Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal og Sólveig Nikulásdóttir skrifa 15. ágúst 2025 18:01 Í síbreytilegu og oft krefjandi umhverfi ferðaþjónustunnar gegnir öryggismenning lykilhlutverki í að tryggja sem best velferð bæði starfsfólks og gesta. Til að öryggismenning verði lifandi hluti af starfsemi fyrirtækja þarf skýra og stöðuga forystu. Stjórnendur gegna lykilhlutverki með því að, sýna gott fordæmi í daglegum ákvörðunum og skapa menningu þar sem öryggi og velferð er ekki aukaatriði heldur hluti af kjarna starfseminnar. Þegar allt starfsfólk leggst á eitt og vinnur saman að því að koma sér og gestum sínum heilum heim alla daga, verður öryggismenning að sameiginlegu verkefni sem styrkir fyrirtækið innan frá. Öryggismenning felur í sér sameiginleg viðhorf, gildi og hegðun sem móta skilning, umræðu um og framkvæmd á öryggismálum innan fyrirtækja. Hún endurspeglar hversu djúpt öryggisvitund er rótgróin starfseminni – hvort sem um ræðir viðbrögð við óvæntum atvikum eða daglegar venjur. Sterk öryggismenning byggir á trausti, opnum samskiptum og virku samstarfi, þar sem allt starfsfólk ber ábyrgð og tekur virkan þátt í að skapa öruggt starfsumhverfi. Fyrirtæki í ferðaþjónustu sem rækta öryggismenningu uppskera margvíslegan og varanlegan ávinning. Þegar öryggi er samþætt menningu fyrirtækisins styrkist innri samstaða og ábyrgðartilfinning starfsfólks, sem leiðir til betri samvinnu og skilvirkari vinnubragða. Slík menning stuðlar að færri atvikum og slysum, sem hefur bein áhrif á rekstrarkostnað og dregur úr fjárhagslegri áhættu. Auk þess eykst starfsánægja þegar starfsfólk finnur að öryggi þess er virt og að þau geti tjáð sig um áhættur og umbætur án ótta við afleiðingar. Með því að byggja upp öryggismenningu sem grundvallarstoð í rekstrinum geta stjórnendur skapað stöðugleika og sjálfbærni í rekstri, sem skilar sér í auknum árangri til lengri tíma. En hvernig byggjum við upp öfluga öryggismenningu? Stjórnendur þurfa að leggja áherslu á fræðslu og þjálfun þar sem öryggisvitund er efld og viðbrögð við áhættu skýrð og æfð. Móta þarf starfsumhverfi þar sem ekki er refsað fyrir mistök heldur þau nýtt sem tækifæri til lærdóms og umbóta. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur tekið saman sex hagnýt ráð sem styðja stjórnendur í ferðaþjónustu í að efla öryggi sem órjúfanlegan hluta af daglegri starfsemi – sjá stuðningsefni inni á haefni.is/studningsefni/oryggismenningu. Á síðunni okkar er einnig yfirlit yfir fjölbreytt námskeið um öryggismál fyrir ferðaþjónustuna -https://haefni.is/nam-og-namskeid/fraedslugatt/. Öryggismenning verður ekki innleidd með einni stefnu eða verkferlum á blaði, hún þarf að þróast í gegnum stöðugt samtal, virka þátttöku og skuldbindingu allra innan fyrirtækisins alla daga, allt árið um kring. Fyrirtæki í ferðaþjónustu sem sýna forystu í öryggismálum og rækta menningu þar sem öryggi og velferð eru sameiginleg ábyrgð, eru betur í stakk búin til að takast á við óvæntar aðstæður, byggja upp traust og skapa sjálfbæran vöxt. Höfundar eru Ólína Laxdal og Sólveig Nikulásdóttir sérfræðingar hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggi á ferðamannastöðum Slysavarnir Ferðaþjónusta Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Í síbreytilegu og oft krefjandi umhverfi ferðaþjónustunnar gegnir öryggismenning lykilhlutverki í að tryggja sem best velferð bæði starfsfólks og gesta. Til að öryggismenning verði lifandi hluti af starfsemi fyrirtækja þarf skýra og stöðuga forystu. Stjórnendur gegna lykilhlutverki með því að, sýna gott fordæmi í daglegum ákvörðunum og skapa menningu þar sem öryggi og velferð er ekki aukaatriði heldur hluti af kjarna starfseminnar. Þegar allt starfsfólk leggst á eitt og vinnur saman að því að koma sér og gestum sínum heilum heim alla daga, verður öryggismenning að sameiginlegu verkefni sem styrkir fyrirtækið innan frá. Öryggismenning felur í sér sameiginleg viðhorf, gildi og hegðun sem móta skilning, umræðu um og framkvæmd á öryggismálum innan fyrirtækja. Hún endurspeglar hversu djúpt öryggisvitund er rótgróin starfseminni – hvort sem um ræðir viðbrögð við óvæntum atvikum eða daglegar venjur. Sterk öryggismenning byggir á trausti, opnum samskiptum og virku samstarfi, þar sem allt starfsfólk ber ábyrgð og tekur virkan þátt í að skapa öruggt starfsumhverfi. Fyrirtæki í ferðaþjónustu sem rækta öryggismenningu uppskera margvíslegan og varanlegan ávinning. Þegar öryggi er samþætt menningu fyrirtækisins styrkist innri samstaða og ábyrgðartilfinning starfsfólks, sem leiðir til betri samvinnu og skilvirkari vinnubragða. Slík menning stuðlar að færri atvikum og slysum, sem hefur bein áhrif á rekstrarkostnað og dregur úr fjárhagslegri áhættu. Auk þess eykst starfsánægja þegar starfsfólk finnur að öryggi þess er virt og að þau geti tjáð sig um áhættur og umbætur án ótta við afleiðingar. Með því að byggja upp öryggismenningu sem grundvallarstoð í rekstrinum geta stjórnendur skapað stöðugleika og sjálfbærni í rekstri, sem skilar sér í auknum árangri til lengri tíma. En hvernig byggjum við upp öfluga öryggismenningu? Stjórnendur þurfa að leggja áherslu á fræðslu og þjálfun þar sem öryggisvitund er efld og viðbrögð við áhættu skýrð og æfð. Móta þarf starfsumhverfi þar sem ekki er refsað fyrir mistök heldur þau nýtt sem tækifæri til lærdóms og umbóta. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur tekið saman sex hagnýt ráð sem styðja stjórnendur í ferðaþjónustu í að efla öryggi sem órjúfanlegan hluta af daglegri starfsemi – sjá stuðningsefni inni á haefni.is/studningsefni/oryggismenningu. Á síðunni okkar er einnig yfirlit yfir fjölbreytt námskeið um öryggismál fyrir ferðaþjónustuna -https://haefni.is/nam-og-namskeid/fraedslugatt/. Öryggismenning verður ekki innleidd með einni stefnu eða verkferlum á blaði, hún þarf að þróast í gegnum stöðugt samtal, virka þátttöku og skuldbindingu allra innan fyrirtækisins alla daga, allt árið um kring. Fyrirtæki í ferðaþjónustu sem sýna forystu í öryggismálum og rækta menningu þar sem öryggi og velferð eru sameiginleg ábyrgð, eru betur í stakk búin til að takast á við óvæntar aðstæður, byggja upp traust og skapa sjálfbæran vöxt. Höfundar eru Ólína Laxdal og Sólveig Nikulásdóttir sérfræðingar hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun