Flestir smitaðra tengjast Bankastræti club og EM-ferð til London Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2021 12:07 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af stöðu kórónuveirufaraldursins. Hann íhugar innanlandsaðgerðir en bindur vonir við að þær myndu standa stutt yfir. Flestir smituðu undanfarna daga tengjast skemmtistaðnum Bankastræti club og utanlandsferð til London. Ekki hafa fleiri greinst með veiruna síðan í október í fyrra. Af þeim sem greindust voru 43 fullbólusettir, tveir hálfbólusettir og þrjátíu og átta utan sóttkvíar. Yfir fimm hundruð eru í sóttkví og 223 í einangrun. Smit hafa komið upp víða; starfsmaður á bráðamóttöku Landspítala greindist með kórónuveiruna í gær og smit tveggja má rekja til listahátíðarinnar Lunga á Seyðisfirði um helgina, samkvæmt tilkynningu frá skipuleggjendum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af stöðunni. „Við sjáum líka á þessum niðurstöðum frá raðgreiningu hjá Íslenskri erfðagreiningu að þetta eru margar tegundir af delta-afbrigðinu sem segir að þetta hefur lekið ansi mikið gegnum landamærin,“ segir Þórólfur. Flestir smituðu með Janssen Enn sem komið er tengist flestir smituðum sem voru á skemmtistaðnum Bankastræti club og hóp sem fór til London í kringum úrslitaleik Evrópumóts karla í knattspyrnu. „Auk þess var einstaklingur lagður inn á Landspítalann í gær með öndunarerfiðleika og lungnabólgu, fullbólusettur, þannig að þetta er að raungerast þessar áhyggjur sem maður hafði.“ Þá hefur ekki tekist að ráða í mun á veikindum eftir því hvaða bóluefni smitaðir hafa fengið. „Hins vegar hafa flestir sem eru að veikjast núna fengið Janssen-bóluefnið en það segir kannski ekki allt og ekki hægt að draga víðtækar ályktanir af því því þetta er aldurshópur sem var bólusettur með Janssen hvort sem var. Svo er líka hugsanlegt að það sé ekki liðið nógu langt frá bólusetningunni til að full vernd hafi verið komin, það tekur þrjár, kannski fjórar vikur.“ Vonar að aðgerðir myndu standa stutt Þórólfur kveðst íhuga innanlandsaðgerðir en gefur ekki upp hvenær hann gæti lagt þær til. Því fyrr því betra þó. „Það eru líka að koma upplýsingar frá Ísrael um aukna tíðni smita og alvarlegra veikinda af völdum Delta-afbrigðisins hjá bólusettum þannig að þetta er óþægilegt og við gætum lent í því sama ef þetta heldur áfram eins og það hefur gert núna,“ segir Þórólfur. Hann á ekki von á hertari aðgerðum á landamærum en taka gildi á miðnætti 27. júlí, samkvæmt tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins í dag. „Ef verður farið í takmarkanir innanlands þá vonandi myndu þær standa tiltölulega stuttan tíma og hægt að aflétta tiltölulega fljótt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Ekki hafa fleiri greinst með veiruna síðan í október í fyrra. Af þeim sem greindust voru 43 fullbólusettir, tveir hálfbólusettir og þrjátíu og átta utan sóttkvíar. Yfir fimm hundruð eru í sóttkví og 223 í einangrun. Smit hafa komið upp víða; starfsmaður á bráðamóttöku Landspítala greindist með kórónuveiruna í gær og smit tveggja má rekja til listahátíðarinnar Lunga á Seyðisfirði um helgina, samkvæmt tilkynningu frá skipuleggjendum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af stöðunni. „Við sjáum líka á þessum niðurstöðum frá raðgreiningu hjá Íslenskri erfðagreiningu að þetta eru margar tegundir af delta-afbrigðinu sem segir að þetta hefur lekið ansi mikið gegnum landamærin,“ segir Þórólfur. Flestir smituðu með Janssen Enn sem komið er tengist flestir smituðum sem voru á skemmtistaðnum Bankastræti club og hóp sem fór til London í kringum úrslitaleik Evrópumóts karla í knattspyrnu. „Auk þess var einstaklingur lagður inn á Landspítalann í gær með öndunarerfiðleika og lungnabólgu, fullbólusettur, þannig að þetta er að raungerast þessar áhyggjur sem maður hafði.“ Þá hefur ekki tekist að ráða í mun á veikindum eftir því hvaða bóluefni smitaðir hafa fengið. „Hins vegar hafa flestir sem eru að veikjast núna fengið Janssen-bóluefnið en það segir kannski ekki allt og ekki hægt að draga víðtækar ályktanir af því því þetta er aldurshópur sem var bólusettur með Janssen hvort sem var. Svo er líka hugsanlegt að það sé ekki liðið nógu langt frá bólusetningunni til að full vernd hafi verið komin, það tekur þrjár, kannski fjórar vikur.“ Vonar að aðgerðir myndu standa stutt Þórólfur kveðst íhuga innanlandsaðgerðir en gefur ekki upp hvenær hann gæti lagt þær til. Því fyrr því betra þó. „Það eru líka að koma upplýsingar frá Ísrael um aukna tíðni smita og alvarlegra veikinda af völdum Delta-afbrigðisins hjá bólusettum þannig að þetta er óþægilegt og við gætum lent í því sama ef þetta heldur áfram eins og það hefur gert núna,“ segir Þórólfur. Hann á ekki von á hertari aðgerðum á landamærum en taka gildi á miðnætti 27. júlí, samkvæmt tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins í dag. „Ef verður farið í takmarkanir innanlands þá vonandi myndu þær standa tiltölulega stuttan tíma og hægt að aflétta tiltölulega fljótt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira