Það er dýrt að spara orkuna fyrir ríkið Gísli Stefánsson skrifar 23. febrúar 2024 11:00 Nú hafa Orkumálaráðherra, Landsnet, Vestmannaeyjabær, HS Veitur og atvinnulífið í Vestmannaeyjum skrifað undir viljayfirlýsingu um að lagðir verði tveir nýjir rafstrengir milli lands og eyja. Lagning strengjanna mun án efa styrkja atvinnulíf og auka gæði búsetu í Eyjum enn frekar… ef…tekst að búa til orkuna sem sem nú er skortur á í landinu. Gaddavírinn kemur í veg fyrir leyfin Leyfisveitingakerfinu má líkja við ókleifar gaddavírsgirðingar sem tekur mörg ár að klippa sig í gegnum og þjónar engum öðrum tilgangi en að vernda umhverfið sem brennsla jarðefnaeldsneytisins fær á meðan að skaða. Á meðan er grunnt á orkunni sem þörf er á víða um land. Orkunni ekki sóað í Eyjum Í orkuskorti má færa rök fyrir því jafnt sem í eðlilegu árferði að orkunni skal ekki sóa. Hér í Eyjum er varmadælustöð sem er frábært tæki til orkusparnaðar, en hún breytir 3MW af raforku yfir í 9MW af varmaorku til húshitunar. Þetta er mjög umhverfisvænt og á að koma í veg fyrir brennslu jarðefnaeldsneytis sem annars þyrfti að grípa til þegar kemur til skerðinga á raforku til fjarvarmaveitunnar í Eyjum. Á að vera dýrt að spara? En nú vandast málið. Með því að spara 6 MW af rafmagni hækkar flutningskostnaður raforkunar hjá Landsneti upp úr öllu valdi því gjaldskráin gerir ekki ráð fyrir því að orka sé spöruð. Þetta er einn helsti þátturinn í því að nú hafa hitaveitureikningar Vestmannaeyinga hækkað um 25% á innan við ári. Það er eðlilegt þegar næg orka er til skiptana að verðlauna þá sem kaupa meira með lægra verði en það skýtur skökku við í orkuskorti að refsa þeim sem spara. Hvati gegn orkuskiptum Hér er ríkið með módel sem hvetur til hækkunnar gjalda óháð orkuskorti, verðbólgu og háu vaxtastigi. Við erum semsagt með kerfi sem þjónar öðrum tilgangi en það þarf að gera í aðstæðum dagsins í dag og vinnur gegn þeim sem þurfa að nýta þjónustuna. Til að vinna á móti þróuninni hefur ríkið svo valið að auka niðurgreiðslu til Vestmannaeyinga úr Orkusjóði sem kemur ekki á móti hækkuninn nema að hluta. Ríkið færir því fjármagn á milli vasa sem er heldur ekki frítt því það kostar mannafla til útreikninga og eftirlits. Rekstrarhæf verð á orku til innviða Nú væri nær að hætta þessu vasatilfærslum sem eru ekkert annað en plástrar og tryggja að hvatar séu í kerfinu til þess að spara orkuna. Sér í lagi þegar orkuframleiðandinn, sem er líka ríkið, hefur lýst yfir orkuskorti á Íslandi. Þeir sem halda uppi innviðum í samfélögum um allt land þurfa að hafa aðgengi að orku til þeirra innviða á rekstrarhæfu verði. Nýleg skýrsla ÍSOR um hitaveitur á Íslandi sýnir að 2/3 hitaveitna á landinu eru í vanda. Ekki er hægt að útiloka það að einhver af þeim veitum þurfi í framtíðinni að nýta raforku til húshitunar líkt. Þörfin á lagfæringu í þessum málaflokki er því augljós og því megum við engan tíma missa. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Gísli Stefánsson Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Nú hafa Orkumálaráðherra, Landsnet, Vestmannaeyjabær, HS Veitur og atvinnulífið í Vestmannaeyjum skrifað undir viljayfirlýsingu um að lagðir verði tveir nýjir rafstrengir milli lands og eyja. Lagning strengjanna mun án efa styrkja atvinnulíf og auka gæði búsetu í Eyjum enn frekar… ef…tekst að búa til orkuna sem sem nú er skortur á í landinu. Gaddavírinn kemur í veg fyrir leyfin Leyfisveitingakerfinu má líkja við ókleifar gaddavírsgirðingar sem tekur mörg ár að klippa sig í gegnum og þjónar engum öðrum tilgangi en að vernda umhverfið sem brennsla jarðefnaeldsneytisins fær á meðan að skaða. Á meðan er grunnt á orkunni sem þörf er á víða um land. Orkunni ekki sóað í Eyjum Í orkuskorti má færa rök fyrir því jafnt sem í eðlilegu árferði að orkunni skal ekki sóa. Hér í Eyjum er varmadælustöð sem er frábært tæki til orkusparnaðar, en hún breytir 3MW af raforku yfir í 9MW af varmaorku til húshitunar. Þetta er mjög umhverfisvænt og á að koma í veg fyrir brennslu jarðefnaeldsneytis sem annars þyrfti að grípa til þegar kemur til skerðinga á raforku til fjarvarmaveitunnar í Eyjum. Á að vera dýrt að spara? En nú vandast málið. Með því að spara 6 MW af rafmagni hækkar flutningskostnaður raforkunar hjá Landsneti upp úr öllu valdi því gjaldskráin gerir ekki ráð fyrir því að orka sé spöruð. Þetta er einn helsti þátturinn í því að nú hafa hitaveitureikningar Vestmannaeyinga hækkað um 25% á innan við ári. Það er eðlilegt þegar næg orka er til skiptana að verðlauna þá sem kaupa meira með lægra verði en það skýtur skökku við í orkuskorti að refsa þeim sem spara. Hvati gegn orkuskiptum Hér er ríkið með módel sem hvetur til hækkunnar gjalda óháð orkuskorti, verðbólgu og háu vaxtastigi. Við erum semsagt með kerfi sem þjónar öðrum tilgangi en það þarf að gera í aðstæðum dagsins í dag og vinnur gegn þeim sem þurfa að nýta þjónustuna. Til að vinna á móti þróuninni hefur ríkið svo valið að auka niðurgreiðslu til Vestmannaeyinga úr Orkusjóði sem kemur ekki á móti hækkuninn nema að hluta. Ríkið færir því fjármagn á milli vasa sem er heldur ekki frítt því það kostar mannafla til útreikninga og eftirlits. Rekstrarhæf verð á orku til innviða Nú væri nær að hætta þessu vasatilfærslum sem eru ekkert annað en plástrar og tryggja að hvatar séu í kerfinu til þess að spara orkuna. Sér í lagi þegar orkuframleiðandinn, sem er líka ríkið, hefur lýst yfir orkuskorti á Íslandi. Þeir sem halda uppi innviðum í samfélögum um allt land þurfa að hafa aðgengi að orku til þeirra innviða á rekstrarhæfu verði. Nýleg skýrsla ÍSOR um hitaveitur á Íslandi sýnir að 2/3 hitaveitna á landinu eru í vanda. Ekki er hægt að útiloka það að einhver af þeim veitum þurfi í framtíðinni að nýta raforku til húshitunar líkt. Þörfin á lagfæringu í þessum málaflokki er því augljós og því megum við engan tíma missa. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar