Drottinn eða Mammon? 2. desember 2004 00:01 Það eru ekkert mörg ár síðan Langholtskirkju var skellt í lás, þegar saman tóku sig nokkrir trúarhópar sem ætluðu að sameinast í fyrirbæn kvöld eitt eftir að voveiflegir atburðir höfðu átt sér stað. Harmurinn risti svo djúpt að hópar fólks sem hversdagslega gátu ekki talað saman ákváðu að leggja stríðsaxir þverrifunnar til hliðar og sameinast í bæn til Guðs, þess eina afls í júníversinu sem velflestir trúarhópar eiga sameiginlegt (þótt ólíkar birtingarmyndir hafi). Ástæðan fyrir því að hurð þessarar tilteknu kirkju var skellt á nefið á trúuðu fólki í landinu var sú að yfirvöld í kirkjunni kærðu sig ekkert um alla þá kuklara og villutrúarmenn, sem höfðu af hreinni trúarþörf leyft sér að leita út fyrir bókstafstrúar heilaþvottinn úr prédikunum þjóðkirkju "þjónanna". Kirkjur landsins höfðu engan áhuga á fólki sem hugsaði, fólki sem var leitandi, fólki sem var ekki trúarlega fullnægt af því fólki sem hafði menntast í háskóla til þess að viðhalda hinni lögskipuðu íslensku trú. Hinni einu sönnu. Í ljós kom að gjörningurinn var bara hluti af hinu sanna og eðlilega sjálfseyðandi afli allra stofnana sem hafa vaxið sér yfir höfuð og kirkjunnar þjónum var í kjölfarið uppálagt að vera "næs" við leitandi fólk. Síðan hefur verið nokkur kyrrð á því mónópólíska trúartorgi. Þar til núna. Núna, þegar Hallgrímskirkja hefur orðið uppvís að því að taka hálfa milljón af tekjum af tónleikum til styrktar langveikum börnum og þeirra þjáðu og þjökuðu fjölskyldum. Rökin þau að kirkjan hefði mikinn kostnað af útleigu í "þessu tilfelli", legði fram starfsmenn, greiddi þrif og gríðarlega háan rafmagnsreikning. Svei mér þá, fyrir okkur fávísar sveitakonur ofan af Íslandi, hljómar þetta eins og hver önnur rómverska. Látum vera að kirkjan fái fyrir kostnaði þegar hún er leigð út til alls konar tónleikahalds til dýrðar drottni og tónlistargyðjunni, mannsröddinni og hljóðfærunum með öllum þeim Gloríum sem tónskáldin hafa smíðað. En í þessu tilfelli var um að ræða börnin sem Kristur óskaði eftir að yrði leyft að koma til sín. Eða, óskaði hann bara eftir þeim börnum sem kæmust til hans af sjálfsdáðum, fislétt og fljúgandi? Áttu hin að borga fyrir hreinsun á kirtli hans og þrifin á því stórmerkilega grjóti sem vörðuðu stíginn til hans, kertin og eldfærin sem lýstu þeim leiðina? Það þarf að þrífa heima hjá langveikum börnum. Það þarf að borga rafmagnsreikninga í lífi þeirra. Það þarf að borga fólki fyrir að starfa við líf þeirra. Þess vegna eru haldnir fjáröflunartónleikar af þessu tagi. Og það er óviðunandi að kirkjan opni dyr sínar fyrir þeim, glöð yfir fyrirsjáanlegum gróða, trúföst þeirri stefnu að gefa ekki neitt. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Það eru ekkert mörg ár síðan Langholtskirkju var skellt í lás, þegar saman tóku sig nokkrir trúarhópar sem ætluðu að sameinast í fyrirbæn kvöld eitt eftir að voveiflegir atburðir höfðu átt sér stað. Harmurinn risti svo djúpt að hópar fólks sem hversdagslega gátu ekki talað saman ákváðu að leggja stríðsaxir þverrifunnar til hliðar og sameinast í bæn til Guðs, þess eina afls í júníversinu sem velflestir trúarhópar eiga sameiginlegt (þótt ólíkar birtingarmyndir hafi). Ástæðan fyrir því að hurð þessarar tilteknu kirkju var skellt á nefið á trúuðu fólki í landinu var sú að yfirvöld í kirkjunni kærðu sig ekkert um alla þá kuklara og villutrúarmenn, sem höfðu af hreinni trúarþörf leyft sér að leita út fyrir bókstafstrúar heilaþvottinn úr prédikunum þjóðkirkju "þjónanna". Kirkjur landsins höfðu engan áhuga á fólki sem hugsaði, fólki sem var leitandi, fólki sem var ekki trúarlega fullnægt af því fólki sem hafði menntast í háskóla til þess að viðhalda hinni lögskipuðu íslensku trú. Hinni einu sönnu. Í ljós kom að gjörningurinn var bara hluti af hinu sanna og eðlilega sjálfseyðandi afli allra stofnana sem hafa vaxið sér yfir höfuð og kirkjunnar þjónum var í kjölfarið uppálagt að vera "næs" við leitandi fólk. Síðan hefur verið nokkur kyrrð á því mónópólíska trúartorgi. Þar til núna. Núna, þegar Hallgrímskirkja hefur orðið uppvís að því að taka hálfa milljón af tekjum af tónleikum til styrktar langveikum börnum og þeirra þjáðu og þjökuðu fjölskyldum. Rökin þau að kirkjan hefði mikinn kostnað af útleigu í "þessu tilfelli", legði fram starfsmenn, greiddi þrif og gríðarlega háan rafmagnsreikning. Svei mér þá, fyrir okkur fávísar sveitakonur ofan af Íslandi, hljómar þetta eins og hver önnur rómverska. Látum vera að kirkjan fái fyrir kostnaði þegar hún er leigð út til alls konar tónleikahalds til dýrðar drottni og tónlistargyðjunni, mannsröddinni og hljóðfærunum með öllum þeim Gloríum sem tónskáldin hafa smíðað. En í þessu tilfelli var um að ræða börnin sem Kristur óskaði eftir að yrði leyft að koma til sín. Eða, óskaði hann bara eftir þeim börnum sem kæmust til hans af sjálfsdáðum, fislétt og fljúgandi? Áttu hin að borga fyrir hreinsun á kirtli hans og þrifin á því stórmerkilega grjóti sem vörðuðu stíginn til hans, kertin og eldfærin sem lýstu þeim leiðina? Það þarf að þrífa heima hjá langveikum börnum. Það þarf að borga rafmagnsreikninga í lífi þeirra. Það þarf að borga fólki fyrir að starfa við líf þeirra. Þess vegna eru haldnir fjáröflunartónleikar af þessu tagi. Og það er óviðunandi að kirkjan opni dyr sínar fyrir þeim, glöð yfir fyrirsjáanlegum gróða, trúföst þeirri stefnu að gefa ekki neitt. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun