Aldrei fleiri dáið í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2021 10:50 Búið er að sprauta 47,5 milljón skömmtum í rússneska arma en einungis 16,5 prósent um 146 milljóna íbúa Rússlands eru fullbólusett. Þessi mynd var tekin þann 12. júlí í einni stærstu bólusetningarmiðstöð Moskvu. AP/Pavel Golovkin Yfirvöld í Rússlandi skráðu 780 dauðsföll vegna Covid-19 í gær. Það er mannskæðasti dagurinn frá upphafi faraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Alls greindust 24.702 smitaðir. Flestir hafa smitast af Delta-afbrigðinu svokallaða sem greindist fyrst á Indlandi og smitast auðveldar manna á milli. Eins og segir í grein Reuters hafa bólusetningar einnig gengið hægt í Rússlandi. Heilt yfir er vitað til þess að 5,8 milljónir Rússa hafi smitast af Covid-19 og að minnst 144.492 hafa dáið. Moscow Times segir frá því að dauðsföll frá upphafi faraldursins, borin saman við meðaltal sama tímabils á undanförnum árum gefi í skyn að mun fleiri hafi í raun dáið vegna faraldursins. Frá því faraldurinn hófst í Rússlandi hafa 483 þúsund fleiri dáið, miðað við undanfarin ár. Þrátt fyrir að Rússar hafi verið fyrstir til að skrá bóluefni gegn Covid-19 hefur gengið erfiðlega að bólusetja þjóðina. Reuters segir að búið sé að sprauta 47,5 milljónum skammta í rússneska arma en einungis 16,5 prósent um 146 milljóna íbúa Rússlands séu fullbólusett. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, hafði sett sér það markmið að bólusetja þrjátíu milljónir Rússa fyrir júní en var langt frá því. Treysta ekki yfirvöldum Nokkrar ástæður hafa verið nefndar fyrir þessari varkárni Rússa og meðal þeirra sem oftast er nefnd, er að Rússar treysti ekki yfirvöldum Rússlands og bóluefninu ekki heldur. NBC News ræddu til að mynda við Vasily Vlassov, prófessur í faraldursfræðum í Moskvu, sem sagðist ekki ætla að láta bólusetja sig. Hann hefði smitast í janúar og taldi sig varinn af mótefnum. „Rússar vita að þýskir bílar eru betri en rússneskir bílar og þeir eiga erfitt með að trúa því að rússneskt bóluefni sé betra,“ sagði prófessorinn. Annar íbúi Moskvu sagðist sömuleiðis ekki vilja rússneskt bóluefni. Spútnik V, algengasta bóluefni Rússlands, er talið vera öruggt og veita góða vörn gegn Covid-19. Notkun þess hefur verið samþykkt víða um heim. Erfiðlega hefur gengið að fá samþykki fyrir bóluefnið innan Evrópusambandsins. Lyfjastofnun Evrópu (EMA) frestaði í síðasta mánuði samþykkt bóluefnisins en í frétt Reuters segir að starfsmenn Gamaleya Institute, sem þróaði bóluefnið, hafi ekki getað útvegað upplýsingar og gögn sem þurfi við ferlið. Samkvæmt heimildarmönnum Reuters hafa ekki borist upplýsingar frá Rússlandi um tilraunir á bóluefninu og þróun þess. Samþykktarferli EMA hófst í mars og átti upprunalega að ljúka í maí eða júní. Vegna erfiðleika í samskiptum við Rússa hefur það þó dregist verulega. Nú er ekki búist við að ferlinu ljúki fyrr í haust. Nokkrir heimildarmenn Reuters sem hafa átt í samskiptum við Gamaleya Institute segja Rússana ekki vana að vinna með stofnunum eins og EMA. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem erfiðlega gengur að fá Spútnik V samþykkt í öðrum ríkjum. Það hefur einnig gerst í Brasilíu, Slóvakíu og Ungverjalandi en þar hefur einnig verið kvartað yfir skorti á gögnum og upplýsingum frá Rússlandi. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Flestir hafa smitast af Delta-afbrigðinu svokallaða sem greindist fyrst á Indlandi og smitast auðveldar manna á milli. Eins og segir í grein Reuters hafa bólusetningar einnig gengið hægt í Rússlandi. Heilt yfir er vitað til þess að 5,8 milljónir Rússa hafi smitast af Covid-19 og að minnst 144.492 hafa dáið. Moscow Times segir frá því að dauðsföll frá upphafi faraldursins, borin saman við meðaltal sama tímabils á undanförnum árum gefi í skyn að mun fleiri hafi í raun dáið vegna faraldursins. Frá því faraldurinn hófst í Rússlandi hafa 483 þúsund fleiri dáið, miðað við undanfarin ár. Þrátt fyrir að Rússar hafi verið fyrstir til að skrá bóluefni gegn Covid-19 hefur gengið erfiðlega að bólusetja þjóðina. Reuters segir að búið sé að sprauta 47,5 milljónum skammta í rússneska arma en einungis 16,5 prósent um 146 milljóna íbúa Rússlands séu fullbólusett. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, hafði sett sér það markmið að bólusetja þrjátíu milljónir Rússa fyrir júní en var langt frá því. Treysta ekki yfirvöldum Nokkrar ástæður hafa verið nefndar fyrir þessari varkárni Rússa og meðal þeirra sem oftast er nefnd, er að Rússar treysti ekki yfirvöldum Rússlands og bóluefninu ekki heldur. NBC News ræddu til að mynda við Vasily Vlassov, prófessur í faraldursfræðum í Moskvu, sem sagðist ekki ætla að láta bólusetja sig. Hann hefði smitast í janúar og taldi sig varinn af mótefnum. „Rússar vita að þýskir bílar eru betri en rússneskir bílar og þeir eiga erfitt með að trúa því að rússneskt bóluefni sé betra,“ sagði prófessorinn. Annar íbúi Moskvu sagðist sömuleiðis ekki vilja rússneskt bóluefni. Spútnik V, algengasta bóluefni Rússlands, er talið vera öruggt og veita góða vörn gegn Covid-19. Notkun þess hefur verið samþykkt víða um heim. Erfiðlega hefur gengið að fá samþykki fyrir bóluefnið innan Evrópusambandsins. Lyfjastofnun Evrópu (EMA) frestaði í síðasta mánuði samþykkt bóluefnisins en í frétt Reuters segir að starfsmenn Gamaleya Institute, sem þróaði bóluefnið, hafi ekki getað útvegað upplýsingar og gögn sem þurfi við ferlið. Samkvæmt heimildarmönnum Reuters hafa ekki borist upplýsingar frá Rússlandi um tilraunir á bóluefninu og þróun þess. Samþykktarferli EMA hófst í mars og átti upprunalega að ljúka í maí eða júní. Vegna erfiðleika í samskiptum við Rússa hefur það þó dregist verulega. Nú er ekki búist við að ferlinu ljúki fyrr í haust. Nokkrir heimildarmenn Reuters sem hafa átt í samskiptum við Gamaleya Institute segja Rússana ekki vana að vinna með stofnunum eins og EMA. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem erfiðlega gengur að fá Spútnik V samþykkt í öðrum ríkjum. Það hefur einnig gerst í Brasilíu, Slóvakíu og Ungverjalandi en þar hefur einnig verið kvartað yfir skorti á gögnum og upplýsingum frá Rússlandi.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira