Aðgerðir ekki hertar: Flest smit undanfarna daga af delta-afbrigðinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. júlí 2021 11:30 pplýsingafundur Almannavarna vegna Covid Foto: Vilhelm Gunnarsson Frá 1. júlí hafa 23 einstaklingar greinst með Covid-19 hér innanlands, flest af völdum delta-afbrigðisins svokallaða. Sóttvarnalæknir er ekki með tillögur að hertum sóttvarnaraðgerðum að svo stöddu, en það gæti breyst. Þetta er á meðal þess sem kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í dag, þeim fyrsta í 49 daga. Tilefnið er að smitum hefur farið fjölgandi en alls greindust tíu í gær með Covid-19, þar af fimm utan sóttkvíar. Allir tíu voru fullbólusettir. „Við erum að hefja nýjan kafla í baráttunni við Covid-19“, sagði Þórólfur á fundinum þar sem hann fór yfir þróun síðustu daga og vikna frá því að slakað var á sóttvarnaraðgerðum. Rekja smitin til landamæranna og skemmtistaða „Frá 1. júlí hafa þannig 23 greinst alls innanlands, þar af voru tíu í sóttkví, 17 voru fullbólusettir 3 hálfbólusettir og einungis þrír óbólusettir,“ sagði Þórólfur sem sagði að í flestum tilvikum mætti rekja smitin til smita á landamærunum og einnig til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. „Flest smitin sem hafa verið að greinast hér eru af völdum delta-afbrigðisins svokallaða,“ bætti Þórólfur við. Delta-afbrigðið, sem virðist smitast greiðar en önnur afbrigði, hefur greinst nokkrum sinnum áður hér á landi. Afbrigðið hefur keyrt uppsveiflur í fjölda smitaðra víðsvegar um heiminn á undanförnum mánuðum. Enginn alvarlega veikur Þeir sem hafa smitast á undanförnum dögum hafa ekki veikst alvarlega. „Allt eru þetta tiltölulega ungir einstaklingar sem hafa verið að greinast á aldrinum 20-50 ára. Þeir hafa verið með hefðbundin einkenni, tiltölulega væg og engin hefur þurft á spítalainnlögn að halda,“ sagði Þórólfur. Þórólfur segir engar tillögur um hertar aðgerðir innanlands en það gæti gerst ef ástandið fer versnandi. Ef gripið verður til aðgerða verði örugglega stuðst við aðgerðir sem reynsla sé af, sem hafa skilað árangri. Vonir séu bundnar við að hátt hlutfall bólusetningar hér á landi hjálpi til nú þegar smitum fjölgi. Einnig sé til skoðunar hvort hægt sé að finna leiðir til að lágmarka hættuna á að veiran berist til landsins. Það megi þó ekki vera of íþyngjandi fyrir þá sem hingað koma, til dæmis með því að krefja þá sem koma hingað til lands um neikvætt PCR-vottorð. Þá hvetur Þórólfur alla sem koma frá útlöndum til að fara varlega í umgengni fyrstu daga eða vikur eftir komuna til landsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðalög Næturlíf Tengdar fréttir Tíu greindust með Covid-19 innanlands í gær Tíu greindust með Covid-19 innanlands í gær og voru fimm utan sóttkvíar. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. 15. júlí 2021 10:58 Smitaður á siglingu við Íslandsstrendur Farþegi í skemmtiferðaskipinu Viking Sky hefur verið greindur með Covid-19 smit. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannvarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. 15. júlí 2021 10:33 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í dag, þeim fyrsta í 49 daga. Tilefnið er að smitum hefur farið fjölgandi en alls greindust tíu í gær með Covid-19, þar af fimm utan sóttkvíar. Allir tíu voru fullbólusettir. „Við erum að hefja nýjan kafla í baráttunni við Covid-19“, sagði Þórólfur á fundinum þar sem hann fór yfir þróun síðustu daga og vikna frá því að slakað var á sóttvarnaraðgerðum. Rekja smitin til landamæranna og skemmtistaða „Frá 1. júlí hafa þannig 23 greinst alls innanlands, þar af voru tíu í sóttkví, 17 voru fullbólusettir 3 hálfbólusettir og einungis þrír óbólusettir,“ sagði Þórólfur sem sagði að í flestum tilvikum mætti rekja smitin til smita á landamærunum og einnig til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. „Flest smitin sem hafa verið að greinast hér eru af völdum delta-afbrigðisins svokallaða,“ bætti Þórólfur við. Delta-afbrigðið, sem virðist smitast greiðar en önnur afbrigði, hefur greinst nokkrum sinnum áður hér á landi. Afbrigðið hefur keyrt uppsveiflur í fjölda smitaðra víðsvegar um heiminn á undanförnum mánuðum. Enginn alvarlega veikur Þeir sem hafa smitast á undanförnum dögum hafa ekki veikst alvarlega. „Allt eru þetta tiltölulega ungir einstaklingar sem hafa verið að greinast á aldrinum 20-50 ára. Þeir hafa verið með hefðbundin einkenni, tiltölulega væg og engin hefur þurft á spítalainnlögn að halda,“ sagði Þórólfur. Þórólfur segir engar tillögur um hertar aðgerðir innanlands en það gæti gerst ef ástandið fer versnandi. Ef gripið verður til aðgerða verði örugglega stuðst við aðgerðir sem reynsla sé af, sem hafa skilað árangri. Vonir séu bundnar við að hátt hlutfall bólusetningar hér á landi hjálpi til nú þegar smitum fjölgi. Einnig sé til skoðunar hvort hægt sé að finna leiðir til að lágmarka hættuna á að veiran berist til landsins. Það megi þó ekki vera of íþyngjandi fyrir þá sem hingað koma, til dæmis með því að krefja þá sem koma hingað til lands um neikvætt PCR-vottorð. Þá hvetur Þórólfur alla sem koma frá útlöndum til að fara varlega í umgengni fyrstu daga eða vikur eftir komuna til landsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðalög Næturlíf Tengdar fréttir Tíu greindust með Covid-19 innanlands í gær Tíu greindust með Covid-19 innanlands í gær og voru fimm utan sóttkvíar. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. 15. júlí 2021 10:58 Smitaður á siglingu við Íslandsstrendur Farþegi í skemmtiferðaskipinu Viking Sky hefur verið greindur með Covid-19 smit. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannvarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. 15. júlí 2021 10:33 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Tíu greindust með Covid-19 innanlands í gær Tíu greindust með Covid-19 innanlands í gær og voru fimm utan sóttkvíar. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. 15. júlí 2021 10:58
Smitaður á siglingu við Íslandsstrendur Farþegi í skemmtiferðaskipinu Viking Sky hefur verið greindur með Covid-19 smit. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannvarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. 15. júlí 2021 10:33