Segir samfélagsmiðla eiga þátt í „faraldri óbólusettra“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júlí 2021 13:24 Joe Biden Bandaríkjaforseti. AP/Susan Walsh) Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að eini faraldurinn sem nú geisar í Bandaríkjunum sé faraldur kórónuveirunnar meðal samlanda hans sem ekki vilji láta bólusetja sig fyrir veirunni. Hann segir athæfi samfélagsmiðlarisa á borð við Facebook spila þar stórt hlutverk. „Eini faraldurinn sem við erum að glíma við er á meðal óbólusettra,“ sagði Biden við fréttamenn í gær. Á síðustu þremur vikum hefur fjöldi daglegra kórónuveirusmita í Bandaríkjunum þrefaldast, og er að miklu leyti bundinn við óbólusetta hópa víða um landið. Yfir 90 milljónir Bandaríkjamanna sem þegar hefðu getað látið bólusetja sig hafa ekki þáð bólusetningu. Fjögur ríki þar sem bólusetningarhlutfall er lágt eiga um 40 prósent nýsmitaðra á síðustu viku. Af þeim er um helmingur frá Flórídaríki einu og sér. Samkvæmt fréttastofu AP er, þrátt fyrir uppsveiflu í faraldrinum, lítil stemning í herbúðum forsetans fyrir því að ráðast aftur í víðtækar aðgerðir með boðum og bönnum til að hefta útbreiðsluna, þar sem 161 milljón Bandaríkjamanna hefur þegar verið bólusett. Ungt fólk ólíklegra í bólusetningu Bandarísk stjórnvöld hafa staðið í ströngu við að sannfæra ungt fólk um að þiggja bólusetningu. Ungt fólk er ólíklegra til að veikjast alvarlega af Covid-19, og tölfræði vestan hafs sýnir að ungt fólk er ólíklegra til þess að vilja bólusetningu. Bandarísk stjórnvöld hafa einnig beint sjónum sínum að samfélagsmiðlum, einkum og sér í lagi Facebook, sem þau segja dreifa falsfréttum og áróðri gegn bólusetningum. Biden var ómyrkur í máli um samfélagsmiðlarisana þegar hann ræddi við fréttamenn í gær. „Þau eru að drepa fólk,“ sagði Biden, og tók þannig undir orð Viveks Murthy, landlæknis Bandaríkjanna, sem sagði í fyrradag að falsfréttir um bóluefni, sem dreifist líkt og eldur í sinu um Facebook, væru alvarleg heilbrigðisógn við bandarísku þjóðina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bólusetningar Samfélagsmiðlar Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
„Eini faraldurinn sem við erum að glíma við er á meðal óbólusettra,“ sagði Biden við fréttamenn í gær. Á síðustu þremur vikum hefur fjöldi daglegra kórónuveirusmita í Bandaríkjunum þrefaldast, og er að miklu leyti bundinn við óbólusetta hópa víða um landið. Yfir 90 milljónir Bandaríkjamanna sem þegar hefðu getað látið bólusetja sig hafa ekki þáð bólusetningu. Fjögur ríki þar sem bólusetningarhlutfall er lágt eiga um 40 prósent nýsmitaðra á síðustu viku. Af þeim er um helmingur frá Flórídaríki einu og sér. Samkvæmt fréttastofu AP er, þrátt fyrir uppsveiflu í faraldrinum, lítil stemning í herbúðum forsetans fyrir því að ráðast aftur í víðtækar aðgerðir með boðum og bönnum til að hefta útbreiðsluna, þar sem 161 milljón Bandaríkjamanna hefur þegar verið bólusett. Ungt fólk ólíklegra í bólusetningu Bandarísk stjórnvöld hafa staðið í ströngu við að sannfæra ungt fólk um að þiggja bólusetningu. Ungt fólk er ólíklegra til að veikjast alvarlega af Covid-19, og tölfræði vestan hafs sýnir að ungt fólk er ólíklegra til þess að vilja bólusetningu. Bandarísk stjórnvöld hafa einnig beint sjónum sínum að samfélagsmiðlum, einkum og sér í lagi Facebook, sem þau segja dreifa falsfréttum og áróðri gegn bólusetningum. Biden var ómyrkur í máli um samfélagsmiðlarisana þegar hann ræddi við fréttamenn í gær. „Þau eru að drepa fólk,“ sagði Biden, og tók þannig undir orð Viveks Murthy, landlæknis Bandaríkjanna, sem sagði í fyrradag að falsfréttir um bóluefni, sem dreifist líkt og eldur í sinu um Facebook, væru alvarleg heilbrigðisógn við bandarísku þjóðina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bólusetningar Samfélagsmiðlar Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira