Bandaríkin

Grobbaði sig af fjölda stuðningsmanna og níddi andstæðing við sjúkrahússstarfsfólk
Bandaríkjaforseti montaði sig af aðsókn á baráttufund hans og kallaði pólitískan andstæðing klikkaðan þegar hann hitti heilbrigðisstarfsfólk í El Paso þar sem fjöldamorð var framið um helgina.

Uber tapaði rúmum fimm milljörðum dollara
Farveitan hefur aldrei vaxið minna en á öðrum ársfjórðungi samkvæmt uppgjöri.

Morðóður maður handtekinn í Kaliforníu
Lögregla telur að hatur og reiði hafi verið ástæða þess að karlmaður á fertugsaldri gekk berserksgang og stakk fjóra til bana og særði tvo til viðbótar í sunnanverðri Kaliforníu í gær.

Fórnarlömb í El Paso vildu ekki hitta Trump í umdeildri heimsókn
Heimsóknir Trumps til El Paso og Dayton í Ohio ollu miklu fjaðrafoki meðal andstæðinga hans.

Langþráð reynslulausn orðin að veruleika
Hinni þrítugu Cyntoia Brown var sleppt úr fangelsi í dag á reynslulausn eftir að hafa hlotið náðun frá Bill Haslam ríkisstjóra Tennessee í janúar.

Bandaríkin tilbúin að semja við Bretland eftir Brexit
Eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu verður Bandaríkjastjórn tilbúin að skrifa undir fríverslunarsamning, að sögn bandaríska utanríkisráðherrans.

Hæstiréttur skipar ríkisstjóra Púertó Ríkó að segja af sér
Báðar deildir þingsins staðfestu ekki skipan Pedro Pierluisi sem eftirmanns Ricardo Rosselló sem sagði af sér í skugga hneykslismáls.

Trump heimsækir vettvang fjöldamorða, segist sameina þjóðina með orðræðu sinni
Forsetanum hefur kennt um að kynda undir kynþátta- og útlendingaandúð sem verði jarðvegur fyrir voðaverk eins og þau sem áttu sér stað í El Paso og Dayton um helgina.

Monica Lewinsky mun framleiða þætti um ákæruferlið gegn Bill Clinton
Var eitt umdeildasta fréttamál tíunda áratugarins.

Colbert grátbað Obama um að koma aftur
Háðfuglinn Stephen Colbert virðist sakna Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, ef eitthvað er að marka atriði í Late Show, spjallþætti Colbert, í gær. Í því grátbað hann forsetann fyrrverandi um að snúa aftur.

Undirbúa heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands
Verið er að undirbúa opinbera heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands. Þetta staðfestir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.

Trump höfðar mál vegna skattskýrslulöggjafar
Donald Trump og Repúblikanaflokkurinn höfða nú mál gegn Kaliforníuríki eftir að löggjöf sem kveður á um að forsetaframbjóðendur þurfi að birta skattskýrslur sínar, vilji þeir taka þátt í forvali forsetakosninga í ríkinu, var samþykkt.

Blendin viðbrögð við fyrirhugaðari heimsókn Trump til El Paso
Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst heimsækja borgina El Paso í Texasríki í kjölfar skotárásar sem þar var framin á laugardag.

Fyrirgefur árásarmanninum sem myrti son hans
Á meðal þeirra sem létust í skotárásinni í verslun Walmart voru hjónin Jordan og Andre Anchondo sem voru, ásamt tveggja mánaða syni þeirra, að versla skólaföng fyrir börnin sín.

Mótorhjól bönnuð á Pikes Peak
Mótshaldarar þekktustu fjallaklifurkeppni heims á bílum og mótorhjólum, Pikes Peak í Colorado, hafa ákveðið að útiloka mótorhjól frá keppninni frá og með næsta ári.

Milljónamæringur grunaður um morð handtekinn eftir fjögur ár á flótta
Lögregla í Bandaríkjunum hefur loks handtekið Peter Chadwick, milljónamæring sem grunaður erum að hafa myrt eiginkonu sína árið 2012.

Toni Morrison látin
Bandaríski Nóbelsverðlaunahafin og rithöfundurinn Toni Morrison er látin, 88 ára að aldri. Morrison lést í gær í faðmi fjölskyldu og vina.

Grínið sett til hliðar til að krefjast aðgerða í byssumálum Bandaríkjanna
Alls létust 31 einstaklingur í tveimur mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunu um helgina sem vakið hafa mikinn óhug. Í báðum tilvikum voru árárásarmennirnir vopnaðir öflugum skotvopnum sem gerðu þeim kleyft að valda miklum skaða á stuttum tíma. Árásarnir voru fyrirferðarmiklar í spjallþáttum í bandarísku sjónvarpi i gærkvöldi.

Villisvínagrín skekur netheima
Umræða um skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum þróaðist út í grín eftir að villisvín blönduðust í umræðuna.

Íslendingum bjargað úr sjávarháska við Hawaii
Tveimur Íslendingum, þar af tíu ára dreng, var bjargað úr sjávarháska skammt fyrir utan vinsæla strönd á Maui-eyju Hawaii í Bandaríkjunum á sunnudaginn.

Maðurinn sem sendi andstæðingum Trump sprengjur dæmdur í 20 ára fangelsi
Cesar Sayoc, bandaríski maðurinn sem játaði í mars að hafa sent andstæðingum Bandaríkjaforseta, Donald Trump, rörasprengjur í pósti, hefur verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi.

Tala látinna í El Paso hækkar
Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag.

Trump vill löggjöf sem kveður á um dauðarefsingu fyrir fjöldamorð og hatursglæpi
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir mikilvægt að Bandaríkin taki afstöðu gegn hvítum þjóðernissinnum í kjölfar tveggja skotárása sem urðu um helgina.

Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga
Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School.

McConnell vinnur heiman frá sér eftir axlarbrot
Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, er axlarbrotinn eftir fall a heimili sínu í Louisville í Kentucky-ríki í gær.

Varð fyrir skoti árásarmannsins þegar hún reyndi að bjarga ungabarni sínu
Jordan Anchondo og eiginmaður hennar Andre voru að versla skólaföng í Walmart þegar maður hóf skothríð í versluninni í El Paso í Texasríki í gær.

Systir árásarmannsins í Dayton meðal látinna
Systir árásarmannsins sem varð níu manns að bana í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki er meðal þeirra sem létust í árásinni. Hún hét Megan Betts og var 22 ára.

Menntamálaráðherra heiðursgestur á Íslendingahátíð í Norður-Dakóta
Mennta- og menningarmálaráðherra Íslands, Lilja Dögg Alfreðsdóttir var heiðursgestur Íslendingahátíðarinnar í bænum Mountain í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum sem fram fór í 120. skipti í ár.

Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda
"Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt.

Níu látnir eftir aðra skotárásina á 13 tímum
Níu eru látnir og 16 særðust í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki í nótt. Lögreglan í Dayton segir að auk hinna níu fórnarlamba sé árásarmaðurinn látinn.