetta kann að hafa sannast fyrir ekki svo margt löngu þegar Ólafur Örn var settur yfir Ratsjárstofnun. Bitlingakerfið jafn gamalt heimastjórninni Bitlingakerfið íslenska er jafn gamalt heimastjórninni. Svona lýsti Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, fyrirbærinu þegar rætt var við hann í janúar 2003: Meginreglan við tilurð bitlingakerfis er að lýðræði verði til í landi áður en sterkt skrifræði kemur til sögunnar. "Þá hafa stjórnmálamenn, ekki bara hér á landi heldur annars staðar líka, hneigst til þess að nota þau gæði sem eru í ríkiskerfinu til að verðlauna sína stuðningsmenn og í raun og veru kaupa sér stuðning," sagði Gunnar Helgi. "Þetta átti við hér á landi. Hér var ekki til sterk skrifræðishefð þegar við fengum heimastjórn. Þetta fylgdi stjórnarráðinu frá upphafi en þó sérstaklega þegar flokkarnir byrjuðu að skipuleggja sig, í kringum 1930. Þá fóru þeir að nota mjög grimmt það sem seta í sveitarstjórn eða ríkisstjórn veitti þeim. Ég held að það megi segja nokkurn veginn um alla flokkana að þeir hafi nýtt sér þetta, kannski í mismunandi miklum mæli." Gunnar Helgi sagði bitlingaúthlutun hafa minnkað mjög frá því sem mest var. "Þessi fyrirgreiðslustjórnmál voru mjög ríkt einkenni á íslenskum stjórnmálum frá fjórða áratugnum en hafa farið dvínandi í seinni tíð. Það eru skýrari reglur um opinbera geirann og það er ekki pólitísk stýring á jafnmiklum gæðum og áður þó að þetta sé til ennþá. Umfang þessa kerfis er ekkert svipað því sem var milli 1950 og 1960." Það mætti því ef til vill tala um sjötta áratuginn sem gullöld bitlinganna, þótt Gunnar Helgi hafi verið efins um að það orð væri við hæfi. Síðar fór að draga úr þessu og nefndi Gunnar Helgi nokkrar ástæður fyrir því. "Eftir Vilmundartímann, eftir að fréttamennskan varð óháðari stjórnmálaöflunum en áður varð þetta líka áhættusamara. Það hefur alltaf orðið töluverð sprenging í kringum þetta eftir það og ég held að stjórnmálamenn vari sig aðeins meira á þessu en áður. Þeir finna að þetta er ekki vinsælt og að þeir brenna sig svolítið á þessu." Brynjólfur Þór Guðmundsson -brynjolfur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Í brennidepli Skoðanir Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ráðning Guðjóns Guðmundssonar, fyrrum þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem framkvæmdastjóra dvalarheimilisins Höfða á Akranesi vekur upp minningar um ýmsar ráðningar stjórnmálamanna í gegnum tíðina sem taldar hafa verið til marks um samtryggingu íslenskra stjórnmálamanna, bitlingakerfi sem tryggir þeim þægilega vinnu þegar þeir hafa fallið af þingi eða fengið sig sadda á stjórnmálavafstrinu. Reyndar er rétt að taka fram áður en lengra er haldið að Guðjón þvertekur fyrir að hafa haft samráð við stjórn dvalarheimilsins eða bæjarstjórnarminnihluta Sjálfstæðisflokksins á Akranesi þegar hann lagði fram umsókn sína. Þetta segir hann í Fréttablaðinu í dag og segist hafa tekið ákvörðun um að sækja um þar sem hann uppfyllti hæfiskröfur. Margar umdeildar ráðningar Af nógu er að taka þegar litið er til ráðninga sem hafa valdið deilum. Þannig var umdeilt þegar Davíð Oddsson skipaði Júlíus Hafstein, fyrrum samstarfsmann sinn í borgarstjórn, sem sendiherra og setti hann yfir skrifstofu ferðamála- og viðskiptaþjónustu sem Martin Eyjólfsson sendifulltrúi hafði veitt forstöðu við góðan orðstír. Þá þurfti ekki að leita langt aftur til annarra sendiherraskipana sem vöktu athygli. Ólafur Davíðsson, fyrrum ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, var gerður að sendiherra þegar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson skiptust á ráðuneytum og þá má ekki gleyma því að einn anginn af uppstokkun í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins eftir síðustu kosningar var að Tómas Ingi Olrich var gerður að sendiherra og tilkynnti formaður flokksins þá ákvörðun í sömu andránni og hann kynnti aðrar breytingar á ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn eru ekki þeir einu sem hafa verið ráðnir til starfa hjá hinu opinbera. Því fer fjarri. Þannig rifjast upp staða Ólafs Arnar Haraldssonar sem hætti á þingi í síðustu kosningum og rýmdi þar með fyrir Halldóri Ásgrímssyni þegar hann ákvað að fara í framboð í Reykjavík. Þá birtist þessi setning í grein Fréttablaðsins þar sem fjallað var um bitlinga til stjórnmálamanna. "Svipað er uppi á teningnum með Ólaf Örn Haraldsson og brotthvarf hans af þingi. Hann segist reyndar ekki fá neitt í staðinn en áhrifamenn í Framsóknarflokknum sem blaðamenn Fréttablaðsins hafa rætt við segja að verið sé að leita að hentugu starfi fyrir hann." Þetta kann að hafa sannast fyrir ekki svo margt löngu þegar Ólafur Örn var settur yfir Ratsjárstofnun. Bitlingakerfið jafn gamalt heimastjórninni Bitlingakerfið íslenska er jafn gamalt heimastjórninni. Svona lýsti Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, fyrirbærinu þegar rætt var við hann í janúar 2003: Meginreglan við tilurð bitlingakerfis er að lýðræði verði til í landi áður en sterkt skrifræði kemur til sögunnar. "Þá hafa stjórnmálamenn, ekki bara hér á landi heldur annars staðar líka, hneigst til þess að nota þau gæði sem eru í ríkiskerfinu til að verðlauna sína stuðningsmenn og í raun og veru kaupa sér stuðning," sagði Gunnar Helgi. "Þetta átti við hér á landi. Hér var ekki til sterk skrifræðishefð þegar við fengum heimastjórn. Þetta fylgdi stjórnarráðinu frá upphafi en þó sérstaklega þegar flokkarnir byrjuðu að skipuleggja sig, í kringum 1930. Þá fóru þeir að nota mjög grimmt það sem seta í sveitarstjórn eða ríkisstjórn veitti þeim. Ég held að það megi segja nokkurn veginn um alla flokkana að þeir hafi nýtt sér þetta, kannski í mismunandi miklum mæli." Gunnar Helgi sagði bitlingaúthlutun hafa minnkað mjög frá því sem mest var. "Þessi fyrirgreiðslustjórnmál voru mjög ríkt einkenni á íslenskum stjórnmálum frá fjórða áratugnum en hafa farið dvínandi í seinni tíð. Það eru skýrari reglur um opinbera geirann og það er ekki pólitísk stýring á jafnmiklum gæðum og áður þó að þetta sé til ennþá. Umfang þessa kerfis er ekkert svipað því sem var milli 1950 og 1960." Það mætti því ef til vill tala um sjötta áratuginn sem gullöld bitlinganna, þótt Gunnar Helgi hafi verið efins um að það orð væri við hæfi. Síðar fór að draga úr þessu og nefndi Gunnar Helgi nokkrar ástæður fyrir því. "Eftir Vilmundartímann, eftir að fréttamennskan varð óháðari stjórnmálaöflunum en áður varð þetta líka áhættusamara. Það hefur alltaf orðið töluverð sprenging í kringum þetta eftir það og ég held að stjórnmálamenn vari sig aðeins meira á þessu en áður. Þeir finna að þetta er ekki vinsælt og að þeir brenna sig svolítið á þessu." Brynjólfur Þór Guðmundsson -brynjolfur@frettabladid.is
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar