Sjúklingur með Covid-19 lagður inn á Landspítala Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2021 18:04 Landspítali háskólasjúkrahús Fossvogi Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sjúklingur var lagður inn á Landspítala vegna Covid-19 í gær. Þetta er fyrsta innlögnin í nokkrar vikur, að sögn yfirmanns Covid-deildar. Hann telur að herða eigi aðgerðir á landamærum, til dæmis með skimun á Íslendingum. Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, allir utan sóttkvíar, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum. Sjö af níu voru bólusettir og um 400 eru nú í sóttkví. Sjö greindust á landamærum. 111 voru í eftirliti hjá Covid-göngudeild Landspítala síðdegis í dag, þar af átta börn, og reiknað með að bætist í hópinn í dag. Fyrsti Covid-sjúklingurinn í nokkrar vikur var lagður inn á Landspítala í gær; öldruð kona, fullbólusett. „Vegna slappleika og vökvaskorts, það er eitthvað sem er viðbúið en telst ekki mjög alvarlegt. Það má alveg búast við því að fólk þurfi að leggjast inn á spítala en það getur líka verið út af einhverju öðru en Covid-19 því þeir sem eru smitaðir núna þeir eru langflestir með mjög væg einkenni eða engin,“ segir Runólfur Pálsson, yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala. Runólfur Pálsson er yfirmaður Covid-göngudeildar á Landspítala.Vísir/Sigurjón Smit undanfarna daga hafa teygt anga sína víða; mörg tengjast skemmtanalífinu og þá var báðum verslunum Nexus lokað í dag eftir að starfsmaður greindist með veiruna. Verið er að rekja smit gærdagsins. „Það bara er til marks um það að það eru smitaðir einstaklingar þarna úti, margir eru einkennalausir, þannig að þeir vita ekki einu sinni að þeir eru smitaðir og við getum ekki greint þá,“ segir Runólfur. „Ef ekki væri svo góð staða hvað snertir hlutfall bólusettra á Íslandi eins og raun ber vitni þá myndi þetta smit fara hér um eins og eldur í sinu.“ Mætti hugsanlega skima Íslendinga Runólfur reiknar ekki með því að stór bylgja sé í uppsiglingu. Hann bendir þó á að veiran hafi komið inn í landið með ferðamönnum og telur ráðlegt að grípa til aðgerða. Til dæmis væri skynsamlegt að krefjast neikvæðrar niðurstöðu úr PCR-prófi við komu til landsins. „En svo mætti hugsanlega skima hááhættuhópa sem koma frá hááhættusvæðum, til að mynda Íslendinga sem koma til landsins erlendis frá sem eru náttúrulega að koma beint inn í samfélagið.“ Mikilvægt sé að fólk haldi áfram persónubundnum sóttvarnaaðgerðum. „Fólk verður líka að hafa í huga að þó að það sé ungt og hraust og telji sig geta tekið við þessari veiru þá kallar þetta á einangrun og mögulegri sóttkví einstaklinga sem tengjast viðkomandi, þannig að það er best fyrir alla að komast hjá þessu,“ segir Runólfur. „Og ef til dæmis að fólk telur sig vera í umtalsverðri smithættu, miklu fjölmenni og svo framvægis, þá ætti fólk jafnvel að grípa til andlitsgríma aftur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, allir utan sóttkvíar, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum. Sjö af níu voru bólusettir og um 400 eru nú í sóttkví. Sjö greindust á landamærum. 111 voru í eftirliti hjá Covid-göngudeild Landspítala síðdegis í dag, þar af átta börn, og reiknað með að bætist í hópinn í dag. Fyrsti Covid-sjúklingurinn í nokkrar vikur var lagður inn á Landspítala í gær; öldruð kona, fullbólusett. „Vegna slappleika og vökvaskorts, það er eitthvað sem er viðbúið en telst ekki mjög alvarlegt. Það má alveg búast við því að fólk þurfi að leggjast inn á spítala en það getur líka verið út af einhverju öðru en Covid-19 því þeir sem eru smitaðir núna þeir eru langflestir með mjög væg einkenni eða engin,“ segir Runólfur Pálsson, yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala. Runólfur Pálsson er yfirmaður Covid-göngudeildar á Landspítala.Vísir/Sigurjón Smit undanfarna daga hafa teygt anga sína víða; mörg tengjast skemmtanalífinu og þá var báðum verslunum Nexus lokað í dag eftir að starfsmaður greindist með veiruna. Verið er að rekja smit gærdagsins. „Það bara er til marks um það að það eru smitaðir einstaklingar þarna úti, margir eru einkennalausir, þannig að þeir vita ekki einu sinni að þeir eru smitaðir og við getum ekki greint þá,“ segir Runólfur. „Ef ekki væri svo góð staða hvað snertir hlutfall bólusettra á Íslandi eins og raun ber vitni þá myndi þetta smit fara hér um eins og eldur í sinu.“ Mætti hugsanlega skima Íslendinga Runólfur reiknar ekki með því að stór bylgja sé í uppsiglingu. Hann bendir þó á að veiran hafi komið inn í landið með ferðamönnum og telur ráðlegt að grípa til aðgerða. Til dæmis væri skynsamlegt að krefjast neikvæðrar niðurstöðu úr PCR-prófi við komu til landsins. „En svo mætti hugsanlega skima hááhættuhópa sem koma frá hááhættusvæðum, til að mynda Íslendinga sem koma til landsins erlendis frá sem eru náttúrulega að koma beint inn í samfélagið.“ Mikilvægt sé að fólk haldi áfram persónubundnum sóttvarnaaðgerðum. „Fólk verður líka að hafa í huga að þó að það sé ungt og hraust og telji sig geta tekið við þessari veiru þá kallar þetta á einangrun og mögulegri sóttkví einstaklinga sem tengjast viðkomandi, þannig að það er best fyrir alla að komast hjá þessu,“ segir Runólfur. „Og ef til dæmis að fólk telur sig vera í umtalsverðri smithættu, miklu fjölmenni og svo framvægis, þá ætti fólk jafnvel að grípa til andlitsgríma aftur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira