Þjóðaröryggi raforkukerfisins Haraldur Þór Jónsson skrifar 6. mars 2024 09:30 Í gær var ársfundur Landsvirkjunar. Það er ánægjulegt að sjá orkufyrirtæki þjóðarinnar standa sterkum fótum og skila gríðarlegum ávinningi til ríkissjóðs á sama tíma og við búum við 100% endurnýjanlega raforku á Íslandi. Þetta er ekki sjálfsagt og starfsfólk Landsvirkjunar á hrós skilið fyrir vel unnin störf. Á þeim tímum sem við lifum í dag þar sem heimsfaraldur og stríð hafa breytt heiminum á örskömmum tíma minnir náttúran á sig með því að sýna kraftana í iðrum jarðar í hamförum á Reykjanesi, hamfarir sem hafa afhjúpað veikleika í því hvernig við nýtum orkuauðlindir á Íslandi. Við höfum orðið værukær, kerfið er fullnýtt og lítið svigrúm fyrir áföll. Það sem stendur upp úr ársfundi Landsvirkjunar er orðið þjóðaröryggi! Í ávarpi fjármála- og efnahagsráðherra sagði hún: Mikilvægt væri að hafa þann veruleika sem við erum að upplifa í dag í huga þegar við tökum ákvarðanir í okkar samfélagi, áhættustýring, þar á meðal í orkumálum er mikilvægari nú en hún hefur verið í marga áratugi. Allt þetta kallar á að við sem förum með ábyrgð tökum hana alvarlega. Nú þarf að hugsa lengra og vanda sig betur en nokkru sinni fyrr og við þurfum alltaf að hugsa, ekki bara það sem er best til skemmri tíma, heldur hvað er best fyrir Ísland. Mikilvægasta atriðið væri að leggja áherslu á og máta alla ákvörðun í raforkumálum við þjóðaröryggi, við verðum að vera undirbúin fyrir áföll og högg. Við þurfum að vera viss um það að við ráðum við slík áföll og högg. Forstjóri Landsvirkjunar fjallaði um að orkuöryggi og það væri einmitt orkuöryggi í nágrannalöndunum okkar sem trompaði allt, því um leið og rafmagnið er ekki til staðar þá stoppar allt. En þá verðum við að horfa til þess hvort að hljóð og mynd fari saman. Í dag eru skerðingar í gangi í raforkukerfinu og ítrekað hefur komið fram að rafmagn sé uppselt. Reglulega hefur verið í fréttum að raforkuöryggi almennings sé ógnað og kerfið sé uppselt. Fara þarf aukna orkuöflun og hefjast handa strax. Hér að neðan má sjá mynd sem sýnir megin flutningskerfi raforku á Íslandi og allar virkjanir sem eru yfir 10MW að stærð. Eins og sjá má á myndinni þá er raforkuframleiðsla landsins að mestu leyti á sex svæðum. Mesta raforkuframleiðsla fer fram á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu og er þar í dag yfir 37% af allri raforkuframleiðslu Íslands og um 50% af raforkuframleiðslu Landsvirkjunar. Á því svæði eru flestir virkjanakostir Landsvirkjunar í vatnsafli. Ef allir vatnsaflskostir væru nýttir á svæðinu ásamt því að farið yrði í aflaukningar á núverandi virkjunum væri hægt að koma uppsettu afli yfir 50% af raforkuframleiðslu Íslands og þá væri yfir 62% af raforkuframleiðslu Landsvirkjunar á einu starfssvæði. Einhver myndi telja það ógn við þjóðaröryggi að svo hátt hlutfall raforkuframleiðslu Landsvirkjunar væri á einu virku eldstöðvasvæði, hvað þá þjóðarinnar. Ef við skiptum út kortinu af Íslandi fyrir korti af virkum eldfjallasvæðum á Íslandi eins og sjá má á myndinni hér að neðan, þá er það fyrsta sem manni kemur í huga, myndum við byggja upp raforkukerfi með þjóðaröryggi í huga þar sem 50% raforkuframleiðslunnar fer fram á sama svæðinu, sem er einmitt virkt eldfjallasvæði? Í dag er 94% raforkuframleiðslu Íslands á virkum eldfjallasvæðum. Einungis er svæðið í kringum Blönduvirkjun ekki á virku eldfjallasvæði. Við þurfum því að vera undirbúin undir það að eitt svæði getur dottið út án þess að kerfið fari á hliðina, því það mun gerast. Spurningin er bara hvenær það gerist og hvort við verðum undirbúin fyrir slíkt áfall. Þjórsár- og Tungnaársvæðið er hjartað í orkuframleiðslu og flutningi á Íslandi. Fjölmargir ónýttir vatnsaflskostir eru á svæðinu sem skynsamlegt er að nýta á komandi árum. En þegar kemur að vindorku, sem er óstaðbundinn virkjanakostur, þá er það ógn við þjóðaröryggi að staðsetja hana á sama stað og flest eggin eru í körfunni, á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Augljóst er að fara þarf í þjóðarátak í að tryggja nýja öfluga flutningslínu frá Grundartanga til Akureyrar. Þannig tengjum við saman uppistöðulónin þrjú. Svo þarf að hefja aukna orkuvinnslu á Norðurlandi, því þá gefst okkur tækifæri að auka öryggi kerfisins í heild. Tryggja þjóðaröryggi raforkukerfisins fyrir alla íbúa Íslands. Það eru fjórir virkjanakostir á borðinu hjá Landsvirkjun. Þrír af þessum fjórum virkjanakostum erum á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu þar sem mest raforka er framleidd í dag. Með þjóðaröryggi í huga getum við tekið ákvörðun um að byggja ekki Búrfellslund þar sem hann er ógn við þjóðaröryggi. Ef við hefðum haft þá vitneskju sem við höfum í dag fyrir 10 árum, þá hefði hugmyndin um Búrfellslund ekki orðið að veruleika. Nú leyfi ég mér að vitna aftur í fjármála- og efnahagsráðgjafa: „Nú þarf að hugsa lengra og vanda sig betur en nokkru sinni fyrr og við þurfum alltaf að hugsa, ekki bara það sem er best til skemmri tíma, heldur hvað er best fyrir Ísland.“ Ef við ætlum að hafa Þjóðaröryggi raforkukerfisins í forgrunni, ef við ætlum að hlusta á orð forstjóra Landvirkjunar um orkuöryggi sem trompar allt, þá verðum við að staldra við og þora að meta stöðuna uppá nýtt. Við eigum sannarlega að halda áfram að nýta staðbundna virkjanakosti í vatnsafli og jarðvarma. Við verðum að þora að taka ákvarðanir um að vindorka verði byggð upp með tilliti til þjóðaröryggis raforkukerfisins og staðsetja vindorkuver ekki á virkum eldfjallasvæðum né þar sem of hátt hlutfall raforkuframleiðslunnar fer fram. Það var mat verkefnastjórn rammaáætlunar að Búrfellslundur ætti að vera í biðflokki. Í júní 2022 breytti Alþingi þeirri ákvörðun með því að setja Búrfellslund í nýtingarflokk. Í dag má segja að sú ákvörðun hafi verið mistök og varði við orkuöryggi landsins og þjóðaröryggi til framtíðar. Hugsum til framtíðar, hvað er best fyrir Ísland! Nýtum vindorkuna, þriðju stoð raforkukerfisins, til að tryggja þjóðaröryggi raforkukerfisins til framtíðar með því að staðsetja vindorkuframleiðslu utan virkra eldstöðvakerfa og styrkja raforkukerfið í heild. Höfundur er oddviti- og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Þór Jónsson Orkumál Landsvirkjun Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í gær var ársfundur Landsvirkjunar. Það er ánægjulegt að sjá orkufyrirtæki þjóðarinnar standa sterkum fótum og skila gríðarlegum ávinningi til ríkissjóðs á sama tíma og við búum við 100% endurnýjanlega raforku á Íslandi. Þetta er ekki sjálfsagt og starfsfólk Landsvirkjunar á hrós skilið fyrir vel unnin störf. Á þeim tímum sem við lifum í dag þar sem heimsfaraldur og stríð hafa breytt heiminum á örskömmum tíma minnir náttúran á sig með því að sýna kraftana í iðrum jarðar í hamförum á Reykjanesi, hamfarir sem hafa afhjúpað veikleika í því hvernig við nýtum orkuauðlindir á Íslandi. Við höfum orðið værukær, kerfið er fullnýtt og lítið svigrúm fyrir áföll. Það sem stendur upp úr ársfundi Landsvirkjunar er orðið þjóðaröryggi! Í ávarpi fjármála- og efnahagsráðherra sagði hún: Mikilvægt væri að hafa þann veruleika sem við erum að upplifa í dag í huga þegar við tökum ákvarðanir í okkar samfélagi, áhættustýring, þar á meðal í orkumálum er mikilvægari nú en hún hefur verið í marga áratugi. Allt þetta kallar á að við sem förum með ábyrgð tökum hana alvarlega. Nú þarf að hugsa lengra og vanda sig betur en nokkru sinni fyrr og við þurfum alltaf að hugsa, ekki bara það sem er best til skemmri tíma, heldur hvað er best fyrir Ísland. Mikilvægasta atriðið væri að leggja áherslu á og máta alla ákvörðun í raforkumálum við þjóðaröryggi, við verðum að vera undirbúin fyrir áföll og högg. Við þurfum að vera viss um það að við ráðum við slík áföll og högg. Forstjóri Landsvirkjunar fjallaði um að orkuöryggi og það væri einmitt orkuöryggi í nágrannalöndunum okkar sem trompaði allt, því um leið og rafmagnið er ekki til staðar þá stoppar allt. En þá verðum við að horfa til þess hvort að hljóð og mynd fari saman. Í dag eru skerðingar í gangi í raforkukerfinu og ítrekað hefur komið fram að rafmagn sé uppselt. Reglulega hefur verið í fréttum að raforkuöryggi almennings sé ógnað og kerfið sé uppselt. Fara þarf aukna orkuöflun og hefjast handa strax. Hér að neðan má sjá mynd sem sýnir megin flutningskerfi raforku á Íslandi og allar virkjanir sem eru yfir 10MW að stærð. Eins og sjá má á myndinni þá er raforkuframleiðsla landsins að mestu leyti á sex svæðum. Mesta raforkuframleiðsla fer fram á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu og er þar í dag yfir 37% af allri raforkuframleiðslu Íslands og um 50% af raforkuframleiðslu Landsvirkjunar. Á því svæði eru flestir virkjanakostir Landsvirkjunar í vatnsafli. Ef allir vatnsaflskostir væru nýttir á svæðinu ásamt því að farið yrði í aflaukningar á núverandi virkjunum væri hægt að koma uppsettu afli yfir 50% af raforkuframleiðslu Íslands og þá væri yfir 62% af raforkuframleiðslu Landsvirkjunar á einu starfssvæði. Einhver myndi telja það ógn við þjóðaröryggi að svo hátt hlutfall raforkuframleiðslu Landsvirkjunar væri á einu virku eldstöðvasvæði, hvað þá þjóðarinnar. Ef við skiptum út kortinu af Íslandi fyrir korti af virkum eldfjallasvæðum á Íslandi eins og sjá má á myndinni hér að neðan, þá er það fyrsta sem manni kemur í huga, myndum við byggja upp raforkukerfi með þjóðaröryggi í huga þar sem 50% raforkuframleiðslunnar fer fram á sama svæðinu, sem er einmitt virkt eldfjallasvæði? Í dag er 94% raforkuframleiðslu Íslands á virkum eldfjallasvæðum. Einungis er svæðið í kringum Blönduvirkjun ekki á virku eldfjallasvæði. Við þurfum því að vera undirbúin undir það að eitt svæði getur dottið út án þess að kerfið fari á hliðina, því það mun gerast. Spurningin er bara hvenær það gerist og hvort við verðum undirbúin fyrir slíkt áfall. Þjórsár- og Tungnaársvæðið er hjartað í orkuframleiðslu og flutningi á Íslandi. Fjölmargir ónýttir vatnsaflskostir eru á svæðinu sem skynsamlegt er að nýta á komandi árum. En þegar kemur að vindorku, sem er óstaðbundinn virkjanakostur, þá er það ógn við þjóðaröryggi að staðsetja hana á sama stað og flest eggin eru í körfunni, á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Augljóst er að fara þarf í þjóðarátak í að tryggja nýja öfluga flutningslínu frá Grundartanga til Akureyrar. Þannig tengjum við saman uppistöðulónin þrjú. Svo þarf að hefja aukna orkuvinnslu á Norðurlandi, því þá gefst okkur tækifæri að auka öryggi kerfisins í heild. Tryggja þjóðaröryggi raforkukerfisins fyrir alla íbúa Íslands. Það eru fjórir virkjanakostir á borðinu hjá Landsvirkjun. Þrír af þessum fjórum virkjanakostum erum á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu þar sem mest raforka er framleidd í dag. Með þjóðaröryggi í huga getum við tekið ákvörðun um að byggja ekki Búrfellslund þar sem hann er ógn við þjóðaröryggi. Ef við hefðum haft þá vitneskju sem við höfum í dag fyrir 10 árum, þá hefði hugmyndin um Búrfellslund ekki orðið að veruleika. Nú leyfi ég mér að vitna aftur í fjármála- og efnahagsráðgjafa: „Nú þarf að hugsa lengra og vanda sig betur en nokkru sinni fyrr og við þurfum alltaf að hugsa, ekki bara það sem er best til skemmri tíma, heldur hvað er best fyrir Ísland.“ Ef við ætlum að hafa Þjóðaröryggi raforkukerfisins í forgrunni, ef við ætlum að hlusta á orð forstjóra Landvirkjunar um orkuöryggi sem trompar allt, þá verðum við að staldra við og þora að meta stöðuna uppá nýtt. Við eigum sannarlega að halda áfram að nýta staðbundna virkjanakosti í vatnsafli og jarðvarma. Við verðum að þora að taka ákvarðanir um að vindorka verði byggð upp með tilliti til þjóðaröryggis raforkukerfisins og staðsetja vindorkuver ekki á virkum eldfjallasvæðum né þar sem of hátt hlutfall raforkuframleiðslunnar fer fram. Það var mat verkefnastjórn rammaáætlunar að Búrfellslundur ætti að vera í biðflokki. Í júní 2022 breytti Alþingi þeirri ákvörðun með því að setja Búrfellslund í nýtingarflokk. Í dag má segja að sú ákvörðun hafi verið mistök og varði við orkuöryggi landsins og þjóðaröryggi til framtíðar. Hugsum til framtíðar, hvað er best fyrir Ísland! Nýtum vindorkuna, þriðju stoð raforkukerfisins, til að tryggja þjóðaröryggi raforkukerfisins til framtíðar með því að staðsetja vindorkuframleiðslu utan virkra eldstöðvakerfa og styrkja raforkukerfið í heild. Höfundur er oddviti- og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun