Hæstiréttur bregður aftur fæti fyrir Trump, sem vill nýja dómara Samúel Karl Ólason skrifar 18. júní 2020 17:57 Námsmenn sem búa í Bandaríkjunumn í gegnum DACA fögnuðu fyrir utan Hæstarétt Bandaríkjanna. AP/Manuel Balce Ceneta Hæstiréttur Bandaríkjanna skilaði í dag frá sér þeirri niðurstöðu að ákvörðun Donald Trump, forseta, um að afnema áætlun sem hefur varið fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun hafi verið ólögmæt. Minnst 650 þúsund ungir innflytjendur búa í Bandaríkjunum í gegnum áætlunina sem sett var á í forsetatíð Barack Obama. Trump hefur varið miklu púðri í að reyna að afnema áætlunina og byrjaði hann árið 2017. Nú virðist málinu lokið en þó eingöngu í bili. Önnur málaferli vegna DACA standa enn yfir og Trump segist ekki hættur. Þegar forsetinn sagði fyrst að áætlunin yrði felld niður átti það að vera á höndum þingsins að komast að niðurstöðu í málinu. Þingmenn beggja flokka vildu finna leið til að halda unga fólkinu í Bandaríkjunum. Trump vildi þó ekki samþykkja neitt slíkt án þess að verulega yrði dregið úr löglegum flutningi fólks til Bandaríkjanna og hann fengi fjárveitingu til að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Viðræðurnar gengu ekki eftir og hafa dómstólar komið í veg fyrir að Trump geti aðhafst einhliða. Ríkisstjórn hans hefur haldið því fram að DACA-áætlunin sé ólögmæt og því beri yfirvöldum að afnema hana. Fimm dómarar komust að þessari niðurstöðu og fjórir lögðust gegn henni. John Roberts, forseti Hæstaréttar, gekk til liðs við frjálslynda dómara. Vill nýja dómara Donald Trump brást reiður við á Twitter. Hann sagði að skipta þyrfti út dómurunum í Hæstarétti og að ef Demókratar nái völdum muni þeir ógna réttindum íhaldssamra Bandaríkjamanna. Hann sagði einnig að ákvörðunin væri pólitísk og stakk upp á því að hún væri gegn lögum Bandaríkjanna. Hann sagðist þó ekki vera hættur að reyna að afnema DACA. As President of the United States, I am asking for a legal solution on DACA, not a political one, consistent with the rule of law. The Supreme Court is not willing to give us one, so now we have to start this process all over again.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 18, 2020 Forsetinn sagðist einnig ætla að endurskoða stuttlista sína yfir dómara sem hægt sé að tilnefna til Hæstaréttar. Það væri mikilvægt íhaldsmönnum, með tilliti til þeirra ákvarðana sem Hæstiréttur hafi tekið að undanförnu. Síðasta ákvörðun Hæstaréttar tryggði réttindi LGBTQ fólks gagnvart því að vera rekin úr starfi vegna kynhneigðar þeirra eða kynvitundar. ...Based on decisions being rendered now, this list is more important than ever before (Second Amendment, Right to Life, Religous Liberty, etc.) – VOTE 2020!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 18, 2020 Barack Obama tísti einnig um ákvörðun Hæstaréttar og sagðist hann fagna með þeim ungu innflytjendum sem treysti á DACA. ...and now to stand up for those ideals, we have to move forward and elect @JoeBiden and a Democratic Congress that does its job, protects DREAMers, and finally creates a system that’s truly worthy of this nation of immigrants once and for all.— Barack Obama (@BarackObama) June 18, 2020 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna skilaði í dag frá sér þeirri niðurstöðu að ákvörðun Donald Trump, forseta, um að afnema áætlun sem hefur varið fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun hafi verið ólögmæt. Minnst 650 þúsund ungir innflytjendur búa í Bandaríkjunum í gegnum áætlunina sem sett var á í forsetatíð Barack Obama. Trump hefur varið miklu púðri í að reyna að afnema áætlunina og byrjaði hann árið 2017. Nú virðist málinu lokið en þó eingöngu í bili. Önnur málaferli vegna DACA standa enn yfir og Trump segist ekki hættur. Þegar forsetinn sagði fyrst að áætlunin yrði felld niður átti það að vera á höndum þingsins að komast að niðurstöðu í málinu. Þingmenn beggja flokka vildu finna leið til að halda unga fólkinu í Bandaríkjunum. Trump vildi þó ekki samþykkja neitt slíkt án þess að verulega yrði dregið úr löglegum flutningi fólks til Bandaríkjanna og hann fengi fjárveitingu til að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Viðræðurnar gengu ekki eftir og hafa dómstólar komið í veg fyrir að Trump geti aðhafst einhliða. Ríkisstjórn hans hefur haldið því fram að DACA-áætlunin sé ólögmæt og því beri yfirvöldum að afnema hana. Fimm dómarar komust að þessari niðurstöðu og fjórir lögðust gegn henni. John Roberts, forseti Hæstaréttar, gekk til liðs við frjálslynda dómara. Vill nýja dómara Donald Trump brást reiður við á Twitter. Hann sagði að skipta þyrfti út dómurunum í Hæstarétti og að ef Demókratar nái völdum muni þeir ógna réttindum íhaldssamra Bandaríkjamanna. Hann sagði einnig að ákvörðunin væri pólitísk og stakk upp á því að hún væri gegn lögum Bandaríkjanna. Hann sagðist þó ekki vera hættur að reyna að afnema DACA. As President of the United States, I am asking for a legal solution on DACA, not a political one, consistent with the rule of law. The Supreme Court is not willing to give us one, so now we have to start this process all over again.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 18, 2020 Forsetinn sagðist einnig ætla að endurskoða stuttlista sína yfir dómara sem hægt sé að tilnefna til Hæstaréttar. Það væri mikilvægt íhaldsmönnum, með tilliti til þeirra ákvarðana sem Hæstiréttur hafi tekið að undanförnu. Síðasta ákvörðun Hæstaréttar tryggði réttindi LGBTQ fólks gagnvart því að vera rekin úr starfi vegna kynhneigðar þeirra eða kynvitundar. ...Based on decisions being rendered now, this list is more important than ever before (Second Amendment, Right to Life, Religous Liberty, etc.) – VOTE 2020!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 18, 2020 Barack Obama tísti einnig um ákvörðun Hæstaréttar og sagðist hann fagna með þeim ungu innflytjendum sem treysti á DACA. ...and now to stand up for those ideals, we have to move forward and elect @JoeBiden and a Democratic Congress that does its job, protects DREAMers, and finally creates a system that’s truly worthy of this nation of immigrants once and for all.— Barack Obama (@BarackObama) June 18, 2020
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Sjá meira