Öryggi á ferðamannastöðum

Fréttamynd

Rauða ljósið mun blikka fyrr

Það mun þurfa minna til þess að rautt viðvörunarljós við Reynisfjöru muni blikka vegna slæms veðurs eða mikils ölduafls. Þegar rauða viðvörunin verður í gildi verður umferð fólks að svæðinu lokað við útsýnisplan við fjörukamb, sem þýðir að fólki verður meinað að fara að stuðlaberginu og Hálsanefshelli.

Innlent
Fréttamynd

Ferða­menn gangi á eigin á­byrgð til leiks við náttúru Ís­lands

Hæstaréttarlögmaður segir að ferðamaður sé á eigin ábyrgð þegar hann gengur til leiks við íslenska náttúru. Hann kveðst ósammála fyrrverandi forseta Mannréttindadómstóls Evrópu sem kveður ríkið mögulega skaðabótaskylt vegna banaslyss í Reynisfjöru, þar sem níu ára stúlka frá Þýskalandi fórst í sjónum á laugardag.

Innlent
Fréttamynd

Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu

Íslensk náttúra er fögur, en getur verið lífshættuleg. Nýlega lést barnung stúlka í Reynisfjöru. Hún var á ferðalagi með fjölskyldu sinni. Mikil fjölgun ferðamanna á Íslandi undanfarinn áratug hefur orðið til þess að slík tilvik eru orðin æði mörg.

Skoðun
Fréttamynd

Slysið á sama stað og við sömu að­stæður og fyrri bana­slys í fjörunni

Banaslysið í Reynisfjöru í gær varð á sama stað og við sömu aðstæður og síðustu tvö banaslys í fjörunni þar á undan að sögn landeigenda. Samráðshópur mun funda eftir helgi um frekari öryggisráðstafanir á svæðinu. Upplýsingaskilti sem sýnir svæðisskiptingu fjörunnar eftir litum fauk í óveðri fyrir nokkru síðan.

Innlent
Fréttamynd

Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru

Landeigendur í Reynisfjöru harma banaslysið sem varð í gær þegar níu ára þýsk stúlka drukknaði í sjónum undan ströndinni. Þeir hyggjast nú leggjast yfir hvað hægt sé að gera betur til að upplýsa þá sem heimsækja fjöruna.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum auð­vitað mjög slegin yfir þessu slysi“

Banaslysið í Reynisfjöru í gær er það fyrsta síðan auknar öryggisráðstafanir voru gerðar á svæðinu fyrir nokkrum árum. Ferðamálastjóri segir tilefni til að leggjast yfir það hvernig megi bæta öryggi á svæðinu enn frekar, en er ekki hlynntur því að fjörunni verði alfarið lokað fyrir aðgengi ferðamanna.

Innlent
Fréttamynd

Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru

Þyrla Landhelgisgæslunnar, björgunarskipið Þór og björgunarsveitir voru kallaðar út skömmu fyrir þrjú eftir að einstaklingur fór í sjóinn við Reynisfjöru í Mýrdalnum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um barnunga stúlku að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Yfir­fara þurfi öryggis­mál við Brúar­á

Erlendur ferðamaður, kona á fertugsaldri, sem féll í Brúará í gær var úrskurðuð látin á vettvangi. Um er að ræða þriðja banaslysið í Brúará á aðeins nokkrum árum. Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir þetta mikið áhyggjuefni, mikilvægt sé að yfirfara öryggismál við ána sem sé á landi í einkaeigu.

Innlent
Fréttamynd

Er­lendur ferða­maður féll í Brúar­á

Fjölmennt lið frá björgunarsveitum auk þyrlu Landhelgisgæslunnar var kallað út á fimmta tímanum í dag vegna einstaklings sem féll í ána Brúará við Hlauptungufoss. Einstaklingurinn er fundinn en lögregla hefur ekki veitt neinar upplýsingar um líðan hans. Um er að ræða erlendan ferðamann.

Innlent
Fréttamynd

Komum náminu á Höfn í höfn

„Við erum með þrjú gengi sem skiptast á, vinna í klukkutíma í senn við mokstur og niðurbrot á ís. Þannig munum við sigla áfram inn í daginn”, sagði Sveinn Rúnar Kristjánsson á vettvangi aðgerða í kjölfar hrun íshellisins í Breiðamerkurjökli síðastliðið haust.

Skoðun
Fréttamynd

Engin mið­læg skráning slysa í ferða­þjónustu

Engin markviss skráning slysa og óhappa í ferðaþjónustu er fyrir hendi á Íslandi. Starfshópur leggur til að bætt verði úr með því með miðlægri skráningu. Hins vegar mælir starfshópurinn ekki með banni við jöklaferðum yfir sumartímann. Sérfræðingur segir aukið eftirlit og tryggari öryggisferla vænlegri lausn en boð og bönn.

Innlent
Fréttamynd

Halda ís­hella­ferðum á­fram þrátt fyrir að fá ekki leyfi

Ferðaþjónustufyrirtækið Niflheimar heldur áfram íshellaferðum þrátt fyrir að leyfi fyrirtækisins verði ekki endurnýjað og það hafi verið kært fyrir ólöglegar framkvæmdir í Breiðamerkurjökli. Eigandi Niflheima segir ferðirnar farnar undir leyfi annarra fyrirtækja.

Innlent
Fréttamynd

Heimila íshellaferðir á ný

Íshellaferðir í Vatnajökulsþjóðgarði verða leyfðar á ný frá og með morgundeginum að uppfylltum nýjum öryggiskröfum. Hlé var gert á slíkum ferðum eftir að bandarískur ferðamaður lést þegar ísveggur hrundi á hann í slíkri ferð í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Ljóst að bana­slysið muni hafa af­leiðingar

Fram­kvæmda­stjóri ferðaþjónustufyrirtækis telur að boðið verði upp á íshellaferðir í Breiðamerkurjökli á ný þrátt fyrir banaslysið sem þar varð í ágúst. Vatnajökulsþjóðgarður vinnur að aðgerðum til að tryggja öryggi.

Innlent
Fréttamynd

Undrandi að enn séu seldar íshellaferðir

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir það koma sér á óvart að enn sé verið að selja ferðir í íshella, eftir slysið í íshellinum á Breiðamerkurjökli í síðasta mánuði. Hann spurði á ríkisstjórnarfundi í morgun hvort ástæða væri til að stöðva slíkar ferðir að sumarlagi.

Innlent
Fréttamynd

Segir oft allt­of marga uppi á jökli og inni í íshellum

Borgar Antonsson segir slysið á Breiðamerkurjökli ekki þurft að hafa átt sér stað. Borgar rekur ferðaþjónustufyrirtækið Ice Cave in Iceland sem fer í hellaferðir á veturna. Hann segir mikla þörf á nýju regluverki. Það séu of margir upp á jökli og í hellum í einu sem skerði öryggi og upplifun gesta.

Innlent
Fréttamynd

Guide to Iceland viti ekkert um fólkið í ferðinni

Ingólfur Shahin, þróunarstjóri og stór hluthafi í Guide to Iceland, segist ekki hafa neinar leiðir til þess að vita hvort að ferðamennirnir sem voru í hópi Ice Pic Journeys þegar að banaslys varð á Breiðamerkurjökli eftir íshrun, hafi bókað í ferðina í gegnum bókunarsíðu Guide to Iceland. 

Innlent
  • «
  • 1
  • 2