Ráðningar stjórnmálamanna 6. maí 2005 00:01 Ráðning Guðjóns Guðmundssonar, fyrrum þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem framkvæmdastjóra dvalarheimilisins Höfða á Akranesi vekur upp minningar um ýmsar ráðningar stjórnmálamanna í gegnum tíðina sem taldar hafa verið til marks um samtryggingu íslenskra stjórnmálamanna, bitlingakerfi sem tryggir þeim þægilega vinnu þegar þeir hafa fallið af þingi eða fengið sig sadda á stjórnmálavafstrinu. Reyndar er rétt að taka fram áður en lengra er haldið að Guðjón þvertekur fyrir að hafa haft samráð við stjórn dvalarheimilsins eða bæjarstjórnarminnihluta Sjálfstæðisflokksins á Akranesi þegar hann lagði fram umsókn sína. Þetta segir hann í Fréttablaðinu í dag og segist hafa tekið ákvörðun um að sækja um þar sem hann uppfyllti hæfiskröfur. Margar umdeildar ráðningar Af nógu er að taka þegar litið er til ráðninga sem hafa valdið deilum. Þannig var umdeilt þegar Davíð Oddsson skipaði Júlíus Hafstein, fyrrum samstarfsmann sinn í borgarstjórn, sem sendiherra og setti hann yfir skrifstofu ferðamála- og viðskiptaþjónustu sem Martin Eyjólfsson sendifulltrúi hafði veitt forstöðu við góðan orðstír. Þá þurfti ekki að leita langt aftur til annarra sendiherraskipana sem vöktu athygli. Ólafur Davíðsson, fyrrum ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, var gerður að sendiherra þegar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson skiptust á ráðuneytum og þá má ekki gleyma því að einn anginn af uppstokkun í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins eftir síðustu kosningar var að Tómas Ingi Olrich var gerður að sendiherra og tilkynnti formaður flokksins þá ákvörðun í sömu andránni og hann kynnti aðrar breytingar á ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn eru ekki þeir einu sem hafa verið ráðnir til starfa hjá hinu opinbera. Því fer fjarri. Þannig rifjast upp staða Ólafs Arnar Haraldssonar sem hætti á þingi í síðustu kosningum og rýmdi þar með fyrir Halldóri Ásgrímssyni þegar hann ákvað að fara í framboð í Reykjavík. Þá birtist þessi setning í grein Fréttablaðsins þar sem fjallað var um bitlinga til stjórnmálamanna. "Svipað er uppi á teningnum með Ólaf Örn Haraldsson og brotthvarf hans af þingi. Hann segist reyndar ekki fá neitt í staðinn en áhrifamenn í Framsóknarflokknum sem blaðamenn Fréttablaðsins hafa rætt við segja að verið sé að leita að hentugu starfi fyrir hann." Þetta kann að hafa sannast fyrir ekki svo margt löngu þegar Ólafur Örn var settur yfir Ratsjárstofnun. Bitlingakerfið jafn gamalt heimastjórninni Bitlingakerfið íslenska er jafn gamalt heimastjórninni. Svona lýsti Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, fyrirbærinu þegar rætt var við hann í janúar 2003: Meginreglan við tilurð bitlingakerfis er að lýðræði verði til í landi áður en sterkt skrifræði kemur til sögunnar. "Þá hafa stjórnmálamenn, ekki bara hér á landi heldur annars staðar líka, hneigst til þess að nota þau gæði sem eru í ríkiskerfinu til að verðlauna sína stuðningsmenn og í raun og veru kaupa sér stuðning," sagði Gunnar Helgi. "Þetta átti við hér á landi. Hér var ekki til sterk skrifræðishefð þegar við fengum heimastjórn. Þetta fylgdi stjórnarráðinu frá upphafi en þó sérstaklega þegar flokkarnir byrjuðu að skipuleggja sig, í kringum 1930. Þá fóru þeir að nota mjög grimmt það sem seta í sveitarstjórn eða ríkisstjórn veitti þeim. Ég held að það megi segja nokkurn veginn um alla flokkana að þeir hafi nýtt sér þetta, kannski í mismunandi miklum mæli." Gunnar Helgi sagði bitlingaúthlutun hafa minnkað mjög frá því sem mest var. "Þessi fyrirgreiðslustjórnmál voru mjög ríkt einkenni á íslenskum stjórnmálum frá fjórða áratugnum en hafa farið dvínandi í seinni tíð. Það eru skýrari reglur um opinbera geirann og það er ekki pólitísk stýring á jafnmiklum gæðum og áður þó að þetta sé til ennþá. Umfang þessa kerfis er ekkert svipað því sem var milli 1950 og 1960." Það mætti því ef til vill tala um sjötta áratuginn sem gullöld bitlinganna, þótt Gunnar Helgi hafi verið efins um að það orð væri við hæfi. Síðar fór að draga úr þessu og nefndi Gunnar Helgi nokkrar ástæður fyrir því. "Eftir Vilmundartímann, eftir að fréttamennskan varð óháðari stjórnmálaöflunum en áður varð þetta líka áhættusamara. Það hefur alltaf orðið töluverð sprenging í kringum þetta eftir það og ég held að stjórnmálamenn vari sig aðeins meira á þessu en áður. Þeir finna að þetta er ekki vinsælt og að þeir brenna sig svolítið á þessu." Brynjólfur Þór Guðmundsson -brynjolfur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Í brennidepli Skoðanir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Ráðning Guðjóns Guðmundssonar, fyrrum þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem framkvæmdastjóra dvalarheimilisins Höfða á Akranesi vekur upp minningar um ýmsar ráðningar stjórnmálamanna í gegnum tíðina sem taldar hafa verið til marks um samtryggingu íslenskra stjórnmálamanna, bitlingakerfi sem tryggir þeim þægilega vinnu þegar þeir hafa fallið af þingi eða fengið sig sadda á stjórnmálavafstrinu. Reyndar er rétt að taka fram áður en lengra er haldið að Guðjón þvertekur fyrir að hafa haft samráð við stjórn dvalarheimilsins eða bæjarstjórnarminnihluta Sjálfstæðisflokksins á Akranesi þegar hann lagði fram umsókn sína. Þetta segir hann í Fréttablaðinu í dag og segist hafa tekið ákvörðun um að sækja um þar sem hann uppfyllti hæfiskröfur. Margar umdeildar ráðningar Af nógu er að taka þegar litið er til ráðninga sem hafa valdið deilum. Þannig var umdeilt þegar Davíð Oddsson skipaði Júlíus Hafstein, fyrrum samstarfsmann sinn í borgarstjórn, sem sendiherra og setti hann yfir skrifstofu ferðamála- og viðskiptaþjónustu sem Martin Eyjólfsson sendifulltrúi hafði veitt forstöðu við góðan orðstír. Þá þurfti ekki að leita langt aftur til annarra sendiherraskipana sem vöktu athygli. Ólafur Davíðsson, fyrrum ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, var gerður að sendiherra þegar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson skiptust á ráðuneytum og þá má ekki gleyma því að einn anginn af uppstokkun í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins eftir síðustu kosningar var að Tómas Ingi Olrich var gerður að sendiherra og tilkynnti formaður flokksins þá ákvörðun í sömu andránni og hann kynnti aðrar breytingar á ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn eru ekki þeir einu sem hafa verið ráðnir til starfa hjá hinu opinbera. Því fer fjarri. Þannig rifjast upp staða Ólafs Arnar Haraldssonar sem hætti á þingi í síðustu kosningum og rýmdi þar með fyrir Halldóri Ásgrímssyni þegar hann ákvað að fara í framboð í Reykjavík. Þá birtist þessi setning í grein Fréttablaðsins þar sem fjallað var um bitlinga til stjórnmálamanna. "Svipað er uppi á teningnum með Ólaf Örn Haraldsson og brotthvarf hans af þingi. Hann segist reyndar ekki fá neitt í staðinn en áhrifamenn í Framsóknarflokknum sem blaðamenn Fréttablaðsins hafa rætt við segja að verið sé að leita að hentugu starfi fyrir hann." Þetta kann að hafa sannast fyrir ekki svo margt löngu þegar Ólafur Örn var settur yfir Ratsjárstofnun. Bitlingakerfið jafn gamalt heimastjórninni Bitlingakerfið íslenska er jafn gamalt heimastjórninni. Svona lýsti Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, fyrirbærinu þegar rætt var við hann í janúar 2003: Meginreglan við tilurð bitlingakerfis er að lýðræði verði til í landi áður en sterkt skrifræði kemur til sögunnar. "Þá hafa stjórnmálamenn, ekki bara hér á landi heldur annars staðar líka, hneigst til þess að nota þau gæði sem eru í ríkiskerfinu til að verðlauna sína stuðningsmenn og í raun og veru kaupa sér stuðning," sagði Gunnar Helgi. "Þetta átti við hér á landi. Hér var ekki til sterk skrifræðishefð þegar við fengum heimastjórn. Þetta fylgdi stjórnarráðinu frá upphafi en þó sérstaklega þegar flokkarnir byrjuðu að skipuleggja sig, í kringum 1930. Þá fóru þeir að nota mjög grimmt það sem seta í sveitarstjórn eða ríkisstjórn veitti þeim. Ég held að það megi segja nokkurn veginn um alla flokkana að þeir hafi nýtt sér þetta, kannski í mismunandi miklum mæli." Gunnar Helgi sagði bitlingaúthlutun hafa minnkað mjög frá því sem mest var. "Þessi fyrirgreiðslustjórnmál voru mjög ríkt einkenni á íslenskum stjórnmálum frá fjórða áratugnum en hafa farið dvínandi í seinni tíð. Það eru skýrari reglur um opinbera geirann og það er ekki pólitísk stýring á jafnmiklum gæðum og áður þó að þetta sé til ennþá. Umfang þessa kerfis er ekkert svipað því sem var milli 1950 og 1960." Það mætti því ef til vill tala um sjötta áratuginn sem gullöld bitlinganna, þótt Gunnar Helgi hafi verið efins um að það orð væri við hæfi. Síðar fór að draga úr þessu og nefndi Gunnar Helgi nokkrar ástæður fyrir því. "Eftir Vilmundartímann, eftir að fréttamennskan varð óháðari stjórnmálaöflunum en áður varð þetta líka áhættusamara. Það hefur alltaf orðið töluverð sprenging í kringum þetta eftir það og ég held að stjórnmálamenn vari sig aðeins meira á þessu en áður. Þeir finna að þetta er ekki vinsælt og að þeir brenna sig svolítið á þessu." Brynjólfur Þór Guðmundsson -brynjolfur@frettabladid.is
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun