Trump kallar hermenn í Þýskalandi heim vegna NATO-deilna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júní 2020 08:00 Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar Þýskaland um að misnota Bandaríkin hernaðarlega og að koma illa fram í viðskiptum. Chip Somodevilla/Getty Images Donald Trump Bandaríkjaforseti staðfesti á mánudag að hann hygðist kalla bandaríska hermenn í Þýskalandi heim vegna þess að Þýskaland hafi ekki styrkt NATO samkvæmt samkomulagi og sakaði landið um að misnota Bandaríkin í viðskiptum. Hann sagðist ætla að kalla 9.500 hermenn aftur heim og skilja aðeins 25 þúsund hermenn eftir. Ákvörðunin er talin grafa verulega undan trausti milli ríkjanna tveggja sem hafa stundað mikil viðskipti sín á milli. Þá grafi hún undan hernaðarsamvinnu Evrópu og Bandaríkjanna en Bandaríkin hafa verið skuldbundin því að verja evrópsk ríki frá hernaðarmætti Rússa frá því eftir síðari heimsstyrjöld. Fréttir af þessum hugmyndum forsetans birtust fyrst í miðlum vestanhafs þann 5. júní síðastliðinn en óvíst var að hann myndi lýsa þessu yfir opinberlega eftir að þingmenn repúblikana lýstu yfir áhyggjum. Niðurskurður væri í raun gjöf til Rússa. Í samtali við fréttamenn sakaði Trump Þýskaland um að hafa vanrækt greiðslur til Atlantshafsbandalagsins, NATO, og hét því að fylgja áætlun sinni eftir ef yfirvöld í Berlín hygðust ekki breyta stefnu sinni í málum NATO. „Þannig að við eigum að vernda Þýskaland á meðan það sýnir vanrækslu. Það er alveg út úr kú. Þannig að ég sagði að við myndum fækka hermönnum niður í 25 þúsund,“ sagði Trump og bætti við að Þýskaland kæmi illa fram við Bandaríkin í viðskiptum en skýrði ekki frekar frá því. Árið 2014 setti NATO það markmið að hvert aðildarríkjanna skyldi greiða 2 prósent vergrar landsframleiðslu, GDP, til varnarmála. Flest ríkjanna, þar á meðal Þýskaland, gera það ekki. NATO Þýskaland Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kallar þúsundir hermanna heim frá Þýskalandi Forseti Bandaríkjanna hefur fyrirskipað hernaðaryfirvöldum í Pentagon að kalla heim þúsundir bandarískra hermanna sem staðsettir hafa verið í herstöðvum í Þýskalandi. 6. júní 2020 16:26 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti staðfesti á mánudag að hann hygðist kalla bandaríska hermenn í Þýskalandi heim vegna þess að Þýskaland hafi ekki styrkt NATO samkvæmt samkomulagi og sakaði landið um að misnota Bandaríkin í viðskiptum. Hann sagðist ætla að kalla 9.500 hermenn aftur heim og skilja aðeins 25 þúsund hermenn eftir. Ákvörðunin er talin grafa verulega undan trausti milli ríkjanna tveggja sem hafa stundað mikil viðskipti sín á milli. Þá grafi hún undan hernaðarsamvinnu Evrópu og Bandaríkjanna en Bandaríkin hafa verið skuldbundin því að verja evrópsk ríki frá hernaðarmætti Rússa frá því eftir síðari heimsstyrjöld. Fréttir af þessum hugmyndum forsetans birtust fyrst í miðlum vestanhafs þann 5. júní síðastliðinn en óvíst var að hann myndi lýsa þessu yfir opinberlega eftir að þingmenn repúblikana lýstu yfir áhyggjum. Niðurskurður væri í raun gjöf til Rússa. Í samtali við fréttamenn sakaði Trump Þýskaland um að hafa vanrækt greiðslur til Atlantshafsbandalagsins, NATO, og hét því að fylgja áætlun sinni eftir ef yfirvöld í Berlín hygðust ekki breyta stefnu sinni í málum NATO. „Þannig að við eigum að vernda Þýskaland á meðan það sýnir vanrækslu. Það er alveg út úr kú. Þannig að ég sagði að við myndum fækka hermönnum niður í 25 þúsund,“ sagði Trump og bætti við að Þýskaland kæmi illa fram við Bandaríkin í viðskiptum en skýrði ekki frekar frá því. Árið 2014 setti NATO það markmið að hvert aðildarríkjanna skyldi greiða 2 prósent vergrar landsframleiðslu, GDP, til varnarmála. Flest ríkjanna, þar á meðal Þýskaland, gera það ekki.
NATO Þýskaland Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kallar þúsundir hermanna heim frá Þýskalandi Forseti Bandaríkjanna hefur fyrirskipað hernaðaryfirvöldum í Pentagon að kalla heim þúsundir bandarískra hermanna sem staðsettir hafa verið í herstöðvum í Þýskalandi. 6. júní 2020 16:26 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Kallar þúsundir hermanna heim frá Þýskalandi Forseti Bandaríkjanna hefur fyrirskipað hernaðaryfirvöldum í Pentagon að kalla heim þúsundir bandarískra hermanna sem staðsettir hafa verið í herstöðvum í Þýskalandi. 6. júní 2020 16:26