Í tilkynningu segir að kastljósinu verði beint að virði orku- og veituinnviða fyrir heimilin, fyrir atvinnulífið og fyrir efnahagslífið meðal annars.
„Við fjöllum einnig um fólkið sem staðið hefur í ströngu við að halda úti orku- og veituþjónustu við ótrúlegar aðstæður í jarðhræringum á Reykjanesi. Við heyrum sögur þeirra, sjáum myndir sem teknar eru á vettvangi og ræðum stöðuna og framhaldið,“ segir í tilkynningunni.
Fram koma:
- Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
- Kristín Linda Árnadóttir, stjórnarformaður Samorku
- Finnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku
- Gunnar Haraldsson, hagfræðingur Intellecon, kynnir nýja greiningu á þjóðhagslegum áhrif og áskorunum orku- og veitugeirans
Pallborðsumræður: Náttúruhamfarir á Reykjanesskaga
- Elín Smáradóttir, yfirlögfræðingur OR stýrir umræðum.
- Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs í Grindavík
- Björk Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála hjá HS Orku
- Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ
- Páll Erland, forstjóri HS Veitna
Pallborðsumræður: Efnahagsleg þýðing orku- og veituinnviða
- Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður RARIK, stýrir umræðum.
- Baldvin Björn Haraldsson, stjórnarformaður Elements
- Gunnar Haraldsson, hagfræðingur Intellecon
- Jón Skafti Gestsson, hagfræðingur Landsnets
- Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB