Orkumál

Fréttamynd

Hæg raf­væðing hækkar olíu­verð

Því miður notar heimsbyggðin, og við Íslendingar þar á meðal, ennþá allt of mikið af olíu. Olíuverð skiptir þjóðir því miklu máli enda nota allar þjóðir olíu en aðeins örfáar þjóðir framleiða olíu. En hvernig munu orkuskiptin hafa áhrif á olíuverðið á heimsvísu og á Íslandi?

Skoðun
Fréttamynd

Blekkingar Lands­virkjunar

Þann 27. apríl síðastliðinn gáfu Evrópsk samtök útgefenda upprunaábyrgða (AIB) út yfirlýsingu um að sala íslenskra upprunavottorða grænnar raforku úr landi hefði verið bönnuð. Íslensk orkufyrirtæki hafa hagnast á því á síðustu árum að selja vottorð úr landi fyrir milljarða króna árlega.

Skoðun
Fréttamynd

Snúum baki við olíu og fram­leiðum ís­lenska orku

Jarðarbúar verða að hætta notkun á jarðefnaeldsneyti eins fljótt og auðið er því annars munu lofslagsbreytingar valda gríðarlegum skaða á vistkerfum heimsins með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Ísland hefur skuldbundið sig til að taka þátt í þeirri baráttu og draga verulega úr losun koltvísýrings ella greiða gríðarháar fjársektir.

Skoðun
Fréttamynd

Lands­virkjun greiðir 19,5 milljarða í arð

Hagnaður Landsvirkjunar fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 14,8 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi, en var 10,7 milljarðar á sama tímabili í fyrra og hækkar því um 40,6 prósent milli ára. Aðalfundur félagsins samþykkti að greiða eiganda sínum íslenska ríkinu um 19,5 milljarða króna í arð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Útilokað að Ísland nái loftslagsmarkmiðum sínum?

Stjórnvöld hafa sett fram mjög metnaðarfull markmið í loftslagsmálum. Minnka á kolefnisfótspor landsins um 55% árið 2030 miðað við árið 1990 og ná kolefnishlutleysi árið 2040. Þessi markmið kalla á gríðarmikla endurnýjanlega raforku því skipta þarf út orkutegund t.d. í samgöngum. Um þetta eru allir sammála.

Skoðun
Fréttamynd

Sænsk flugvélaleiga kaupir fjörutíu rafmagnsflugvélar

Sænska flugvélaleigan Rockton hefur samið um kaup á allt að fjörutíu rafmagnsflugvélum af gerðinni ES-30 frá sænska flugvélaframleiðandanum Heart Aerospace. Með samningnum breytti Rocton fyrri viljayfirlýsingu í skuldbindandi kaupsamning um tuttugu flugvélar og um kauprétt á tuttugu flugvélum til viðbótar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fjórar hita­veitur metnar á­gengar

Líkur eru á langvarandi skorti á heitu vatni á köldustu dögum ársins vegna mikillar aukningar á eftirspurn eftir vatni. Orkulindir hitaveitna á höfuðborgarsvæðinu eru nánast fullnýttar. Það tekur mörg ár að kanna ný virkjanasvæði og byggja þau upp til nýtingar. 

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Sjá fram á aukna eftir­spurn og fyrir­sjáan­leg vanda­mál

Kynning á nýrri skýrslu um stöðu hitaveitna og nýtingu jarðhita til húshitunar fer fram á Hótel Nordica í dag og verður í beinni útsendingu á Vísi. Um er að ræða skýrslu sem unnin var af Íslenskum orkurannsóknum að beiðni umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í kjölfar frétta um erfiða stöðu hjá hitaveitum í vetur.

Innlent
Fréttamynd

Sam­þykkja aukningu hluta­fjár Ljós­leiðarans

Þrjú sveitarfélög sem eru eigendur Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og endanlegir eigendur Ljósleiðarans ehf., hafa samþykkt að auka hlutafé félagsins. Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð bjóða því nýjum hluthöfum það til kaups. 

Innlent
Fréttamynd

Ávinningurinn margfaldur en greiða þurfi úr flækjum: „Þetta er gríðarlega stórt verkefni“

Koma fyrstu rafmagnsvörubílanna til landsins markar byltingu að sögn forstjóra Brimborgar. Tæknilega væri hægt að skipta helmingi flotans út strax en kostnaður og skortur á innviðum er ákveðin hindrun sem bregðast þurfi við. Ávinningurinn sé þó margfaldur, ekki síst þegar kemur að því að ná loftslagsmarkmiðum. Áfram sé langt í land en þetta sé skref til framtíðar. 

Innlent
Fréttamynd

Ætla Ís­lendingar að fórna sínum laxa­stofnum?

Þýskaland horfir nú til baka á langa sögu vatnsfallsvirkjana sem aðferð við raforkuframleiðslu. Á miðöldum var farið að reisa viðar-vatnsmyllur og þá byrjaði sú þróun að hindra rennsli vatnfalla og skipta þeim upp. Í dag eru í Þýskalandi 7.800 vatnsfallsvirkjanir sem hafa breytt fornum fljótum í stöðnuð og ónáttúruleg vatnsföll. Tegundum og fjölbreytni tegunda í þessum vatnsföllum hefur fækkað mikið.

Skoðun
Fréttamynd

Þríhyrndur tangódans

Þegar nýjar upplýsingar birtast um lítinn árangur í loftslagsmálum kallar umhverfisráðherra til þjóðarinnar og hvetur hana til að hlaupa hraðar og beisla vindorkuna í þágu orkuskipta.

Skoðun
Fréttamynd

Tryggjum raf­orku­öryggi heimila

Orkuþörf heimila á Íslandi er innan við 5% af raforkuframleiðslu þjóðarinnar. Væru þau í framboði til Alþingis myndu þau því ekki ná kjördæmakjörnum fulltrúa á þing þó um sé að ræða hjartað í íslensku samfélagi. Orkuþörf venjulegra fyrirtækja, allt frá hárgreiðslustofum til fjármálafyrirtækja og bænda, er síðan hátt í 15% til viðbótar. Restin af orkuframleiðslunni, eða tæplega 80%, hennar fer til orkufreks iðnaðar svo sem álvera, járnblendis og gagnavera.

Skoðun
Fréttamynd

Lands­virkjun perlar

Í fréttaskýringaþættinum Kveik var í liðinni viku fjallað um fyrirhugaða Hvammsvirkjun, sem Landsvirkjun vill reisa í neðri hluta Þjórsár. Fjallað var um áhrif virkjunarinnar á samfélag, landslag og umhverfi en einnig stuttlega minnst á laxastofn Þjórsár. Sá er með allra stærstu laxastofnum Atlantshafslaxins, sem áður var útbreidd tegund um alla Norður-Evrópu.

Skoðun
Fréttamynd

Engin ó­vissa um af­drif lax­fiska ofan Hvamms­virkjunar

Ennþá einu sinni er Hvammsvirkjun í Þjórsá komin í fréttirnar; nú síðast í rækilegum Kveiksþætti í nýliðinni viku. Vegna síendurtekinna rangfærslna frá Landsvirkjun um áhrif þessarar virkjunar á lífríki árinnar neyðumst við gömlu karlarnir til að kveikja aftur á tölvunni.

Skoðun
Fréttamynd

Ætla að tak­marka losun orku­vera í fyrsta skipti

Ríkisstjórn Joes Biden Bandaríkjaforseta leggur nú drög að reglum sem eiga að draga úr losun orkuvera á gróðurhúsalofttegundum. Kola- og gasknúin orkuver eru um fjórðungur af losun Bandaríkjanna en þetta væri í fyrsta skipti sem reglur yrðu settar um orkuver sem eru þegar í rekstri.

Erlent
Fréttamynd

Landsvirkjun fórni stærsta laxastofni Íslands?

Í þætti Kveiks á RÚV í gær var fjallað um virkjunaráform Landsvirkjunar í Þjórsá, nánar tiltekið Hvammsvirkjun. Verndarsjóður villtra laxastofna (NASF) heldur því fram að því miður sé framkvæmdin gríðarlega neikvæð fyrir villta laxastofna og lífríki Þjórsár.

Skoðun
Fréttamynd

Umhverfisráðherra boðar frumvarp um vindorku næsta vetur

Starfshópur á vegum umhverfisráðherra leggur áherslu á að vandaðri pólitískri stefnumótun í vindorkumálum verði lokið áður en hafist verði handa við uppbyggingu vindorkuvera. Ráðherra boðar að frumvörp um nýtingu vindorku verði lögð fram á næsta þingvetri.

Innlent