Drottinn eða Mammon? 2. desember 2004 00:01 Það eru ekkert mörg ár síðan Langholtskirkju var skellt í lás, þegar saman tóku sig nokkrir trúarhópar sem ætluðu að sameinast í fyrirbæn kvöld eitt eftir að voveiflegir atburðir höfðu átt sér stað. Harmurinn risti svo djúpt að hópar fólks sem hversdagslega gátu ekki talað saman ákváðu að leggja stríðsaxir þverrifunnar til hliðar og sameinast í bæn til Guðs, þess eina afls í júníversinu sem velflestir trúarhópar eiga sameiginlegt (þótt ólíkar birtingarmyndir hafi). Ástæðan fyrir því að hurð þessarar tilteknu kirkju var skellt á nefið á trúuðu fólki í landinu var sú að yfirvöld í kirkjunni kærðu sig ekkert um alla þá kuklara og villutrúarmenn, sem höfðu af hreinni trúarþörf leyft sér að leita út fyrir bókstafstrúar heilaþvottinn úr prédikunum þjóðkirkju "þjónanna". Kirkjur landsins höfðu engan áhuga á fólki sem hugsaði, fólki sem var leitandi, fólki sem var ekki trúarlega fullnægt af því fólki sem hafði menntast í háskóla til þess að viðhalda hinni lögskipuðu íslensku trú. Hinni einu sönnu. Í ljós kom að gjörningurinn var bara hluti af hinu sanna og eðlilega sjálfseyðandi afli allra stofnana sem hafa vaxið sér yfir höfuð og kirkjunnar þjónum var í kjölfarið uppálagt að vera "næs" við leitandi fólk. Síðan hefur verið nokkur kyrrð á því mónópólíska trúartorgi. Þar til núna. Núna, þegar Hallgrímskirkja hefur orðið uppvís að því að taka hálfa milljón af tekjum af tónleikum til styrktar langveikum börnum og þeirra þjáðu og þjökuðu fjölskyldum. Rökin þau að kirkjan hefði mikinn kostnað af útleigu í "þessu tilfelli", legði fram starfsmenn, greiddi þrif og gríðarlega háan rafmagnsreikning. Svei mér þá, fyrir okkur fávísar sveitakonur ofan af Íslandi, hljómar þetta eins og hver önnur rómverska. Látum vera að kirkjan fái fyrir kostnaði þegar hún er leigð út til alls konar tónleikahalds til dýrðar drottni og tónlistargyðjunni, mannsröddinni og hljóðfærunum með öllum þeim Gloríum sem tónskáldin hafa smíðað. En í þessu tilfelli var um að ræða börnin sem Kristur óskaði eftir að yrði leyft að koma til sín. Eða, óskaði hann bara eftir þeim börnum sem kæmust til hans af sjálfsdáðum, fislétt og fljúgandi? Áttu hin að borga fyrir hreinsun á kirtli hans og þrifin á því stórmerkilega grjóti sem vörðuðu stíginn til hans, kertin og eldfærin sem lýstu þeim leiðina? Það þarf að þrífa heima hjá langveikum börnum. Það þarf að borga rafmagnsreikninga í lífi þeirra. Það þarf að borga fólki fyrir að starfa við líf þeirra. Þess vegna eru haldnir fjáröflunartónleikar af þessu tagi. Og það er óviðunandi að kirkjan opni dyr sínar fyrir þeim, glöð yfir fyrirsjáanlegum gróða, trúföst þeirri stefnu að gefa ekki neitt. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru ekkert mörg ár síðan Langholtskirkju var skellt í lás, þegar saman tóku sig nokkrir trúarhópar sem ætluðu að sameinast í fyrirbæn kvöld eitt eftir að voveiflegir atburðir höfðu átt sér stað. Harmurinn risti svo djúpt að hópar fólks sem hversdagslega gátu ekki talað saman ákváðu að leggja stríðsaxir þverrifunnar til hliðar og sameinast í bæn til Guðs, þess eina afls í júníversinu sem velflestir trúarhópar eiga sameiginlegt (þótt ólíkar birtingarmyndir hafi). Ástæðan fyrir því að hurð þessarar tilteknu kirkju var skellt á nefið á trúuðu fólki í landinu var sú að yfirvöld í kirkjunni kærðu sig ekkert um alla þá kuklara og villutrúarmenn, sem höfðu af hreinni trúarþörf leyft sér að leita út fyrir bókstafstrúar heilaþvottinn úr prédikunum þjóðkirkju "þjónanna". Kirkjur landsins höfðu engan áhuga á fólki sem hugsaði, fólki sem var leitandi, fólki sem var ekki trúarlega fullnægt af því fólki sem hafði menntast í háskóla til þess að viðhalda hinni lögskipuðu íslensku trú. Hinni einu sönnu. Í ljós kom að gjörningurinn var bara hluti af hinu sanna og eðlilega sjálfseyðandi afli allra stofnana sem hafa vaxið sér yfir höfuð og kirkjunnar þjónum var í kjölfarið uppálagt að vera "næs" við leitandi fólk. Síðan hefur verið nokkur kyrrð á því mónópólíska trúartorgi. Þar til núna. Núna, þegar Hallgrímskirkja hefur orðið uppvís að því að taka hálfa milljón af tekjum af tónleikum til styrktar langveikum börnum og þeirra þjáðu og þjökuðu fjölskyldum. Rökin þau að kirkjan hefði mikinn kostnað af útleigu í "þessu tilfelli", legði fram starfsmenn, greiddi þrif og gríðarlega háan rafmagnsreikning. Svei mér þá, fyrir okkur fávísar sveitakonur ofan af Íslandi, hljómar þetta eins og hver önnur rómverska. Látum vera að kirkjan fái fyrir kostnaði þegar hún er leigð út til alls konar tónleikahalds til dýrðar drottni og tónlistargyðjunni, mannsröddinni og hljóðfærunum með öllum þeim Gloríum sem tónskáldin hafa smíðað. En í þessu tilfelli var um að ræða börnin sem Kristur óskaði eftir að yrði leyft að koma til sín. Eða, óskaði hann bara eftir þeim börnum sem kæmust til hans af sjálfsdáðum, fislétt og fljúgandi? Áttu hin að borga fyrir hreinsun á kirtli hans og þrifin á því stórmerkilega grjóti sem vörðuðu stíginn til hans, kertin og eldfærin sem lýstu þeim leiðina? Það þarf að þrífa heima hjá langveikum börnum. Það þarf að borga rafmagnsreikninga í lífi þeirra. Það þarf að borga fólki fyrir að starfa við líf þeirra. Þess vegna eru haldnir fjáröflunartónleikar af þessu tagi. Og það er óviðunandi að kirkjan opni dyr sínar fyrir þeim, glöð yfir fyrirsjáanlegum gróða, trúföst þeirri stefnu að gefa ekki neitt. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun