Bólusetningar

Fréttamynd

Segir virkni bóluefna ekki eins góða og vonast var til

Sóttvarnalæknir segir virkni bóluefna gegn kórónuveirunni ekki eins góða og vonast var til. Þá hafi heilsufar áhrif á virkni bólusetninga. Hann íhugar nú að leggja það til að allir sem koma til landsins verði krafðir um neikvætt PCR próf. Tíu fullbólusettir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru fimm utan sóttkvíar.

Innlent
Fréttamynd

Hætt að af­henda lög­­reglu ­vott­orð hælis­­leit­enda í bili

Ó­vissa er uppi um hvort Heilsu­gæslan á höfuð­borgar­svæðinu megi af­henda lög­reglu bólu­setningar­vott­orð ein­stak­linga eins og stofnunin gerði í til­felli tveggja Palestínu­manna sem voru sendir úr landi í síðustu viku. Heilsu­gæslan hefur á­kveðið að verða ekki við fleiri slíkum beiðnum lög­reglunnar fyrr en skorið verður úr um þetta at­riði.

Innlent
Fréttamynd

Sjokk fyrir alla að bólu­settur hafi smitast

Rekstrarstjóri Bankastræti Club, þar sem upp kom smit hjá starfsmanni sem var á vakt á föstudags- og laugardagskvöld, segir það hafa verið mikið sjokk að bólusettur starfsmaður hafi smitast. Hún telur ekki að smitið muni hafa áhrif á rekstur staðarins en hann verður opinn um næstu helgi.

Lífið
Fréttamynd

Langþráð frí eftir „vertíð“ í bólusetningum

Gleði og tilhlökkun var einkennandi hjá starfsfólki í Laugardalshöll sem stóð sína síðustu vakt þar í dag – að öllu óbreyttu. Fjöldabólusetningum er nú lokið og þó bólusetningum verði framhaldið þá verða þær með breyttu sniði í haust.

Innlent
Fréttamynd

Hefur áhyggjur af Íslendingum á rauðum svæðum

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að þau fimm smit sem greindust utan sóttkvíar í gær minni okkur á að veiran sé úti í samfélaginu. Fjöldi Íslendinga sem staddur sé erlendis á svokölluðum rauðum svæðum sé einnig áhyggjuefni.

Innlent
Fréttamynd

Verða með „björgunar­línu“ í bólu­setningu meðan á fríinu stendur

Búist er við um 1.700 manns í endurbólusetningu með bóluefni Moderna í Laugardalshöll í dag, síðasta bólusetningardaginn fyrir sumarfrí Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þá hafa 2.000 manns verið boðaðir í bólusetningu með AstraZeneca, en búist er við einhverjum afföllum úr þeim hópi. Þrátt fyrir frí verður ekki ómögulegt að fá bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að blanda bólu­efni eins og enginn sé morgun­dagurinn

Um sjö þúsund skammtar af bóluefni Pfizer verða gefnir í endurbólusetningu, þar sem fólk fær seinni skammt af bóluefninu, í Laugardalshöll í dag. Þá er opið fyrir aðra í fyrri bólusetningu, og birgðastaðan góð þannig að auðvelt ætti að vera að anna eftirspurn.

Innlent
Fréttamynd

Læknar fordæma niðurfellingu aðgerða á Englandi

Samtök breskra lækna segja þá ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að fella niður allar sóttvarnaraðgerðir í Englandi vera óábyrga og hættulega. Johnson tilkynnti í síðustu viku að allar aðgerðir yrðu felldar niður þann 19. júlí og það þrátt fyrir að smituðum færi hratt fjölgandi á Englandi.

Erlent
Fréttamynd

Aldrei fleiri dáið í Rússlandi

Yfirvöld í Rússlandi skráðu 780 dauðsföll vegna Covid-19 í gær. Það er mannskæðasti dagurinn frá upphafi faraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Alls greindust 24.702 smitaðir.

Erlent
Fréttamynd

Helmingur íbúa Evrópu­sam­bandsins full­bólu­settur

Meira en helmingur allra full­orðinna ein­stak­linga í Evrópu­sam­bandinu er nú full­bólu­settur. Þetta til­kynnti Ur­sula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórnar Evrópu­sam­bandsins á Twitter-reikningi sínum í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Græðgi ráði för hjá þeim sem vilja gefa þriðja skammtinn

Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunin (WHO) er ekki hrifin af á­herslum lyfja­fram­leiðandans Pfizer á að fá leyfi fyrir því að gefa þriðja skammt bólu­efnis síns gegn Co­vid-19. Yfir­maður stofnunarinnar segir að það sé græðgi bólu­efna­fram­leið­enda að kenna hve mikil mis­munun hefur orðið í dreifingu bólu­efna­skammta.

Erlent
Fréttamynd

Síðustu sprautur fyrir sumar­frí

Á morgun og á miðvikudag eru síðustu bólusetningardagar Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir sumarfrí. Að fríinu loknu verða bólusetningar með öðru sniði en verið hefur síðustu mánuði, en hvernig þeim verður háttað er ekki komið á hreint.

Innlent
Fréttamynd

Gömlu góðu en löngu inn­ritunarraðirnar komnar aftur

Langar raðir mynduðust við inn­ritunar­borð Leifs­stöðvar í morgun og varð seinkun á öllu morgun­flugi frá vellinum. Svo langar inn­ritunarraðir hafa ekki sést lengi á vellinum, bæði vegna heims­far­aldursins en einnig vegna þess að við ástandið í dag er ekki hægt að nota sjálfs­inn­ritunar­vélar, sem var komið fyrir á vellinum fyrir ör­fáum árum.

Innlent
Fréttamynd

Barna­hópur kominn í sótt­kví eftir í­þrótta­æfingu

Hópur ellefu og tólf ára barna á höfuðborgarsvæðinu er nú kominn í sóttkví, eftir að barn sem hafði verið með hópnum á íþróttaæfingu greindist með kórónuveiruna í gær. Ekkert bóluefni hefur fengið markaðsleyfi fyrir börn undir tólf ára aldri.

Innlent
Fréttamynd

Fjórar milljónir dánar: Yfirmaður WHO skýtur fast á ríkari þjóðir heims

Skráð dauðsföll vegna Covid-19 eru nú komin yfir fjórar milljónir. Rúmt eitt og hálft ár er síðan faraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hófst í Kína. Þessi áfangi, ef svo má kalla, náðist í gær en yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og sérfræðingar segja raunverulegu töluna vera hærri.

Erlent
Fréttamynd

Tilfellum fjölgar enn þrátt fyrir útgöngubann

Þrátt fyrir að útgöngubann hafi verið í gildi í Sydney í Ástralíu í tvær vikur vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar halda tilfellinn áfram að hrannast upp og í gær voru fleiri greindir smitaðir á einum sólarhring en í fjórtán mánuði þar á undan.

Erlent
Fréttamynd

Fólk búið að sleppa fram af sér beislinu

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að vel gangi að halda kórónuveirufaraldrinum í skefjum innanlands en leggur áherslu á að veirulausa ástandið sem nú ríki sé nýtilkomið.

Innlent
Fréttamynd

„Opið hús og allir velkomnir“ í Janssen í dag

Bólusett verður með bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll klukkan 10 til 13 í dag. Um er að ræða opinn bólusetningardag - „opið hús og allir velkomnir,“ segir á vef heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Vara við því að óbólu­sett börn ferðist til út­landa

Margir Íslendingar stefna á ferðalög í sumar, bæði innanlands og utan, og er fólk farið að flykkjast út á Keflavíkurflugvöll til að halda í frí til útlanda. Einhverjir hafa þó velt fyrir sér ágæti þess að taka börnin með í frí en börn undir 16 ára aldri hafa flest hver ekki verið bólusett þó svo að fullorðna fólkið hafi nær allt verið það.

Innlent