![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-10-05T144457.831Z-haukar.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-10-05T144408.023Z-keflavik.png)
Skattaleg áhrif helstu greina ferðaþjónustunnar á Íslandi námu allt að 180 milljörðum króna árið 2023. Þar af eru svokölluð þröng skattaleg áhrif metin um 106,5 milljarðar en ef horft er til víðtækari áhrifa ferðaþjónustunnar nema skattaleg áhrif greinarinnar rúmum 180 milljörðum.
Aðaleigenda Ferðaskrifstofu Íslands og Heimsferða, sem er jafnframt einn umsvifamesti einkafjárfestirinn í hluthafahópi Icelandair, hefur verið veittur lengri frestur af Samkeppniseftirlitinu til að losa um allan eignarhlut sinn í flugfélaginu en að öðrum kosti hefði hann þurft að bjóða bréfin til sölu innan fárra mánaða. Þá hafa samkeppnisyfirvöld sömuleiðis samþykkt að vegna breyttra markaðsaðstæðna þá sé tilefni til að fella úr gildi öll skilyrði sem hafa gilt undanfarin ár um takmarkanir á samstarfi milli Ferðaskrifstofu Íslands og Icelandair.
Hætta er á að Íslendingar missi af meiriháttar tækifæri með því að gera ekki ráðstafanir til þess að taka við ferðamönnum þegar almyrkvi á sólu sést hér á næsta ári, að mati fjármálaráðgjafa. Gistipláss og bílaleigubílar séu þegar fullbókaðir en lítið beri á undirbúningi fyrir aðsóknina.
Álagsstýring er mikilvægt stjórntæki sem stuðlað getur að sjálfbærni í ferðaþjónustu og um leið aukið á þau verðmæti sem greinin getur skapað. Náttúra Íslands er aðdráttaraflið og því skiptir miklu máli að upplifunin af henni verði eftirminnileg og einstök. Til að íslensk ferðaþjónusta geti verið sú hágæðavara sem allir í orði kveðnu telja eftirsóknarvert þarf stýringu sem felur í sér sanngjarna og hóflega gjaldtöku og setningu þolmarka.
Við erum ekki að fara að redda þessu þegar þar að kemur. Það er þó hætt við að við áttum okkur fyrst á umfanginu of seint og þá gætum við hafa misst af meiriháttar tækifæri.
Ferðamenn létu óveðrið fyrir hádegi ekki stoppa sig í að kynna sér hvað Reykjavík og Seltjarnarnes hefðu upp á að bjóða. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari var á ferðinni og myndaði nokkra af þeim þúsund ferðamanna sem njóta lífsins hér á landi á óveðursdegi.
Þrátt fyrir rauða veðurviðvörun voru þónokkrir á ferð um miðbæ Reykjavíkur í dag. Ferðamenn í stuttu stoppi sem vildu ekki eyða deginum inni á hótelherbergi, fólk á leið heim úr vinnu og einn hlaupari sem þurfti að klára æfingu dagsins.
Sjálfhreinsandi salerna er það nýjasta í ferðaþjónustu á Suðurlandi en slík salerni vekja alltaf mikla athygli og lukku hjá ferðamönnum en þau eru opinn allan sólarhringinn.
Um fimm hundruð nýjar íbúðir verða byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi á næstu árum en í dag eru þar um þrjátíu íbúðir. Ástæðan fyrir þessari miklu uppbyggingu er flutningur fólks í sveitarfélagið vegna virkjanaframkvæmda og annarra framkvæmda í ferðaþjónustu eins og byggingu hótels og baðlóns í Þjórsárdal.
Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti samhljóða að segja upp leigusamningi við ferðaþjónustufyrirtækið North East Travel. Eigandi fyrirtækisins gagnrýndi neikvæðni og afskiptasemi íbúa sveitarfélagsins eftir lögreglurassíu þar í haust.
Með nýjum uppgangstíma í hagkerfinu styrkist staða heimilanna verulega, samkvæmt Þjóðhagsspá Íslandsbanka. Aðalhagfræðingur bankans segir marga munu finna fyrir því að eiga aukið afgangs fé um mánaðamótin.
Nokkrar breytingar hafa orðið í stjórnendahópi Arctic Adventures þar sem nýtt skipurit var kynnt í upphafi árs.
Bílaleigu hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini sínum eina milljón króna, sem bílaleigan rukkaði vegna tjóns sem varð á bíl þegar hann varð fyrir eldingu.
Borgarverk í Borgarnesi átti lægsta tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði og reyndist tilboð verktakans 280 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Vegagerðin snertir helsta náttúrudjásn Vestfjarða, fossinn Dynjanda.
Sveitarstjóri Langanesbyggðar segir að uppákoma í kjölfar sérsveitaraðgerðar á Bakkafirði í haust hafi verið kornið sem fyllti mælinn sem leiddi til þess að nú sé lagt til að leigusamningi við ferðaþjónustufyrirtæki þar verði sagt upp. Eigandi þess gagnrýndi neikvæðni og afskiptasemi íbúa eftir aðgerðina.
Ferðaþjónustan skapar fleiri störf og aflar meiri gjaldeyris en aðrar greinar – greinin er ung og því nauðsynlegt að stjórnvöld og fyrirtækin í greininni eigi gott samráð um mótun starfsumhverfis hennar, segir formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu.
Fyrsta skóflustungan af nýju 68 herbergja lúxus hóteli hefur verið tekin á Hvolsvelli. Hótelið, sem mun kostar um tvo milljarða króna verður tekið í notkun í byrjun sumars.
Þúsund skref aukalega á dag lækka dánartíðni fólks um fimmtán prósent. Þetta kemur fram í rannsókn þar sem tvö hundruð og tuttugu þúsund manns var fylgt eftir um árabil. Endurhæfingarlæknir segir að öll viðbótarhreyfing bæti lífslíkur fólks, sérstaklega eldri hópa.
Þrátt fyrir miklar sveiflur í hagkerfinu síðustu misseri og ár hefur krónan haldist „ótrúlega stöðug“ en eftir talsverða hækkun á raungenginu er það komið á þann stað vera ekki sjálfbært við núverandi aðstæður, einkum fyrir samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar, og margt sem bendir til að gengi krónunnar muni veikjast á árinu, að mati hagfræðinga Arion. Ólíklegt er að fjárfestar auki við framvirka stöðu sína með krónunni, samkvæmt greiningu bankans, sem endurspeglar meðal annars auknar áhyggjur af stöðu ferðaþjónustunnar og óvissu hver áhrifin verða af boðuðum komu- og auðlindagjöldum.
Tillöguhöfundur hefur starfað í ferðaþjónustunni í áratugi og hefur orðið vitni að miklum og jákvæðum breytingum fyrir ríkissjóð, sérstaklega í formi aukinna tekna af virðisaukaskatti. Samkvæmt lögum er virðisaukaskattur neytendaskattur, en fyrir fyrirtæki er hann gegnumstreymisskattur.
Sífellt fleiri þurfa að leita til meindýraeyðis vegna veggjalúsar í híbýlum sínum. Meindýraeyðir segir að óværunni hafi fjölgað verulega síðustu misseri og býst við frekari aukningu.
Nýtt ár, ný ríkisstjórn og nýtt upphaf fyrir marga. Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar felur í sér fyrirætlanir um aukna verðmætasköpun í atvinnulífinu og er virkilega ástæða til að fagna því. Atvinnulífið er að sjálfsögðu mikilvægasta uppspretta verðmætasköpunnar í landinu.
Ferðaþjónustuvikan hefur verið haldin nú í vikunni þar sem áhersla er lögð á að auka vitund um mikilvægi ferðaþjónustu og efla samstarf og fagmennsku í greininni.
Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir segir veggjalús komna til að vera á Íslandi. Eins og stendur er hann á ferðalagi um landið til að eyða veggjalús. Hann segir veggjalúsinni hafa fjölgað verulega á Íslandi síðustu misseri. „Puttalangur frá helvíti,“ segir hann samstarfsmann sinn kalla hana. Steinar Smári fór yfir málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.
Í hröðum tæknidrifnum heimi nútímans er stafræn hæfni orðin afgerandi þáttur til sóknar fyrir fyrirtæki í ýmsum greinum. Þetta á ekki síst við um ferðaþjónustu þar sem blikur eru á lofti um erfiðari stöðu en áður, samanber niðurstöður KPMG viðhorfskönnunar ferðþjónustuaðila 2025.
Í upphafi hvers árs er mikið um að vera hjá ferðaþjónustufólki sem kemur saman til að ráðfæra sig við hvert annað, finna nýjar hugmyndir og skapa verðmæti.
Fleiri og fleiri stunda nú fjallamennsku allt árið um kring og þar með vetrarfjallamennsku. Áður fyrr var það einkum björgunarsveitarfólk sem stundaði vetrarfjallamennsku en Ferðafélag Íslands og fleiri útivistarfélög og gönguklúbbar bjóða nú upp á dagskrá gönguferða yfir veturinn. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands skrifar hér um öryggi á fjöllum.
Björgunarsveitir í Borgarfirði voru kallaðar út vegna tilkynningar frá ferðamönnum í vandræðum við Kattarhryggi, á leið upp á Holtavörðuheiði, á fimmta tímanum í nótt.
Stór hluti af útköllum þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar á síðasta ári var vegna sjúkraflutninga. Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir fjölgun erlendra ferðamanna hafa sitt að segja.
Ferðamálastofa hefur birt spá um fjölda erlendra ferðamanna fyrir næstu fimm ár. Stofnunin spáir um það bil sama ferðamannafjölda í ár og í fyrra en allt að sjö prósent fjölgun árið 2026.